Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 17
svo mikið af bókum á öllum heimilum. Ég held að lestrar- löngunin hafi ekkert minnkað. — Og þér finnst vænt um skruddurnar? — Ójá, ekki er því að leyna, það er ábyggilegt að mér þykir vænt um bækur og að hafa þær nærri sér er eins gott og að hafa marga manneskjuna hjá sér. En það er nú svona, ég get ekki verið hjálparlaus við þetta lengur. Ég hef alltaf vitað það, en nú fæ ég enn sterkari staðfest- ingu á þessari rótgrónu umönn- un, þegar gamla konan sýnir mér í skápana og strýkur kilina hrukkóttri hendi, eilítið skjálf- hent, en blítt eins og móðir gæli við barn. Löngum hefur það verið sið- ur Jóhönnu að lána aldrei ó- bundna bók. Þó mun hún ein- staka sinnum hafa lánað nán- ustu vinkonum sínum hefti af Eimreiðinni eða nýútkominn Morgunn. Það taldi húij að vissu leyti nokkurt trúnaðar- brot, en þó sæla synd, þess vegna dirfist ég að segja frá því. Utan um hverja nýja bók lét hún venjulega sterkan, brúnan pappír svo bókin skitnaði síð- ur í meðförum, og þeim sið hef- ur hún ávallt haldið. En ný at- höfn hefur bætzt við: Fyrst tek- ur hún hlífðarkápuna utan af, síðan setur hún utan um bókina sterkan umbúðapappír, og hlífð- arkápan frá prentsmiðjunni kemur svo yzt fata. — Hvers vegna? — Það er sjónin. Ég þekki bókina strax af kápunni. Þegar ég lána bók tek ég hlífðarkáp- una af og geymi hana. Þegar bókin kemur inn aftur læt ég kápuna aftur á. Á lausu kápun- um sé ég strax hvaða bækur eru úti, ef ég man það ekki. Annars get ég vel lesið stóra letrið, en það er bezt og fljótlegast að þekkja kápurnar, sérstaklega ef það eru myndir á þeim. Dagurinn hafði liðið allt of hratt. Og nú þarf ég að fá meira að borða. Jóhanna nær í ávaxta- dós og skálar. Það duga engin mótmæli frá minni hálfu. — Þau senda mér þetta börn- in, segir hún, þau eru ósköp hugulsöm. Stuttu síðar kveð ég þennan elzta bókavörð landsins, trú- lega þann elzta frá upphafi vega. — Vertu blessaður, Bjössi minn, og þakka þér fyrir kom- una. En það er orðið svo ósköp dimmt og þú sem varst alltaf svo myrkfælinn. Og á heimleiðinni gegnum þykkt haustmyrkrið, þar sem ég gat fundið vofur og skottur æsku minnar þrengja sér gegn- um rúður bílsins, starandi stór- um tómlátum augum, datt mér í hug dásamlega erindið hans frænda míns, sem mamma kenndi mér og sagði aB ég skyldi hafa yfir, ef mér fynd- ist eitthvað óhreint vera á sveimi, sem mér fannst oft og tíðum, þegar ég varð að pauf« ast einn yfir holt og mýrat milli Valdaráss og Víðidals* tungu. Og eins og ósjálfrátt las ég hægt tvisvar — þrisvar — Drottinn vakir, drottinn vakir. daga og nætur yfir þér, blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í skauti sér. Allir þó þér aðrir bregðist 1 aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, drottinn vaki? daga og nætur yfir þér. Og það er greinilegt aðí myrkrið er ekki eins þykkt* Bjarmi nýrrar og gamallar vin* semdar lýsir það upp. Og ég þakka sjálfum mér fyr> ir að hafa eytt þessum degi bet> ur en hefði getað orðið. Það var verið að tala um afkvæmi frægs kvikmynda- leikara í Hollywood, og viðtal- ið átti að koma i barnablaði. — Áttu nokkur systkini? — Nei, en ég á þrjá pabba með henni mömmu og fjórar mæður með honum pabba. ~K — Mamma, hvað er stat- isti? — Það er maður sem stend- ur bakatil á' leiksviðinu og fær ekki að segja neitt. — Nú, alveg eins og hann pabbi. — Er ég sá fyrsti sem hef beðið þig um koss? — Já, það get ég svarið. Hinum datt ekki í hug að spyrja. &et~ Og svo var það hann Púlli sem sagði: Kona getur oft verið manninum stoð og stytta í áhyggjum og and- streymi sem ókvæntu menn- irnir verða aldrei fyrir. Maður nokkur, sem var fljótfær og átti til að mis- mæla sig herfilega auglýsti eftir ráðskonu, enda var hann orðinn ekkill. Tók hann fram að ráðskonan yrði að vera barngóð og lagin að búa til mat. Ung og myndarleg stúlka kom og sótti um stöð- una. Og maðurinn spurði: — Eruð þér matgóð og lag- in að búa til börn? Svo bar til í Englandi að stórbruni varð í smábæ ein- um. Slökkviiiðið réði ekki við neitt af þvi að það var frosið í öllum vatnskrönum. Málið var tekið fyrir í bæj- arstjórn, og gekk illa að finna nokkurt ráð við að af- stýra því að slikt kæmi fyrir aftur. Loks bar einn snilling- urinn fram svohljóðandi til- lögu: — Ég legg til að vatnskran- arnir séu athugaðir þrem dögum fyrir hvern eldsvoða. -K FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.