Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 4
KOMA HINGAÐ TIL HUOMLEIKAHALDS THE HOLLIES. Þeir virðast skikkanlega hárprúðir. Hin kunna „beat“-hljómsveit, The Hollies er væntanleg hingað um þessar mundir og ætti þegar að vera komin, er þetta birtist. Piltarnir stanza hér í 2—3 daga og koma fram á 4—6 hljómleikum í Háskólabíói. Tvær íslenzkar hljómsveit- ir, Dátar og Logar, munu einnig koma fram á þessum hljóm- leikum. Hollies eru frá Manchester. Þeir vöktu snemma athygli fyrir góðan söng. En lagið, sem var upphafið á frægðarferli þeirra hét Ain’t that just like me. Næsta plata gekk enn betur og komst á TOPP 10. listans. Lagið var Searchin; en plata þessi seldist í tvö hundruð þúsund eintökum. Næst í röðinni var Stay og enn bættu þeir lagi við sig í plötusölunni, en þetta lag var marga mánuði á vinsældalistanum í Bretlandi. síðan bættust fleiri plötur við. hver af annarri Vinsældir Hollies jukust og hér á landi virðast þeir komast næst Rolling Stones og The Beatles hvað vinsældir snertir. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Allan Clarke, Eric Haydock, Graham Nash, Tony Hicks og Bobby Elliot. Allan bassaleikar- inn lék áður ásamt þeim Nash, rythmagítarleikara og Hicks söngvara í hljómsveit, sem hét Deltas. Allan kveðst hafa mest dálæti á stúlkum, popmúsík og stúlkum. Hvað Hicks snertir, þá er það fyrst og fremst góður matur, nú og auð- vitað fallegar stúlkur. „Okkur er sama þótt lag okkar detti af vinsældalistanum, en ef það tekur langan tíma að komast á listann, stendur okkur ekki á sama,“ segja Hollies. Það er lítill vafi á því, að fjölmennt verður í Háskólabíói, þegar piltarnir frá Manchester fremja þar listir sínar. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.