Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 16
Víðidalstungukirkja. ur bróSir minn (síðar landlækn- ir) Svo fluttu foreldrar mínir að Marðarnúpi í Vatnsdal og bjuggu þar síðan. Faðir minn var 93 ára þegar hann dó, það var 1927. — Voruð þið mörg systkinin? — Við vorum 15 alls. í huganum fer ég svo yfir það sem ég veit um systkini Jóhönnu: Guðmundur land- læknir var kunnur maður, sem óþarfi er að nefna frekar. Ingi- björg systir þeirra bjó 4 Torfa- læk í Þingi. Meðal sona hennar má nefna Jónas B. fræðslu- stjóra í Reykjavík og Guðmund á Hvanneyri. Hálfbróðir var Sigurður Björnsson, brúar- smiður, og uppeldissonur þeirra Marðarnúpshjóna var Geir Gígja náttúrufræðingur. Þetta er þurrleg og stutt upp- talning, en gefur örlitla vís- bendingu um þrekmikið kjarna- og greindarfólk. — Alin upp á Marðarnúpi. Þangað liggja sjálfsagt sterkar rætur? — Ojá, sjáðu myndina þarna. Og hún bendir mér á íitla olíu- mynd á veggnum. — Þetta er Marðarnúpur. Mér þykir vænt um Marðarnúp, eins og mér þykir vænt um Víðidalstungu, en það er samt dálítið öðruvísi, og hún lítur snöggt á myndina og af henni aftur. — Fossinn í Kerunum minnti mig alltaf á fossinn minn á Marðarnúpi, samt eru þeir víst ósköp ólíkir. Og ég virði fyr- ir mér þessa gömlu mynd, sem lengi hefur hangið í svefnher- bergi Jóhönnu. Hún er eftir Þórarinn B. Þorláksson, og læt- ur ekki mikið yfir sér, en get- ur kallað fram sælar eða sárar minningar frá þeim dögum er lítil telpa lék sér þar við bæjar- lækinn fyrir nærri heilli öld. — Og hvenær hófst svo þinn eigin búskapur? — Við vorum vígð í Undir- fellskirkju 14. september 1893 við Teitur. Við bjuggum fyrst á Gilá í eitt ár, síðan 4 ár í Haga í Þingi og 5 ár á Ægis- síðu á Vatnsnesi. Þaðan fórum við svo hingað. Það var 1904, þegar Téitur keypti af Einari. — Og þú hefur kunnað vel við þig á þessum stöðum? — Ójá, fremur vel, en þó misjafnlega. Ég var ókunnug- ust á Vatnsnesinu. Þar voru margir myndarlegir menn, eins og t. d. Jóhannes í Hindisvík, faðir hans sr. Sigurðar. Það var bráðmyndarlegur maður. Þá var Sigurður að læra hjá sr. Hálfdáni (Guðjónssyni). Hann var ósköp almennilegur og ekk- ert sérlegur, eins og sumum 16 hefur fundizt hann vera. Svo bjó Guðmann heitinn faðir hans Gests í Krossanesi. Gest- ur var bráðmyndarlegur strák- ur og skemmtilegur. Hann hefði alls staðar sómt sér vel. Og þegar ég grennslast eftir bústofni þeirra hjóna á hinum ýmsu bújörðum finnst mér ég skynja, frekar en ég fái skýr svör, að þau hafi byrjað í nokkurri fátækt en hafist til góðra efna þrátt fyrir ómegð og búferlaflutninga, sem þóttu og þykja enn kostnaðarsamir. — Gilá er lítil jörð. Þar voru slæmar byggingar. Þar misstum við 30 kindur úr pestinni. Það var mikið áfall. Kýrnar voru tvær. Teitur var mikið búinn að vinna hjá öðrum, ekki heilsu- sterkur og slitinn fyrir aldur fram. Hann dó 1923. Túnið hér í Tungu var þýft og blautt. Það er mikið búið að gera síðan þá. Það var líka hægara að fá fólk í vinnu en nú er. En nú eru það vélarnar. Eftir lát Teits keypti Jóhanna aðra hálflendu