Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 41
8oo kránur £ veröl.
AF
Það voru margir með mjög háa stigatölu í 12. umferð,
langt yfir 500 stig, en sá var gallinn á, að ýmist voru orðin
fáránlegur tilbúningur eða réttrituninni eitthvað ábóta-
vant, svo að þær lausnir gátu ekki komið til greina.
Verðlaunin:
1. verðlaun, kr. 500,00, hlýtur Bergur Ingimundarson
Melhól, Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu, 471 stig.
Lausn Bergs: jólavasi — óvanari — lasnari — alvarins
— sjóvanar — visnara — einvala — iljar — naslar —
alvarins — risana.
2. verðlaun, kr. 200,00, hlýtur Jóhann Sigurðsson, Tún-
götu 10, Siglufirði, 448 stig.
Lausn Jóhanns: jólavasi — óvanari — lasnari — alvanir
— salerna — vanaslór — einvala — iljar — nasar — al-
vanir — risna.
3. verðlaun, kr. 100,00, hlýtur María Haraldsdóttir,
Spítalavegi 15, Akureyri, 405 stig.
Lausn Maríu: jólavers — ólesnar — Ijósvana — alvanir
— sjóvanar — visnara — einvala — iljar — njólar —
alvanir — rósaval.
Næsta þraut
Næsta lykilorð er ÓLÍKLEGA. Nýjum þátttakendum
skal bent á að aðalreglan er sú að aðeins má nota þá stafi
sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en
þá er að finna 1 lykilorðinu.
Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur
heimatilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi
réttritunarreglum.
O"' SAMT.
\ \ \
> N \ \ \ \
\ S. \ N \
\ \
X V M \ \
V \ \
V \ \ \
Samtals:
Nafn: ........................................
Heimilisfang: ..............................
Verðlaun:
Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00,
200,00 og 100,00. Ef margir ná sama stigafjölda verður
dregið um verðlaunin. Frestur til að skila lausnum er
þrjár vikur. Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 4.
Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411.
*
• Aika
Framh. af bls. 37.
Honum höfðu verið greiddir
fimm þúsund dalir fyrir að sofa
hjá konu. Þegar hann snæddi
kvöldverð í nafnlausa veitinga-
húsinu, lagði hann lag sitt við
fólkið þar og það tók honum
eins og bróður. Dorris, konunni,
sem Liu hafði kallað Jane
Russel, virtist geðjast mjög vel
að honum og þau ræddu oft
saman löngum stundum yfir
flöskunni, sem hún bar með sér
í pilsstrengnum. Á meðan þau
drukku saman, sagði hún Chi-
ang frá ritstörfum sínum.
Stundum hafði hún yfir ljóð eða
dró upp blaðsíðu með upphafi
af smásögu, sem hún var að fást
við og las það jyrir Chiang.
Hún lét stöku sinnum hrein
skilnislega í Ijós undrun sína
á þvi, hvers vegna Chiang hefði
engan áhuga á henni líkamlega
og bauð honum oft að koma með
sér heim, honum að kostnaðar-
lausu, en Chiang afþakkaði jafn-
an boðið. Og síðan héldu þau
áfram að vera vinir á bók-
menntalegum grundvelli. Hún
trúði Chiang fyrir því, að eng-
inn gæti framfleytt sér á þeirri
atvinnu, sem hún stundaði og
hún myndi láta af henni strax
og sögur hennar færu að seljast.
Til þess að leggja eitthvað til
málanna, sagði Chiang henni í
staðinn frá ávísuninni og hvern-
ig hann hefði unnið fyrir henni
og að hann myndi kveikja í
henni strax og hann fengi vinnu.
I sælli ölvímu komust þau síðan
að þeirri niðurstöðu, að þau
ættu bæði að láta af hinu synd-
uga líferni og leita fegurðar
hinnar sönnu ástar.—
Það var laugardagur. Chiang
fékk skeyti frá Tungumálaskól-
anum, þar sem honum var gert
að mæta til vinnu eftir viku.
Framtíðarstaða. Stig GS 7, árs-
laun 4.660.00 dalir. 1 skeytinu
stóð einnig, að ef hann sæi sér
ekki fært að taka boðinu, væri
hann beðinn að hafa samband
við ráðningarskrifstofuna án taf-
ar. Chiang las símskeytið þrisvar
sinnum yfir. Það var svo óvænt
að honum virtist 'það skemmti-
legasta lestrarefni, sem honum
hefði borist í hendur árum
saman. Það var eins og þung-
búnum óveðursskýjum hefði
skyndilega verið sópað af himn-
inum og sólin væri aftur tekin
að skína eftir langan gráviðris-
kafla. Hann skrifaði strax svar-
bréf og staðfesti, að hann myndi
mæta til vinnu næsta miðviku-
dag, fimmtánda desember.
Hann hringdi til frú Wang
og sagði henni hinar gleðilegu
fréttir en hún bauð honum þá
til kveðjumáltíðar á mánudags-
kvöld. Þá velti hann því fyrir
sér, hvort hann ætti að hringja
til herra Yee og kveðja hann.
Ef til vill væri betra að skrifa
honum fáeinar línur frá Monter-
ey; símtal gæti orðið hálf vand-
ræðalegt. Þar að auki átti hann
á hættu, að Aika svaraði í sim-
ann. Síðastliðna mánuði hafði
hann reynt að gleyma henni með
hverjum þeim ráðum, sem til-
tækileg voru, en með litlum ár-
angri. Hann trúði því, að tíminn
myndi að lokum lækna hann af
þessari ásókn, svo framarlega
sem hann heyrði hana hvorki
né sæi.
Hann hélt til nafnlausa húss-
ins og ætlaði að snæða þar kvöld-
verð. Það var enn of snemmt,
en hann fiugsaði með sér, að
hann gæti eins borðað snemma
og átt síðan ánægjustund yfir
stóru glasi af portvíni á eftir.
Dorris var í matsalnum þegar
hann kom og sat á tali við
nokkra sjóliða i einum básnum.
Hún var í hvítri peysu og gráu
pilsi og stuttum, kínverskum
slopp úr glitklæði utanyfir Þegar
FALKINN
41