Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 34
Kæri Astró! Það er með mig eins og raunar fleiri að mig langar til að vita eitthvað um framtíðina. Ég er fædd kl. G.15 að morgni ,í Reykjavík. Ég er núna búin að vera með strák í rúmt ár og er ég mjög hrifin af honum. Mig langar til að vita hvort eitthvað meira verði úr þessu sambandi okkar og hvernig við eigum saman. Hvenær giftist ég? Eignast ég mörg börn? Hvernig verður fjárhagurinn og heilsufarið á komandi árum? Nú sem stendur vinn ég við afgreiðslustörf, hvernig á það við mig? Svo að síðustu sendi ég mínar beztu þakkir fyrir væntanlegt svar. Steinunn M. Svar til Steinunnar M: Þú ert mjög sterk í Ljóns- merkinu þar sem þú hefur Sól, Mána og hið rísandi merki í Ljónsmerkinu. Þar af leiðandi eru einkenni þess merkis mjög áberandi í fari þínu. Þessi áhrif verða enn meira áberandi þegar á ævina líður. Þetta merki gerir þig metnaðargjarna og áhugasama um að komast áfram í lífinu og bera af öðr- um með sem allra flest. Þér líkar ekki að vera númer tvö, í einu eða neinu. Þér er virðu- leiki og stærilæti i blóð borið. Þú hefur ágætan skipulagshæfi- leika og þér gengur mjög vel að skipuleggja fyrir aðra. Þegar þú hefur gift þig muntu vilja vera með í að skipuleggja starf manns þíns og ýta honum upp á við og reyna að koma honum í þá stöðu sem þér finnst sæma enda munt þú aldrei telja eftir þér að vinna með hopum að því. Sá gallinn er þó oft á Ljónsmerkingum að þeim hætt- ir til að vera of ráðríkir og vilja að allir taki tillit til þess sem þeir hafa til málanna að leggja. Þegar þú hefur gifzt þá muntu ekki una því til lengd- ar að hugsa bara um bú og börn, því þú vilt að þín sé get- ið í einhverju. Samt held ég að þú mundir ekki láta það bitna á börnum þínum. Meðan þú ert ung og ógift ættir þú að læra eitthvað sem komið gæti þéi að gagni síðar. Ljónsmerkis- fólki þykir yfirleitt mjög vænt um börn og skilja þau vel. Þeir eru oft á tíðum hinir beztu kennarar. Ég mundi ráðleggja þér að læra eitthvað til kennslu og uppfræðslu barna og einnig að siðar muntu hafa ánægju af félagsmálum. Afgreiðslustörf held ég að eigi varla við þig til lengdar nema þú eigir verzl- un sjálf eða hafir á hendi stjórn fyrirtækisins. Ljóns- merkingar og Vogarmerkingar giftast oft saman með góðum árangri. Sambandið við piltinn sem þú nefndir ætti að geta verið gott ef þú heldur svolítið aftur af stjórnsemi þinni. Því hann er þannig gerður að þó hann geti kannski verið skap- mikill þá dregur hann fremur í land heldur en að halda fast við sínar skoðanir til þess að komast hjá deilum og vandræð- um, en hann virðist vera félags- lyndur og þannig mann þarft þú að eignast. Þó get ég ekki sagt um hvort þið eigið eftir að giftast til þess þarf ég að vita fæðingartímann. Ýmislegt skeður áreiðanlega hjá ykkur báðum 1966—1968 og má búast við að þú giftist á þessu tíma- bili eða að minsta kosti er þetta mjög hagstætt ár í því sam- bandi. Þú munt ávallt þurfa að vinna mikið fyrir þeim pen- ingum sem þú færð, en ert hagsýn og getur orðið rík. Þú ættir ekki að þurfa að kvíða heilsuleysi. Sakir mikilla anna hjá Astró hefur verið ákveðið að spár sem svara á bréflega, sem hingað til hafa kostað kr. 300.- verði framvegis á kr. 1000.- Hins vegar verður ekki tekið neitt gjald fyrir þær spár sem mega birtast í Fálkanum í Astróþættinum, en þar eð mjög mikið liggur fyrir af þannig spábeiðnum hverju sinni, þá er aðeins hægt að svara litlum hluta þeirra. 34 FÁLKINN 2ZJ ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Volkswagen 1300 er fyrirliggjandi GcriS samanlnirð á írágangi, öllum búnaði og gæðum Volkswagcn og annarra In'Ia frá Vestur-Evrópu. Komið, skoðið og reynsluakið Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn Simi 21240 HEILDVEKZIUNIN HEKLA i Laugavéqi 170-17 2 Volkswagen 1300 — Verð kr : 149.800 Volkswagen 1500 — Verð kr : 189.200 Volkswagen 1500 er fyrirliggjandi Volkswagen 1600 TL Fastback kr : 207.800

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.