Víðidalstungu- eignarinnar, sem auk heima- jarðarinnar voru 9 jarðir aðrar, sumar að vísu smáar og komn- ar úr ábúð, aðrar hafa verið seldar. En á þessu tímabili. frá aidamótunum, hefur heima- jörðin tekið miklum stakka- skiptum og er aftur orðin höf- uðból, eins og hæfir sögulegri reisn þessa gamla höfðingja- seturs. Um 20 ára skeið bjó Jó- hanna eftir lát manns síns og var Óskar sonur hennar ráðs- maður búsins. Síðan hefur hann búið á hálfri jörðinni á- samt konu sinni, Hallfríði Björnsdóttur, og farnast vel. Á hann sinn stóra \þátt í því hve staðarlegt er um að litast. Og nú er Ólafur sonur hans sá, sem mikið af búrekstrinum hvílir á. — Já, hann Óli er reglusam- ur og duglegur að vinna, segir gamla kongn, og virðist kunna vel að meta sonarsoninn, eins og reyndar öll sín börn og barnabörn, sem hún sagðist ekki muna tölu á svo öruggt væri. — Jú, mín börn urðu 13 alls, og tel ég mig hafa átt barna- láni að fagna. — Svo þér finnst lífið ekki svo hart þegar allt kemur til alls? — Onei. Maður missir alitaf eitthvað, sem maður vildi að hefði verið kyrrt hjá manni. Okkur samdi vel henni mömmu þinni og mér. Við sátum oft saman góða stund á síðkvöld- um og röbbuðum saman — t. d. eftir kvenfélagsfundi. Við þurftum ekki að tala um ann- að fólk — við höfðum um nóg að spjalla samt. — Hvað, lífið? — Lífið? Já, kannske Björn minn — þú með þín gráu hár. Mér finnst þú alltaf vera litli strákurinn hennar Þórdísar í Valdarási. Það er víst ellin sem þetta gerir. En mér finnst þetta nú svona. — Og nú röbbum við nokkra stund um framliðið fólk, skyld- urnar við minningu þess og annað líf. Og mér verður hugs- að til þess, að Jóhanna gaf veg- lega fjárupphæð á áttræðisaf- mæli sínu til elliheimilis í sýsl- unni og fögur ljósatæki í kirkj- una sína, sem hún hefur haft fyrir augum alla tíð síðan hún fluttist að Tungu fyrir rúmum sextíu árum. Um þetta vill hún ekki tala, kveður það einskis virði. En það sýnir bezt það hugarþel, sem á bak við liggur. — Það er fallegt að rækta blóm á leiðunum, en þau vilja deyja út, segir hún. Og nú skipti ég um umræðu- efni og ýík að því sem mér finnst sérstæðast. — Þú ert ennþá bókavörður? — Já, það á víst að heita svo. En mér gengur illa orðið að fást við það hjálparlaust. Sjón- in hefur bilað svo mikið. — Og þú hefur lengi haft þennan starfa fyrir Lestrarfé- lag Þorkelshólshrepps? — Ojá, það eru orðin anzi mörg ár. Ég man ekki hvenær það byrjaði. Ég held það hafi verið hún Aðalheiður heitin í Hrísum, eða hann Aðalsteinn minn (sonur Jóhönnu) sem komu þessu af stað. Annars var lestrarfélag hér áður. En hvar það var, nei ég man það ekki. En svo var öllu draslinu fleygt hingað inn og mér leiddist að sjá það í óreiðu og fór að skipta mér af því, það var einhvern veginn ekki hægt að láta þetta afskiptalaust. — Og þú hefur lesið mikið sjálf?“ — Það var nú ekki mikið af bókum, þegar ég var að alast upp. En ég hef lesið anzi margt síðan. Og fólkið les mikið, út- lánin eru kannski tiltölulega minni en var, en nú er líka til FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.