Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 29
Yee og var orðinn eldrauður i framan. „Um hvað ertu að tala?“ „Hún hefur verið barnshaf- andi í tvo mánuði. Það er af mín- um völdum, en hún vill ekki ala barnið." „Þínum völdum?" „Já, mínum,“ sagði Chiang og vissi ekki hvers vegna rödd hans var svo storkandi. Ef til vill var hann að reyna að breiða yfir sektarkennd sína, eða þá að reiði hans í garð Aiku fór vax- andi. Herra Yee huldi andlitið í báðum höndum og hvíldi oln- bogana á skrifborðinu. Hann sagði ekki orð. „Mér þykir fyrir þessu þín vegna, herra Yee,“ hélt Chiang áfram, „ég hefði átt að skýra þér frá þessu fyfr.. „Talaðu ekki um það; ég vil ekki hlusta á það,“ sagði herra Yee og stóð upp frá skrifborð- inu. Hann forðaðist að líta á Chiang en tók hatt sinn og flýtti sér út úr skrifstofunni. Chiang stóð eftir fyrir framan skrifborð hans og horfði á auðan stól herra Yee. Síðan settist hann við sitt eigið borð og lauk dagsverki sínu i áköfu hugarróti. Næsta dag kom hann seint til skrifstofunnar. Herra Yee var enn ekki kominn Chiang gekk að skrifborði sínu og fann þar bréf, sem lagt hafði verið undir límglas á borðinu. Bréfið var fá- ort og gagnort, skrifað með penna og rauðu bleki: „Þjónustu þinnar er ekki lengur óskað. Gjörðu svo vel að taka við auka mánaðarlaunum sem þakklæti minu fyrir unnin störf. Lawrence Yee.“ Við bréfið var fest ávísun, sem hljóðaði upp á níu hundruð dali. XII. I Kina var litið á atvinnumissi sem niðurlægingu og töluvert auðmýkjandi fyrirbæri, en í Ameriku virtist Chiang sem það skipti ekki svo miklu máli ef frá var talið, að mánaðarlegar kaupgreiðslur féllu niður, og fyrir mann, sem var hafnað af konu og ekki hafði fest kaup á neinu gegn afborgunum, var það síður en svo alvarlegt. Chi- ang losnaði við vanmetakennd- ina á þremur dögum, með að- stoð ódýra vínsins og tinolang baboy i nafnlausa veitingahús- inu í Kearnystræti. Hann hringdi einu sinni til Liu en síminn hjá lagskonu hans hafði verið tek- inn úr sambandi. Hann velti því fyrir sér, hvað myndi hafa orðið af þeim. Það voru vandræðin með útlendinga; þeir voru á sí- reki, eins og þang í hafi. Honum datt í hug' að flytja úr gistihúsi herra Yee, en hann vissi ekki hvert skyldi halda. Ef til vill ætti hann að heim- sækja frú Wang og athuga, hvort nokkuð hefði losnað hjá henni. Eftir að hafa snætt kvöld- verð í Kearnystræti, gekk hann heim til frú Wang. Hún varð ánægð að sjá hann. Sumir leigj- endur hennar voru að horfa á glímukappleik í sjónvarpinu i setustofunni. „Vilt þú horf^t á glímuna eða koma með mér i eldhúsið og tala við mig meðan ég þurrka upp rísskálarnar?" spurði frú Wang og þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni. „Ég ætla að koma með þér,“ sagði Chiang og fylgdi henni eftir inn í eldhúsið. „Jæja, ég bjóst ekki við að sjá þig á virkum degi. Ég ætl- aði einmitt að fara að eftirsenda þér nokkur bréf.“ „Ég er búinn að missa atvinn- una,“ sagði Chiang. Frú Wang leit á hann og ygldi brún. „Hvað þá? Nú þegar? Hvað gerðist?" „Mér var veitt lausn frá störf- um,“ sagði Chiang. „Jæja, ég er hvort sem er lélegur einkarit- ari. Hefurðu nokkurt herbergi laust, frú Wang?" „Ekki sem stendur. En eitt mun losna eftir um það bil mán- uð. Manstu eftir ungfrú Lai frá Formósu? Hún ætlar að fara að gifta sig. Ó, það verða þá tvö herbergi, sem losna. Ég gleymdi því að hún ætlar að giftast ein- um leigjandanum hérna.“ Hún hló, en varð síðan aftur alvar- leg og spurði: „Geturðu ekki dvalið í gistihúsi herra Yee ofur- lítið lengur?" „Ég gæti það, en ég vil það síður." „Þú hefur þó ekki rifist við hann, er það?" „Nei, þvi fer fjarri. Við erum enn beztu vinir. Hefurðu séð Liu nýlega, frú Wang?" Chiang flýtti sér að víkja talinu frá herra Yee til þess að hún færi ekki að yfirheyra hann. „Ekki síðustu viku. Hann minntist á að fara til Mexicó; ef til vill er hann þegar farinn. Hann er eins og þú, of eirðar- laus. Viltu fá bréfin þín? Þau eru í skrifborðsskúffu í setustaf- unni. Þú getur komið með þau hingað og lesið þau meðan ég bý til te handa þér.