Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 38
KYENÞJOÐIN ÍIITSTJÓHI: KIIISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR FALLEGAR NEGLIiR PRÝÐA OG HÆFA FALLEGiilVI HÖNDGIR Ef þér viljið fórna Vz klst. vikulega á snyrtingu nagl- anna, getið þér haldið þeim lýtalausum og eykur það öryggiskennd yðar. Naglasnyrtinguna þarf að fram- kvæma í réttri röð: Þér byrjið á því að fjarlægja allt gamalt lakk með lakkeyði, sem í er olía. 2 Með naglaþjöl — annað en sandpappírsþjöl eða d> mantsþjöl koma ekki til greina (demantsþjöl er dýr, en endist aftur á móti lengi) — eru neglurnar sorfnar. Sverfið ekki fram og tilbaka en aðeins frá annarri hlið og inn að miðju. Gætið þess vel að sverfa ekki niður með hliðunum, það veikir neglurnar. Mýkið naglaböndin í volgu sápuvatni og þerrið þau vel. Núið góðum naglabandsáburði inn með hringlaga hreyfingum. Slíkur áburður gengur vel inn í nagla- böndin, mýkir þurr og klofin naglabönd. Gleymið heldur ekki naglaböndunum, þegar þið notið handá- burð daglega. 4 Vefjið bómull um trépinna úr appelsínuviði, dýfið honum ofan í naglabandseyði og ýtið naglaböndunum varlega niður, svo að hálfmáninn á nöglunum komi í ljós. Munið að fara mjög varlega. 5 Fjarlægið svo allt dautt hörund meðfram köntunum með sljóva enda trépinnans. Gætið þess vel að skemma ekki naglrótina, þá geta komið hvítir blettir á negl- urnar eða þær verða hrjúfar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.