Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 36

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 36
LITAVER sf. auglýfiir: Málningavörur í miklu úrvali: Gólfdúkur Gólfflísar Veggflísar Veggdúkur Amerískar KENTILE gólfflísar — GLÆSILEGIR LITIR — LITAVER sf. Grensásvegi 22. Sími 30280 — 32262. Sendum heim. Sendum gegn póstkröfu um allt land. SEDKIIS sf. ttittjlýsir: Einsmannssveinsóíi, stœrð 145 cm lengist upp í 185 cm með púðunum, sœnguriata- geymsla undir. stólar fóst í stíl við sófann. Hverfisgötu 50 — Simi 18830 • Litla sagan Framh. af bls. 21. í hvert skipti var mér sagt að þér væruð farinn. Ég hef af- skaplega miklar áhyggjur af honum, læknir. Hann hefur ekki fengizt til að taka til sín nokkra næringu í allan dag og svarar ekki, þegar ég ávarpa hann. Hann liggur þarna eins og hver önnur klessa og... Á ég ekki að hjálpa til. Þú mátt ekki vera svona taugaóstyrkur, læknirinn ætlar bara að hlusta á þér hrygginn. Þetta er ekki fallegur Hósti, finnst yður það læknir? Eitthvað svo holur. Haldið þér eiginlega ... ? Það er ekki vírus ... hann hefur veifað höndunum út í loftið á svo skringilegan máta í allan dag, eins og einhverjir litlir vírusar væru að. . . Já, við eigum það í húsinu læknir. Á að leysa það upp í vatni, eða láta hann gleypa það allt eins og það kemur fyrir? Þakka yður kærlega fyrir læknir. Ég er rólegri núna. Þakka yður fyrir komuna. Verið þér sælir læknir. Augnabliki síðar: — Hérna, taktu þetta. Þetta er Albyl. Og svo geturðu farið á fætur. Maður liggur ekki og flatmagar í bælinu heilan dag aðeins vegna þess að maður hefur smávægilegt kvef. Svona, upp með þig! Þá get ég búið um og gert hreint. Ég fer á fætur gegn vilja mínum og þegar ég kem nokkru síðar fram í eldhúsið til að huga að ísskápnum, hvort þar sé nokkuð sem sé þess virði að bíta í það, sé ég að morgun- blaðið liggur opið og við mér blasir sú síðan, sem við hér á heimilinu erum vön að af- greiða í snarheitum. — Hvað á þetta nú að þýða, segi ég og bendi á blaðið. — Nú, já, þetta segir Marí- anna og ypptir öxlum. — Maður mætti nú líklega kynna sér hvernig aðrir fara að því að semja dánartilkynn- ingar! WiIIy Breinholst. • Aika Framh. af bls. 29. í Tungumálaskólanum. Hafðu engar áhyggjur af mér, frú Wang. Mundu eftir gamla, kín- verska máltækinu ..Guðirnir leiða ekki fólk inn í blindgötúr. „Eigum við að horfa á sjónvarp- ið? Glímusýningunni hlýtur að vera lokið núna.“ Þau fóru inn í setustofuna til hinna. Chiang horfði á söngleik og morðgátu, én með lítilli at- hygli. Hugur hans var enn hjá Aiku. Áður en morðsögunni var lokið, ákvað hann að fara heim og svara bréfinu frá Tungu- málaskólanum. Hann kvaddi frú Wang án þess að gera hinum ' ónæði. ( Oti var svalt og þokuslæðing- ur og eymdarvælið í þokulúðr- unum hljómaði allsstaðar. Þetta , hefði orðið honum afar einmana- legt og þungbært kvöld ef hann hefði ekki fengið bréfið frá Tungumálaskólanum. Hann var þakklátur fyrir þetta bréf, sem vakti með honum þá tilfinningu, að þörf væri fyrir hann ein- hvers staðar. Enda þótt hann væri enn ekki viss um að fá vinnuna, þá kom hann þó til greina og það sýndi að starf hans við skólann hafði vakið velþóknun. Þegar hann kom til herbergis síns í gistihúsinu, fann hann á hurðinni hjá sér blýantsskrifuð skilaboð frá húsverðinum: Gjör- ið svo vel að hringja til herra Yee á skrifstofu hans. Hann stakk miðanum i vasa sinn og gekk að símanum, all uggandi um, hvað herra Yee myndi vilja honum. Rödd herra Yee var auðmjúk í símanum. Hann var ekki fjör- legur eins og vandi hans var og Chiang var undrandi yfir breyt- ingunni. „Ég hef beðið í allt kvöld, eftir að þú hringdir,“ sagði hann. „Ég þarf að tala við þig, Chiang. Má ég korria til þín í gistihúsið?" „Ég skal heldur koma til skrif- stofunnar," sagði Chiang. „Nei, nei,“ sagði herra Yee. „Ég þarf að biðja þig um greiða. Það væri ekki rétt að þú ksemir til mín. Ég kem rétt bráðum.“- Chiang beið og fann til óróa. Herra Yee ætlaði að biðja hann um greiða. Það var kynlegt. Skyldi hann ætla að biðja hann um að halda áfram að vinna fyrir sig. Ekki væri það neinn greiði. Herra Yee með allan sinn auð gat auðveldlega ráðið til sín hvern sem honum sýndist. Tíu mínútum síðar kom herra Yee og var móður eftir gönguna upp stigann. Chiang bauð hon- um sæti í eina stólnum í her- berginu, settist sjálfur á rúmið og beið eftir þvi að heyra hvað herra Yee væri á höndum. „Ég er búinn að finna Aiku,“ sagði herra Yee. „Við töluðum lengi saman. Hún ætlar að koma aftur. Allt er þegar ákveðið." „Hvar er hún?“ spurði Chiang. „1 Monterey. Ég fann hana í Monterey. Hún dvelur hjá Tan- aka-hjónunum. Eigendum Tókíó- garðsins. Þú þekkir þau. Ég sagði henni að þetta myndi allt lagast, ég setti það ekki fyrir mig þótt hún væri með barni. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.