Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 13
Kvöldið var enn ungt, er þau héldu til glæsihallar Lord Corbetts í Marbella á suður- strönd Spánar. En eftir það gátu jafnvel ekki slúðurdálk- arnir sagt neitt af högum hjónanna, fyrr en þau komu til Englands skömmu seinna. í dag situr Lord Arthur einn og yfirgefinn í glæsihöllinni í Marbella. Að vísu hefur hann sér til samlætis 7 hunda, 5 ketti, ótal endur, broddgelti og önnur kykvendi, sem hann hef- ur safnað þar að sér. En þau megna varla að fylla auða sætið hennar April. — Arthur tekur dýragarð- inn sinn fram yfir félagsskap minn, fullyrti Lafði Corbett áður en henni var vísað frá Rómaborg. — Við tölum oft saman í símanum og það er alveg nóg fyrir okkur að sjást endrum og eins. Hann veit, að ég verð að vinna ötullega til að ná árangri í starfi mínu, og hann skilur mig. Við vitum ekki um tilfinn- ingar Lord Corbetts. En hann afsalaði sér mörgu til þess að geta eignast fegurstu konuna, sem hann hafði nokkurn tíma kynnzt. Meðal annars skildi hann við fyrri eiginkonu sína. Eleanor Boyle og þrjú mann- vænleg börn, til þess að geta kvænzt April. Hin dularfulla, 28 ára gamla kona, með hnetubrúnu augun, dregur að sér athygli karl- manna hvar sem hún kemur. Það er til marks um fegui’ð hennar, að í hófi miklu, sem haldið var í Englendinganý- lendunni í Róm, skömmu eftir ^ komu hennar þangað árið 1963, var viðstöddum skyndilega op- inberuð hin sérstæða saga hennar. Nokkur augnablik héldu allir, að úr þessu yrði eitt allsherjar reginhneyksli, en karlkyns þátttakendum veizl- unnar tókst að viðhalda rósemi sinni og kepptust jafnvel enn meir við að votta henni aðdá- un sína. Hún hefur þegar leikið í nokkrum kvikmyndum. M. a. lék hún kínverska stúlku í. „Road to Hong-Kong“ með Bing Crosby og Bob Hope, þrátt fyrir það að hún var hæzt af öllum leikurunum. Hæð hennar hefur orðið ýmsum þyrnir í augum, ekki sízt tízku- kónginum Emilio Schubert, sem segir: „Lafði Corbett er ekki aðeins hefðarkona. Hún er jafnfram hin fullkomna sýn- 1 ingarstúlka. En þótt ég hafi mikla löngun til að ráða hana, þá get ég það ekki. Allar mín- ar sýningarstúlkur eru miklu lægri en hún.“ Þrátt fyrir það, hefur hún, eins og áður er getið starfað bæði sem sýningar- stúlka, fyrirsæta og fleira fyrir tízkuhús, sjónvarp og auglýs- ingar. Federico Fellini varð að orði eftir að hafa kynnzt Lafði Corbett: „Ég bjóst við að hitta einn af þessum venjulegu „kvenklæddu karlmönnum“ en í stað þess stóð ég augliti til auglitis við óvenjulega töfrandi konu. Það er ekki óhugsandi, að ég bjóði henni hlutverk í næstu kvikmynd minni. Karlmaður varð að konu. Við getum sennilega aldrei vanizt þeirri hugsun að fullu. Hvílík- ar flækjur, sálrænar jafnt sem líkamlegar, hlýtur það ekki að hafa í för með sér? Getur Lafði Corbett í raun og veru borið sömu tilfinningar í brjósti til karlmanns og aðrar konur? Mun hún nokkurn tíma finna hjá sér hvöt til að skapa heim- ili og fjölskyldu og löngun til að eignast börn? Lafði Corbett segir sjálf: — Ég er hræðilega feimin og hlédræg þegar karl- mennirnir stíga í vænginn við mig. Ég verð oftast algerlega úrræðalaus og verð þá að æsa upp í sjálfri mér ofsareiði til þess að geta haft kringumstæð- urnar á valdi mínu. Fyrir eigi alllöngu hóaði ég í leigubíl, sem ók hægt framhjá. Lagði hann leið sína út úr borginni. Skyndilega uppgötvaði ég, að þetta var alls enginn leigubíll heldur einkabifreið og bílstjór- inn slóttugur kvennabósi. Ungi maðurinn vildi ekki skilja, að ég kaus heldur að fara heim í mitt eigið rúm og beitti allri sinni fortölulist. Þá reiddist ég, og varð að stilla mig til þess að skelia ekki upp úr, þegar hann sneri bílnum umsvifa- laust og ók á fullri ferð til borgarinnar aftur. Ég hafði á augabragði vakið slíka lotn- ingu hjá bílstjóra mínum, að heitasta ósk hans var sú, að koma mér heim eins fljótt og unnt var. Menn skyldu ekki hefja ástasamband við aðila af hinu kyninu, nema þeir hafi þekkt hann lengi. Hjá litlum, frumstæðum negraflokki í S- Afríku tíðkast sex mánaða trú- lofun og það finnst mér miög skynsamleg ráðstöfun — og allmiklu siðmenntaðra en sá háttur, sem hafður er í okkar nýtízkulega þjóðfélagi. Þetta er lafði Corbett, hinn fyrrverandi háseti. Hún er ágætis sýningarstúlka. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.