Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 13
EINSTÖK MYNDASAGA Þessi myndasería er einstök í sinni röð bæði að því er snertir vísindalegt gildi og óvenjulega myndatöku. Auk þess er taka myndanna hrein tilviljun, því að ljósmyndar- inn var að reyna að mynda ref við greni sitt. Fyrir ein- hverja hendingu varð hann þá vitni að þessum harmleik: froskur lendir í gini broddgaltar. Myndin er tekin úr 5 m fjarlægð. Sá harmleikur sem myndirnar sýna er næsta óvenjulegur og raunar hvorki fyllilega skýrður né skilinn frá vísindalegu sjónarmiði. Hegðun broddgaltarins er fullkomlega eðlileg allan tímann. Hann uppgötvar bráð, sennilega ekki með ófullkomnum augum sínum, heldur með þefskyni og heyrn. Broddgeltir finna lykt af mús í 5 m fjarlægð og greina hljóð frá ána- möðkum sem skríða 5 cm undir yfirborði jarðar. Hann ræðst umsvifalaust á bráð sína og étur hana upp til agna. Til er einföld skýring á því hvers vegna brodd- gölturinn lætur glampa ljósmyndavélarinnar sig engu varða. Þegar dýr er komið á vald frumhvata sinna, sem í þessu tilfelli er hungrið, þá tekur það ekki eftir neinu öðru. Þegar hirtir t. d. berjast um fengitímann þá taka þeir ekki einu sinni eftir mönnum sem eru komnir alveg að þeim. Hegðun frosksins er aftur á móti mjög óvenjuleg. Frosk- urinn er ekki búinn neinum varnartækjum af náttúrunnar hálfu, hann er algerlega varnarlaus þegar á hann er ráð- izt. Hann á því að eins eitt úrræði og það er flóttinn. Nátt- úran hefur þess vegna búið froskinn óvenjulegum hæfi- leika til að stökkva og án þeirra væri froskategundin tor- tímingunni ofurseld. Froskurinn á að eiga tiltölulega góða bjargarmöguleika er hann mætir broddgelti. Broddgeltir geta áð vísu hlaup- ið hratt, en froskurinn hefði sennilega átt að geta bjargað lífi sínu með nokkrum löngum snöggum stökkum. En froskurinn á myndunum stekkur ekki. Ljósmyndar- inn varð vitni að því að hann sat í meira en mínútu frammi fyrir óvini sínum, að vísu fór um hann mikill skjálfti en að öðru leyti var hann hreyfingarlaus. Á þessu er aðeins ein skýring. Froskurinn hefur orðið lamaður af skelfingu. Hann bar kennsl á óvin sinn, og óttinn yfirbugaði hann. Óttinn varð hér sterkari en bjargarhvötin — og kostaði hann lífið. Broddgölturinn hefur orðið var við froskinn. fáeinum stökkum hefði froskurinn átt að geta bjargað sér. En það er eins og tillit óvinarins hafi laniað liann. Hann er grafkyrr og bíður þess að óvinurinn taki til starfa. FORSETI Á FERÐALAGI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.