Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 24
skrásett fyrir öll ríki Bandaríkjanna. Nokkur blöð komust á snoðir um þessa einkaleyfisumsókn mína og var meðal annars skýrt frá henni í Popular Mech- anics og fleiri tímaritum er fjalla um tækninýjungar. Á sama tíma sótti ég um einkaleyfi á sérstökum lendingar- palli fyrir þrýstiloftsflugvélar. Ég fékk einkaleyfið staðfest, en bandaríski flug- herinn tilkýnnti mér síðar að sviþuð hugmynd hefði áður komið fram. Þessi pallur, sem ég hafði teiknað, var ætl- aður fyrir stórar og þungar þrýstilofts- flugvélar, sem geta farið lóðrétt upp. Mitt einkaleyfi gildir ennþá og hefur herinn óskað eftir því, að mega eiga forkaupsrétt á þessu fyrirbæri. Hins vegar er það svo, að enn hafa ekki verið teknar í notkun svo stórar og þungar þrýstiloftsflugvélar, að þær hafi not fyrir slíkan lendingarpall. Ég hef líklega hlaupið nokkrum skrefum of langt fram í tímann.“ „Eftir að ég kom heim til íslands 1960 hélt ég áfram að gera teikningar af nýjum og nýjum flugtækjum, sem byggð eru á þessu sama lögmáli Ég hófst handa um að smíða eitt slíkt, sem fremur var þó í líki bíls en flug- vélar. Ég fékk nokkurn peningastyrk fyrir velviljá og skilning núverandi flugmálaráðherra, og fyrir þá upphæð gat ég keypt tvo hreyfla í Bandaríkj- unum. Sjálfur lagði ég fram peninga fyrir efni í grind og annað er til þurfti. Ég fékk inni í braggahrófi á Reykja- víkurflugvelli og þar varð gripurinn til á tveimur mánuðum. Ég reyndi þetta tæki og í fyrstu gekk allt á afturfótun- um. Með lagfæringum og endurbótum tókst mér að koma því á loft. Það lyft- ist um hálfan til einn metra og bar alls ekki 760 kílógrömm. Þá reikna ég með hreyfla og allt sem þeim fylgdi. Hreyflarnir voru reyndar gamlir flug- vélahreyflar og tíu sinnum þyngri en hreyflar, sem nú er hægt að fá og fram- leiða jafn mikla orku. Á þennan ,,flug- bíl“ minn vantaði öll stjórntæki Ég þurfti að tjóðra hann niður og gera ýmsar ráðstafanir til að hann færi ekki á hliðina. Samt sem áður tókst mér með þessu að sanna, að lögmál það sem ég hef byggt allar mínar hugmynd- ir á, fær staðizt. Ég hafði enga peninga til að halda þessum tilraunum áfram og endalok ,,flugbílsins“ eru satt að segja raunaleg. Ég fékk aldrei frið með hann í braggaskriflinu og var síðan rekinn með hann út. Ég gat hvergi komið honum fyrir, honum var fleygt út úr bragganum og hann er nú löngu ónýtur. Til að vihna að slíkum verkefnum, þarf góða aðstöðu og mikla peninga. Ég hafði hvorugt, en vildi að- eins sýna og sanna sjálfum mér og öðrum, að hugmyndin var og er fram- kvæmanleg.“ „Ég varð að leita mér að atvinnu eftir heimkomuna og fékk starf hjá Hitaveitu Reykjavíkur þar sem ég hef unnið að teikningum og útreikningum í sambandi við hitaþörf húsa og fleira. Ég hef haft lítinn tíma til að vinna að aðaláhugamálinu og svo er ég ennþá að fást við að mála.