Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 5
VIÐBJÓÐUR EÐA DÁSEMD Nei, góðir lesendur. Þetta er ekki kona í móðursýkis- kasti, langt því frá, því hér er um að ræða hinn óútreiknan- lega P. J. PROBY, sem ku hafa sett sér það takmark að safna hári niður að mitti, hvað sem hæft er í því. Á nýjustu plötu hans er lagið fallega, MARÍA úr West Side Story, en það gerir mikla lukku vestan hafs. Komst í þrítugasta og sjöunda sætið á fyrstu vikunni. Síðast heim- sóttu okkur hinir þekktu KINKS (sjá mynd) og nú er önnur brezk hljómsveit á nœsta leyti. AÐ VERA LEIKKOINIA Kæri Fálki! Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar til að verða leikkonur báðar, eða Það höld- um við. Mömmur okkar segja báðar að við vitum enn ekki hvað við viljum, en því skyld- um við ekki vilja verða leik- konur. Við höfum séð að Fálk- inn hefur stundum svarað spurningum um svonalagað. Viltu gera svo vel og segja okkur hvað við eigum að gera til þess að verða leikkonur? Er lengi verið að læra bað? Svar: Já, pvi skylduS piS ekki vilja verSa leiklconur? ÞaS kjósa margar ungar stúlkur sér paö lilutverk nú, pótt ekki takist öllum aS afla sér peirrar viSur- kenningar sem pær óslca. Eftir pví sem mér sýnist af bréfinu pá eruS piS ekki nema svona llt—15 ára, ekki satt? I bili skuluS piS fara ykkur hœgt og hugsa um aS mennta ykkur og proska. Almenn menntun og kunnugleiki á lífsins vend- ingum er grundvallaratriöi fyr- ir öllum árangri. ÞaO fyrsta sem ung stúlka parf aO gera er aö leggja rækt viO sjálfa sig. Allur árangur kostar áreynslu og fórnir, peim mun meiri fórn- ir sem árangurinn er meiri, og fórnin er Ijúf ef áhuginn á verkefni er mikill. Þiö skuluö pvi stunda vel skólann ykkar, lesa vel og kunna vel. Gott er aö lesa leikbókmenntir eftir pví sem piO getiö og afla ykk- ur almennrar pekkingar um Jeiklist og leiknám. Seinna get- iS piO hugsaö til aö >fara í leikskóla ef áhuginn endist. En fyrir alla muni látiö ekki hug- fcillast. Ungt fólk á aö langa til aö veröa eitthvaö. SVAR TIL STÚLKU I VAIVDA ÞaÖ er engin pörf aö birta neitt úr bréfinu pinu pví aö pii kærir pig ekki um pað eSa heldur aö eiga hlutaöeigandi muni gruna hver hér er aö spyrja. Aöskilnaöur elskenda um tíma parf ekki aö vera hœttulegur, getur leitt í Ijós hve mikil alvara peim er. Draumar ungs fólks rætast ekki allir. ' Stundum skortir ungan mann eöa konu hæfi- leika til aö láta draum rœtast fyrr en hann eöa liún er búin aö sjá einn sinn hjartfólgnasta draum veröa aö engu. ÞaÖ er aö visu satt eins og pú segir í bréfinu aö samband milli elsk- enda er lausara framan af og styrkist pegar frá líöur ef vel gengur. Þess vegna getur aö- skilnaöur verið liættulegur fyrst, pó aö hann veröi paö ekki seinna. — Taktu sjálf ákvörö- un um hvora leiöina þú vilt fara. Brottför pín pyrfti ekki aö vera hœttuleg fyrir ástina. Spurningin er bara hvort pið liafiö bæöi polinmœöi til að bíöa. En athugaöu líka hversu mikiö er á sig leggjandi fyrir slíka för. UMG ÁST Fálki minn! Af því ég sé að Þú snýrð ekki út úr fyrir ungu fólki langar mig til að ræða við Þig mitt vandamál. Ég er bara sextán ára og kærastinn minn er að verða 18. Við erum voða hrifin hvort af öðru, erum öllum stundum saman og lang- ar ekkert til að skilja. En það eru allir á móti þessu, segja að við séum of ung til að binda okkur. Er víst að við sjáum eftir því síðar? Er nokk- uð vist að mér finnist ég hafa glatað æsku minni af þvi að ég fór að vera með kærastan- um minum þegar ég var ekki nema 14 ára og hef aldrei þekkt neinn annan strák? Við þurfum ekki að fara að eiga krakka strax. Af hverju eru allir svona mikið á móti Því að ungt fólk viti hvað það vill? Mér finnst eins og sumir vilji miklu heldur að ég sé með hinum og þessum strákum, en mig langar bara ekkert til þess, Svar: Nei, góöan mín, paö er ekk- ert víst aö pið sjáiö eftir pessu síöar eöa aö pú teljir pig hafa glataö æskunni af pví aö pú varst alltaf meö sama piltinum. Þaö sem máli skiptir er ekki hvaö piö eruö ung héldur hversu einlœg piö eruö og hyggin. Þaö liggur ekkert á, piö skuluö ekki gifta ykkur strax, ekki heldur fara aö eiga barn strax. Það væri óráölegt. Þiö eruö bæöi enn eins og hálfútsprungin blóm. Þiö purf- iö aö undirbúa ykkur undir framtiðina. Og paö getiö piö gert saman, án pess aö skilja, og líka án pess aö fara aö stofna lieimili. Veriö bara gæt- in. Fólkinu ykkar finnst senni- lega hœtta á aö piö vitiö ekki livaö piö eruö aö gera, en ef piö sýniö af ykkur pá skyn- semi aö láta samband ykkar próast eölilega áfram unz pið eruö komin á eölilegan gifting- araldur, pá held ég aö allir veröi ánægöir. CHURCHILL SAGÐI: — Málamiðlun er það að skipta köku þannig að allir haldi að þeir hafi fengið stærsta bitann. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.