Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 30
TINA Fyrrverandi eiginkona ONASSIS gerist ensk mark- greifafrií Dóttur skipaútgerðarmannsins er Onassis skildi við vegna Mariu Callas, hefir tekizt stökkið úr auðmannastéttinni inn í aðals- mannastéttina með prýði. Seinna mun hún erfa titilinn Hertogafrú af Marlborough og drottna yfir Blenheimkastala, sem í eru 185 herbergi. Hin unga, fagra Markgreifafrú af Blandford hefur alla ævi verið dáð og tilbeðin innan auðmannastéttar- innar og hins alþjóðlega hrings frægra og virtra nafna. Auður og allsnægtir hafa ávallt verið henni sjálfsagðir hlutir — fyrst sem dóttur hins gríska milljónamærings Stavros Livanos og síðar sem eiginkonu Aristoteles Onassis, sem einnig telst meðal auðugustu manna heims- ins — og þeirra sem mest er rætt um. En nú hefur hún líka fyrir löngu lagt Monte Carlo að baki sér og hefur tekið við nýju hlutverki — hlut- verki bóndakonunnar! segir maður hennar, markgreif- inn af Blandford, brosandi. Þetta hljóta að vera geysileg umskipti fyrir þá Tinu, sem lifði áður æsandi lífi á stöðugri ferð milli höfuð- borga heimsins og hinna vinsælu iþrótta- og skemmti- staða í Svisslandi, Ameríku og á Rivieraströndinni, er hún var gestgjafafrú á glæsilegri skemmtisnekkju. Hún verður að byggja frá grunni nýja tilveru, sem grund- vallast á allt öðrum hæfi- og eiginleikum en sú fyrri. Hún þarf nú að umgangast menn og konur af göfug- ustu ættum Englands. Fólk, sem er sér meðvitandi um ættgöfgi sína og er oft mjög hlédrægt. Margt af því eru nánir vinir ensku konungsfjölskyldunnar. Á myndum, sem birzt hafa af hinni nýju Tinu, má þegar greina hina ensku markgreifafrú. Þykk og þægi- leg tweed-föt og lághælaðir, hentugir skór er sá klæðn- aður, sem hún sést oftast í. Víð og hlý úlpa hylur glæsi- legan líkamsvöxtinn, sem áður birtist í djarflega sniðn- um módelkjólum frá dýrustu tízkuhúsunum í París og Róm Sjálf segist hún elska þetta líf og að það sé dásam- legt að búa í sveit. Henni hefur líka vegnað vel. Grunsamlega vel, segja hinir illgjörnu. Svo vel, að auðvelt væri að líta á það sem ögrun og meðvitaða sjálfs- upphefð gagnvart manninum, sem brást henni. Hún hefur fengið stöðu í metorðastiga aðalsins, og tignarnafnbót, sem fyrri eiginmaður hennar hefði ekki getað keypt fyrir allan sinn auð. Og í fyllingu tímans mun hún öðlast enn hærri metorð sem Hertogafrú af Marlborough og verð- ur þar með tengd einu sögufrægasta nafni Eng- lands. Ef til vill verður þess ekki langt að bíða. Tengdafaðir hennar, hinn voldugi hertogi af Marlborough, ríkir enn í Blenheim kastala, en hann hefur verið mjög einmana þar, síðan eigin- kona hans dó fyrir nokkrum árum. Hann hefur nú keypt jarðeignir á Jamaica. Þegar Tina tekur við stjórn Blenheim kastala, mun hún hafa um nóg að hugsa. Höllin er sú stórfenglegasta í öllu Englandi, með 185 her- bergjum og 20 reykháfum, sem eru svo háir, að sótararnir komast ekki yfir að hreinsa fleiri en tvo yfir daginn. Þeir, sem hafa þann starfa, að hreinsa og ganga frá hinum stóru eldstæð- um eru að því allan morguninn til hádegis. Og starfsfólkið sem þvær gólfflisarnar í kjöllurun- um, slitur á þeim tveim tylftum gólfskrubba áður en það -hefur lokið verki sínu. Saga hallarinnar hefst á tímum Önnu drottn- ingar. Upprunalega var Blenheim ætluð sem þjóðlegur minnisvarði um Johp Churchill, fyrsta hertogann af Marlborough, til minningar um sigur hans á Frökkum við Bleinheim árið 1704. Hún er eins og ensk Versalahöll með súlum sínum og hliðarálmum, sölum með dýrðlegum málverkum eftir gamla meistara og feiknarlegt safn listmuna og húsgagna. En Blenheim er ekki aðeins sérstæð sem bygging. Umhverfið og staðsetning hallarinnar í því er sömuleiðis einstakt i sinni röð. „Vér (þ. e. a. s. enska konungsfjölskyldan) eigum ekkert, sem kemst í hálfkvisti við þetta,“ sagði 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.