“ „Á síðasta ári sendi ég bandaríska hernum nýjustu teikningar mínar og útreikninga, og er þar um að ræða all- stóra flugvél. Þar er sama lögmálið og áður. Nú skömmu fyrir áramót fékk ég bréf þar sem mér var tjáð að mikill áhugi væri fyrir þessu máli og að sér- stök vísindadeild innan hersins væri að rannsaka og gera athuganir á þess- um teikningum, en flugvélina nefni ég EE-17N. Herinn hefur gefið vélinni sér- stakt einkennisnúmer, þar eð viðkom- andi deild hefur verið falið þetta verk- efni og hugmyndin er komin á verk- efnaskrá hersins. Það er óhemjumikið verk að rannsaka hugsanlega flugeigin- leika slíkrar vélar. Frá mér fær herinn aðeins frumteikningar og hráa lýsingu á þeim atriðum, sem ég tel máli skipta. Þeir hafa einnig tekið til athugunar teikningar af annarri vél sem ég kalla EE-19S.“ ,,Þá komu hingað til landsins nokkru fyrir síðustu áramót tveir menn frá Hawker Siddeley-flugvélaverksmiðjun- um í Bretlandi. Ég gerði þeim grein fyrir þessum sömu hugmyndum mín- um og sýndi þeim teikningar. Þeir létu einnig í ljós mikinn áhuga. Sama er að segja um Lockheed-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum. Þar er einnig verið að athuga teikningar eftir mig og þeir hafa óskað eftir nokkrum fresti þar til þeir taka ákvörðun hvað gera skuli. Þeir vilja fá mig í vinnu.“ „Hver árangur af þessu verður, veit ég ekki. Hins vegar ber að gæta þess, að ákvörðun um smíði nýrrar flugvélar er ekki tekin á einni svipstundu. Það eru þúsundir atriða, sem þurfa ná- kvæmrar athugunar við. Það þarf að gera útreikninga og tilraunir og kostn- aðurinn er gífurlegur. Ég tel mig hafa náð nokkrum árangri, þegar þessir þrír aðilar hafa nú ákveðið að gera ná- kvæma athugun á þessum teikningum. Það eitt kostar mikla vinnu og pen- inga.“ „Það er kannski ástæða til að skjóta því hér inn í, að fyrsta árið, sem ég var í Bandaríkjunum, vildu Sikorsky- verksmiðjurnar kaupa einkaréttinn af mér fyrir 1800 dali. Ég vona að ég hafi gert rétt, þegar ég hafnaði tilboðinu.“ „Þá held ég að það sé tími til kom- inn, að ég reyni að lýsá í grófum drátt- um þessu lögmáli, sem mér hefur orð- ið svo tíðrætt um. Hugmyndin byggist á því, að tveir jafn ,,stórir“’ kraftar „vinna“ á væng hvor á móti öðrum, og valda því að vélin fer beint upp (þ. e. lóðrétt flugtak án þess að hreyfl- ar vélarinnar snúi upp). Síðan með því að hagræða legu hreyfla og vængja, þar á meðal að breyta skurði á skrúf- um, er vélin knúin áfram og getur hún náð miklum hraða þar eð vængir á slíkri vél þurfa ekki að vera stórir. Menn eru kannski engu nær eftir þess- ar útskýringar, en þær verða að nægja. Betur er ekki hægt að gera, nema með allflóknum útreikningum og dæmum.“ „Þetta er saga mín í stuttu máli. Tíminn mun skera úr um það hvort þessar hugmyndir verða taldar nýtileg- ar, eða þeim varpað fyrir borð. Sjálfur hef ég auðvitað trú á því, að þær stand- ist í raun og að smíðuð verði flugvél samkvæmt þeim. Ég verð þó að segja það, að ég er óánægður með þann litla hljómgrunn, sem þessar tilraunir min- ar hafa hlotið hjá íslenzku flugmála- stjórninni, þrátt fyrir þau meðmæli, sem ég hef fengið hjá mönnum, er hafa vit á þessum hlutum. Það má vera að þeir ágætu menn telji þetta allt hreina Líkan af einni af flugvélum Einars. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.