Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 21
UMHYGGJA EIGINKONUNNAR LUIASAGAN ^ EFTIR \J- WILLY BREINHOLST VEIKINDI eru nokkuð, sem leggst þungt á alla. Ekki hvað sízt á Maríönnu. Þær eru ekki litlar áhyggj- urnar, sem hún gerir sér í hvert skipti, sem ég verð veikur einn dag eða svo. Eins og núna um daginn. Ég get kannski bezt gefið yður hugmynd um við hvað ég á með því að hafa eftir nokkrar af þeim setningum, sem ég heyrði til hennar og hún hafði eftir sjálfri sér þann daginn. Það byrjaði með því að hún hringdi í lækninn: — Það er vegna mannsins míns lækn- ir, sagði ég hikandi. Ég veit ekki hve alvarlegt það er, en þér verðið endi- lega að koma eins fljótt og þér mögu- lega getið, því maður veit aldrei hvern- ig svona nokkuð þróast. . .. Honum er illt í höfðinu ... eða maganum. ... Hann á dálítið erfitt með að staðsetja það, en hann vill ekki taka til sín nær- ingu og ... Já, þakka yður fyrir lækn- ir, ev þér komið samt eins fljótt og þér getið? Og tíu mínútum síðar: — Sjáðu nú bara hvað ég kem með handa þér vinur minn. Hafrasúpu og eggjamjólk. Svona borðaðu nú þetta. Heyrirðu það! Ég hef lagt hart að mér við að búa til hafrasúpuna á þann hátt, að þú getir alls ekki fundið að það sé hafrasúpa. Það er jarðarberjasaft sam- an við hana. Þú getur að minnsta kosti etið eina skeið. Nú drekktu þá eggja- mjólkina. Ég læt það ekki viðgangast að þú borðir ekki neitt. Síðustu fjórtán dagana, sem hann Viggó frændi tórði vildi hann heldur ekki ... Svona nú. Ef ég held undir kollinn á þér á meðan þú ... Má ég sjá í þér tunguna? Ef það er gulusótt, getur. maður séð það á tungunni, en ég man bara ekki hvernig hún á að vera á litinn, ef það ER gulu- sótt. Liggur einhver þungi yfir augun- um, eins og þér finnist ennið þrengja að heilanum? Þegar Emma frænka lá í heilahristingnum, var alltaf eins og þungi ... Þú ert viss/um að þú hafir ekki gengið á ljósastaur eða fengið múr- stein í höfuðið, nema að þú ... Já, já vinur minn, ég skal láta þig í friði. Og tíu mínútum síðar: — Já, ég vildi gjarna hafa tal af lækninum. Er hann farinn? Það var ágætt, en hann verður að flýta sér, vegna þess að ég veit ekki mitt rjúk- andi ráð. Maðurinn minn liggur alltaf í ein'hverju undarlegu móki og svarar ekki, þegar hann ... Ég er hrædd um að það sé vírus eða baktería eða eitt- hvað þess háttar ... Hann veifar hönd- unum hvað eftir annað út í loftið, svo undarlega, eins og hann vilji banda einhverju frá sér ... Og tíu mínútum síðar: — Já halló. Ert þetta þú Lisbeth? Því miður getum við ekki komið í kvöld, því maðurinn minn er orðinn veikur. Við vitum það nú ekki ennþá, en búumst við lækninum á hverju and- artaki. Það er aldrei að vita, en það væri hræðilegt. Er hann hvað? Hafði hann slæma verki með því? Það er ná- kvæmlega eins með manninn minn, hann finnur hvergi til ... Og var það greint þannig já . .. Það er hræðilegt. Hvar verður hann jarðaður? Hugsa sér barasta! Já og maður á bezta aldri ... Jæja, en sem sagt: Við getum ekki komið, Lisbeth. Veikindin eru herra mannsins. En við bíðum og sjáum hvað setur. Ég vona í öllu falli að þeir leggi hann ekki á einmenningsstofu. Það er eins og taka vonina af mönnum fyrir- fram, eða finnst þér það ekki? Ég á við .. . Þá veit maður allavega á hverju maður getur átt von . .. Tíu til fimmtán mínútum síðar: Ég þoli ekki að sjá þig liggja svona og lesa blöðin. Ef það er eitthvað að höfðinu geturðu ofreynt í þér augun. Nú tek ég öll þessi bjánalegu blöð af þér og dreg fyrir gluggana, svo hér verði dimmt og reyndu svo að sofna dálítið, eða ... Heyrðu! Þú hefur ekki hreyft við hafrasúpunni. Á ég að gefa þér linsoðið egg? Eða smyrja handa þér kex? Nei, heyrðu nú mér! Ég vil ekki hafa að þú liggir með fæturna undan sænginni. Það hækkar í þér hitann. Þegar afi gamli var skorinn upp við nýrnasteinunum, fékk hann lungnabólgu í bæði lungun vegna þess að hann lá með fæturna undan sæng- inni ... Finnurðu annars nokkuð til i nýrunum? Það veit ég ekki. Eru þau ekki vinstra megin? Eða er botnlang- inn þeim megin? Finnurðu annars nokk- uð til, þegar þú þrýstir á botnlangann? Ég ætla rétt aðeins að hringja til mömmu og spyrja hana hvoru megin nýrun eru í manni ... Og við förum nokkrar mínútur fram í tímann. — Það var gott að þér komuð læknir. Hann liggur þarna inni. Ég er búin að hringja að minnsta kosti sex sinnum og Framh. á bls. 36, FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.