“ Chiang sótti bréfin inn í setu- stofuna. Þetta voru þrjú bréf. Hann opnaði fyrst bréfið frá Tungumálaskólanum í Monterey. Það var fyrirspurn frá ráðning- arskrifstofunni um það, hvort hann hefði hug á að snúa aftur til skólans, ef starfsliðið yrði aukið aftur. Síðan var tekið fram i skyndingu, að þetta væri ekki atvinnutilboð heldur aðeins fyrirspurn. Chiang las bréfið tvisvar, og fannst þetta vera vinsamlegasta fyrirspurn, sem hann hefði fengið um árabil, sérstaklega þar sem hún kom á þeirri stundu, se;n gæfan virt- ist algjörlega hafa snúið við honum baki. Þrátt fyiir það, að þetta var aðeins fyrirspurn, jók hún honum bæði kjark og von, svo um munaði. Ef til vill var, eftir allt saman til Guð, sem fylgdist með hverju fótmáii manns, eins og Liu, guðleysing- inn, hafði verið að velta fyrir sér. Einhver guðleg vera, sem vó þjáningar og hamingju mann- anna á metaskálum; bætti við HUSQVARNA 2000 - Stillið á lit otj saumið - Það er þessi einíalda nýjung, sem kölluð cr „Colormatic", sem á skömm- um tíma hefur aukið vinsœldir HUSQVARNA 2000 til stórra muna. Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval mynztursauma er hœgt að velja með einu hand- taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt, í littim, á „saumveljara". HUSQVARNA heimilistœki, saumavélaí o. fl. eru þekkt hér á. landi í yíir 60 ár. Haía naíninu hér sem annarstaðar stöðugt vaxið vinsældir. íslcnzkur lciðarvísir fylgir hvcrri saumavcl. Kcnnsla cr innifalin í vcrðinu. Afsláttur vaittur gegn staðgrciðslu. Ef þcr komizt ckki til okkar til að kynna yður vclina, munum vér scnda sölumann til yðar cftir loknn, cf þcr búið í Rcykjavík cða nágrcnni. Uiuboðsincnn víða tnn lamiið. umiaí Sqógetmon k.f Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver« - Sími 35200 ofurlítilli hamingju, þar sem of mikið var af þjáningu og krydd- aði með korni af ógæfu þar sem of mikil gleði ríkti. Annað bréfið bar póststimpil frá Peking. Það var frá frænda hans og fyigdi ekki heimilisfang sendanda. Frændinn lýsti fyrst hinum miklu framförum, sem orðið höfðu í Rauða Kína á sviði menningar, vísinda og iðn- aðar; seinna í bréfinu álasaði hann Ameriku fyrir að halda eftir kínverskum námsmönnum og að lokum hvatti frændinn hann til að koma aftur eins fljótt og hann mögulega gæti og kvað stjórnina myndu bjóða hann velkominn með opnum örmum o. s. frv., o. s. frv. Chiang gat ekki varist hlátri. Liu hafði einu sinni sýnt honum bréf frá frænda sinum í Peking. Orða- lagið var nákvæmlega hið sama. Þriðja bréfið var frá herra Wei, sem var kennari við Tungu- málaskólann. Hann sagði Chiang frá þvi í trúnaði, að ráðningar kynnu að vera á næstu grösum og hvatti hann til að skrifa öll- um ráðamönnum við skólann, og þó enn frekar til að flytja til Monterey og biða þar færis, til þess að geta orðið á undan öll- um öðrum að grípa hrísgrjóna- skálina um leið og hún yrði lögð á borðið. „Já, ég held að það sé ljóð- urinn á ráði ykkar herra Liu,“ sagði frú Wang eg rétti henum tebolla. „Of eirðarlausir. Þið eigið að tryggja stöðu ykkar og koma ykkur fyrir. Herra Yee myndi áreiðanlega hjálpa þér áfram, ef þú vildir þiggja það. Hvað gerðirðu? Hvers vegna sagði hann þér upp?“ „Ég sagði þér frá því,“ sagðl Chiang. „Ég er lélegur einkarit- ari.“ Frú Wang hristi höfuð sitt með vanþóknunarsvip. „Þú ert of eirðarlaus. Ef til vill ættirðu að fá konu þína til þín. Hefurðu frétt frá henni nýlega?" „Það ættir þú að vita manna bezt, frú Wang. Öll mín bréf eru sendi hingað til þin.“ „Er þetta bréf frá Peiping frá konu þinni? Það er ekki skrif- að á það heimilisfang sendand- ans.“ Chiang dreypti á teinu og hugsaði með sér, hvort hann ætti áð segja frú Wang frá svik- um konu sinnar. „Já, það er frá konu minni,“ skrökvaði hann. „Ég held þú ættir að reyna að fá hana hingað." „Já.“ „Hvað ætlastu fyrir núna?“ „Ef til vill byrja ég aftur Framh. á bis. 36. FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.