Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 32
IIIiXIU UKUU STEUKU MENIN' UAi\DAItí KJANN A Skoðanakönnun meðal bandarísks almennings hefur leitt í ljós að þeir trúa flestir að Robert Kennedy muni einhvern tíma setjast i sæti bróður síns í Hvita húsinu. Bobby er afskaplega vinsæll þar vestra, einkum þar sem hann á fallega konu og sæg af krökkum, níu stykki. Þá hefur það ekki lítið að segja að Kennedyfjölskyldan er auðug, áhrifarík og frjósöm enda kaþólsk og írsk að uppruna. Ekki er heidur talið útilokað að Edward Kennedy yngri bróðir Róberts, verði stórmenni í stjórn bróður síns ef til þess kemur. Þá er John Lindsey hinn nýkjörni borgarstjóri í New York ekki síður vinsæll. Sagt er að hann hafi eiginlega unnið kosning- arnar á eigin spýtur, nema hvað hann á fallega konu og sæg af börnum, sem hafa gert sitt til. Þetta er líka ungur og þokkalegur maður, sem bar af keppinautum sínum á sjónvarpsskerminum og hann myndast vel. EPLIÐ OO EIKIIV Ætli íiðringurinn sé enn liðinn úr miðaldra konum íslenzkum, sem muna komu Tyrone Power hingað til lands. Nú er hann dottinn upp fyrir blessaður, en í hjónabandi sinu með Lindu Christian gat hann dótt- urina Rominu, sem nú er orðin 14 ára og strax farin að leika í kvikmyndum. Á myndinni er hún ásamt mótleikara sínu, sem er ítalskur og heitir Ugo Tonazzi. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.