Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 15
Jóhanna Björnsdóttir, 95 ára 9. desember 1963. Hennai' mun fyrst vera getið um miðja 13. öld, þegar Jón járnbúkur sat staðinn. Síðan var hann aðsetur margra ríki- látra höfðingsmanna, sem hér verða ekki taldir, en einn hinn svipmesti og kunnasti þeirra var Páll lögmaður Vídalín. sem m. a. er kunnur fyrir þátt sinn í jarðabókinni, auk þess sem hann var skáld gott. Mun hann hafa skynjað lífið og reynt með augum sjáandans, eins og þessi vísa hans ber með sér: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum stað en ólög fæðast heima. Búvafstur, embættisannir og misvindasamt heimilislíf hafa kennt honum margan sann- leika. Síðar bjó í Tungu alnafni hans, sem var þingmaður Hún- vetninga um sinn. Hafði þá sama ættin setið staðinn eða átt hann, lengur en vitað er um aðrar jarðir í Húnaþingi, eða um fimm aldir. Síðar komst helmingur eignarinnar í eigu Einars Benediktssonar skálds. Þann hluta keyptu þau hjónin Teitur Teitsson og Jóhanna Björnsdóttir árið 1904, en Ein- ar tók veiðiréttinn undan En laxveiði hefur löngum verið mikil í Víðidalstungu, bæði í Víðidalsá og Fitjaá. En nú er Jóhanna komin með kaffið. — Var ekki jörðin dýr, hvað gáfuð þið fyrir hana? — Átta þúsund krónur, jú, það þóttu víst miklir peningar, en hann kom hingað aldrei til að veiða, ekki man ég það. Séð heim að bænum í Víðidalstungu. — Sástu þá Einar aldrei? — Ojú. Hann kom þá að Marðarnúpi með föður sínum. Þetta var myndarlegur mað- ur, en hann var eitthvað kennd- ur. Ég man að hann vildi ekk- ert borða nema hrátt hangikjöt. Jóhanna er vel ern. Að vísu er heyrn og sjón töluvert farin að bila, en skýrleiki í hugsun og furðugott minni verður til þess, að það teygist úr spjalli okkar, og smám saman verð ég nokkru vísari um það, sem mig langar til að vita. — Það var með alduiýnn? — Já, ég fæddist 9. desem- ber 1868. — Svo þú ert bráðum 97 ára gömul. Það eru ekki margir sem ná þeim aldri, með jafn lítt skertum sálarkröftum. — O, þetta er ekkert. Mér hefur bara liðið vel. Og ekki er ég eina gamla manneskjan í sýslunni, hún Margrét á Litla- bakka er eldri, víst heilu ári. Ég held hún vinni mikið enn- þá. Svo er það hann Jónas Bjarnason á Blönduósi, eitt- hvaðhvað er hann eldri. [Hann dó á 100. aldursári eftir að þetta viðtal átti sér stað.] — Er gamalt fólk í ættjnni? — Föðursystur mína vantaði þrjá mánuði í 100 ár. Það var hún Guðrún á Kringlu, langamma Sigfúsar í Heklu (Bjarnasonar). Föðursystkini mín urðu flest gömul. Svo varð systir hans Teits líka hundrað ára. Hún varð úti í Ameríku. Það var Rósa, Rósa Teitsdóttir. — Ávinningur? — Jahá, því ekki það. Það er það auðvitað að sumu leyti, ef maður getur fylgzt með. Það er gaman að vita um allar framfarirnar. Og líðan fóilcsins er alltaf að skána, að minnsta kosti svona á efra borðinu. Fólk getur svo margt núna. En það er kannski ekkert á- nægðara, Ég veit það ekki. Ég fylgist ekki nógu vel með til að vita það. En það er gaman að vita um þá sem líður vel. Það áttu svo margir bágt í gamla daga. — En hefur fólkið versnað við batnandi hag og bættar að- stæður? — Ætli það sé ekki upp og ofan. Þó held ég það geti varla verið. Ég hef aðeins gott til minna barna að segja, og lengra nær mín vissa ekki. Kannski eru sum börn slæm, ég veit það ekki, en harkan var meiri í gamla daga. Ég held að of mik- il harka geri fólkið verra. Það var erfitt fyrir börnin að fara labbandi um allar trissur, að elta hross og kindur og hvergi neinar girðingar. Það gátu far- ið í þetta heilu dagarnir. Ég held það þýddi ekki að bjóða börnunum núna upp á svoleið- is hlaup. — Svo hikar gamla konan við, og segir snöggt um leið og hún hellir í bollann minn eilítið skjálfhent: Hnei, það hefur víst ekki versnað, fólkið. — Hvar ertu fædd og uppal- in, Jóhanna? — Fædd er ég í Gröf í Viði- dal. Þar fæddist líka Guðmund- FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.