Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.01.1966, Blaðsíða 8
blanda henni inn í þetta — það var orðið framorðið — og.“ Augu Barböru sögðu honum, að hann hefði skilið hana rétt. „Já, sagði ég ykkur ekki? Hvernig þið gátuð haldið — þeg- ar við bara sátum inni í.“ Hún virtist vera alveg utan við sig — þessi stúlka, sem John hafði í rauninni aldrei séð utan við sig. John gat nærri svarið fyrir, að það væri eins og hún roðr.aði. „Sátuð bara hvar, hr. Hayward?" spurði Miller, og var snöggur upp á lagið. „Hvar sátuð þið fröken Phillips, þegar frú Piermont var myrt?“ Aftur horfðu allir á hann. Barbara reyndi ekki að segja neitt. Hún hefur gert það sem hún getur, hugsaði John með sér. „í bókaherberginu heima hjá henni.“ „Sjáðu,“ sagði Barbara, hann var hræddur um að þið mynd- uð misskilja hann.“ Hún virtist aftur vera komin út af lag- inu. „Við sátum bara í bókaherberginu og vorum að tala sam- an. Og mér er sama hvað þú heldur, en við erum trúlofuð og ætlum að giftast." Hún gekk yfir til Johns og tók í hend- ina á honum. „Og til þess að vernda þig gegn þessu ... umtali,“ sagði Miller, „og til þess að vera öruggur um að enginn vissi að þið hefðuð setið og verið að tala saman í bókaherbergi föður þíns klukkan tvö um nótt, þá hafi hr. 'Hayward verið fús að taka á sig þá hættu að vera sakaður um morð. Ætlizt þið til að við trúum þessu?“ „Ég sé ekki að þið getið gert annað,“ sagði John með sak- leysissvip. „Eða er það?“ „Og ég býst við, að þið ætlizt nú til, að við biðjum af- sökunar og leyfum þér að fara?“ spurði Miller. ,Nei, ég geri ekki ráð fyrir, að þið gangið svo langt,“ sagði John. „Nei, við göngum ekki svo langt,“ sagði Miller. „Og við ætlum ekki að biðja afsökunar. Við álítum að þú hafir drep- ið þær báðar, hr. Hayward. En ... þið getið farið núna.“ Þau horfðu á hann. „Það verður aðeins um stundarsakir," sagði Miller. „Og þið skuluð ekki fara langt í burtu. Þú skalt alls ekki reyna að komast neitt langt í burtu, hr. Hayward." Miller horfði á Grady, þegar lögregluþjónninn hafði fylgt þeim út. „Hefur þú nokkurn tíma heyrt, að það þurfi leyfi til þess að leita í íbúðum?" spurði Miller. Grady roðnaði upp í hársrætur. „Og ef þú notar einn af þjófalyklum þínum til að fara inn í einhverja íbúð og taka það sem þig vantar — til dæmis 8 sportjakka með rifu á bakinu, þá segir lögfræðingurinn að þetta sé ólöglega fengið.“ Grady var enn þögull. Og til þess að gera þetta enn verra, þá kemur maðurinn með alveg ágætis fjarvistarsönnun. „Þau eru að ljúga,“ sagði Grady. „Eigum við að láta þau sleppa með það?“ John sat við stýrið á Corvettunni. „Þeir vissu að við vorum að ljúga,“ sagði hann. Barbara kinkaði kolli. „Þetta er aðeins gálgafrestur,“ sagði hann. „Þeir taka mig fyrr eða seinna.“ „í rauninni var þetta meira en fjarvistarsönnun. Ég heyrði á tal Millers og þessa feita, sem virðist vera úr ríkislögregl- unní.“ Hann sagði: „Miller, þú getur ekki farið með þennan jakka sem sönnunargagn fyrir rétt, af því að þið höfðuð ekk- ert leyfi til að rannsaka íbúðina. Og þessi jakki er í rauninni eina sönnun ykkar í seinna morðmálinu." John kinkaði kolli. „John,“ sagði Barbara. „Ég hef fundið út dálítið nýtt. Stöðv- aðu bílinn, svo við getum talað saman." Shapiro sagði Miller frá því sem hann hafði fundið út hjá Ebenezer Titus, lögfræðingi frú Piermont í Brewster og frá Bankanum í Brewster. Shapiro setti fram staðreyndirnar og fylgdist vel með svipbreytingum Millers. Og þegar hann sagði Miller frá erfðaskránni, sem hafði fundizt í skrifborði frú Piermont, þá var hann glaður að sjá hann kipra augun í undrun. „Og þú eltir stúlkuna frá prestinum?“ spurði Miller, og var svarað, að það væri rétt. „Fannst þú út, hvað hún hafði viljað?“ En Shapiro benti á að ef hanrj hefði farið inn og talað við prestinn, þá hefði hann misst af stúlkunni. Hann hafði verið að vona, að stúlkan myndi vísa honum á manninn. Hann vissi ekki að þeir hefðu þegar fundið hann. „Allt í lagi,“ sagði Miller. „Ég tek Grady með mér, þú kemur á eftir.“ Miller og Grady fóru. Shapiro var í þann mund að fara líka, þegar skrifstofu- þjónninn kallaði á hann. „Heyrðu.“ Shapiro fór yfir að borð- inu. „Lögfræðingur Haywards hringdi. Hann hafði heyrt að viðhéldum honum inni. Hann sagðist myndi koma til að fá hann lausan. Ég sagði að hann þyrfti ekki að hafa fyrir því.“ „Fínt,“ sagði Shapiro. „Ég sagði honum að hr. Hayward þyrfti aðeins að leysa úr nokkrum spurningum, og svo yrði honum sleppt. Lögfræðingurinn sagðist heita Still. Er það ekki rétt?“ „Jú,“ sagði Shapiro. „Það er bara ... Hvernig vissi hann að Hayward var hér.“ Hann hætti. „Kannski hringdi Barbara í hann. Hringdi Hayward nokkuð sjálfur?“ Nei, hann hafði ekki gert það. Shapiro hélt af stað ýt. Þegar hann var kominn að dyr- unum, stoppaði hann, andvarpaði þungan og gekk aftur að borðinu. Hann fékk lánaða símaskrá, valdi númer og spurði eftir hr. Still. Honum var sagt að hr. Still væri ekki í bæn- um. Shapiro spurði hvort það væri hægt að ná i hann ein- hvers staðar, en því miður hafði hr. Still ekki gefið upp neitt númer. Shapiro lagði tólið á, og horfði lengi á símann án þess að sjá hann. Máski hafði fröken Phillips hringt áður en hr. Still fór út úr bænum. Eða kannski hafði hún fengið sérstök skilaboð. Og ef til vill hafði hr. Still fengið upplýsingar eftir sínum eigin leiðum. Og kannski hafði þetta alls ekki verið hr. Still, heldur ein- hver, sem vildi fygjast með John Hayward. Shapiro var hugsi. Kannski hefur þetta verið allt of auð- velt allan tímann? Ef til vill væri Miller farinn að halda þetta líka. Hann yfirgaf stöðina og ók til New York. Jaguar fór fram úr honum við næstu gatnamót. Það er alltaf að fjölga þessum útlendu bílum hér. Hann leit á núm- erið aftan á Jaguarnum. Því er ég alltaf að rekast á þennan sama bíl, hugsaði hann með sér. Hann jók hraðann. Framh. á bls. 26. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.