Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 31.01.1966, Blaðsíða 6
„Við sjáumst þá klukkan 6.30,“ sagði Barbara, um leið og hún steig út úr bílnum. Hún snéri sér við á stéttinni og sagði: „Vertu nú ekki of seinn.“ Hann brosti. „Nei, ekki nema þeir ákveði að taka mig inn. Hann horfði á eftir henni hlaupa upp tröppurnar. Án hennar var bara tómið. Um leið og hann ók burtu veltist tómleikinn yfir hann eins og flóðbylgja. Hann ætlaði að fara með Corvettuna á bílastæðið, þar eð það var of mikil fyrirhöfn að vera með bíl í miðbænum á kvöldin, fara í bað, skipta um föt, og fara svo og sækja hana. Þetta höfðu þau ákveðið. Faðir Barböru sat inni í bókaherberginu. „Jæja, hvernig gengur, Barbara?“ „Ekki vel,“ sagði hún. „Alls ekki vel, pabbi. Við förum út á eftir. Þetta lítur enn ver út en áður.“ Hann beið. Hún sagði honum málavöxtu. Hann rétti henni dagblað. Þetta var á forsíðu. Fyrirsögnin var: „Gömul ekkja myrt.“ Þeir sögðu líka frá því að Angela Piermont hefði verið rík og af góðum ættum. Málið var í rannsókn. Lögreglan vildi hvorki játa eða neita því, að morðið á frú Piermont væri í tengslum við morðið síðastliðinn laugardag á hinni ungu, rauðhærðu stúlku, sem hafði búið í elleftu götu undir nafninu Nora Evans. Hún rétti honum blaðið. „Þeir þaulspurðu John, og leyfðu honum svo að fara. Sumpart vegna þess, að ég sagði að hann hefði verið hér með mér, pabbi.“ Hann horfði fast á hana. „Ég geri ráð fyrir að það sé ekki satt?“ „Nei,“ sagði hún. „Það er ekki satt.“ Hann kinkaði kolli. „Bankinn okkar fór með fjármál frú Piermont. Hún átti töluvert fé.“ Barbara hallaði sér fram í stólnum. „Ég veit ekki hvaða áhrif þetta gæti haft fyrir okkur. Allt var í röð og reglu.“ „Léztu einhvern fara yfir þetta?“ spurði hún. „Já, Henry Roberts var ráðgjafi hennar.“ „Hann gæti hafa farið að tala við hana um peningamál.“ „Já, það er ekki óhugsandi,“ sagði faðir hennar. „Stúlkan bjó þarna,“ sagði Barbara. „Stúlkan, sem var myrt. Julie Titus var hennaf rétta nafn. Hún hitti mann, þóttist vera John. Hún — hún gæti hafa hitt hr. Roberts.“ Klukkan var nærri orðin sex þegar Barbara fór upp til sín. Hún fór í sturtubað og þegar vatnið skall á gúmmí- 6 hettunni, sem hún hafði yfir hárinu, fannst henni eins og það segði: Roberts. Roberts. Roberts. Hún þurrkaði sér vand- lega, og nafnið hélt áfram að hljóma í huga hennar. Hún klæddi sig. Kannski var Roberts maðurinn. Ef til vill var þarna nýr upphafspunktur, sem myndi leiða þau á rétta braut. Nýr upphafspunktur. Hún flýtti sér þótt hún hefði nægan tíma. Hún var tilbúin klukkan tuttugu mínútur yfir sex og beið við útidyrnar eftir leigubílnum, sem John myndi koma í. Nokkrir komu, en enginn stoppaði. Klukkan var orðin hálf sjö. Hún kreppti litlu hendurnar. Leigubíll kom í ljós, og hún hélt niðri í sér andanum. En bíllinn hélt áfram. Hún reyndi að róa sjálfa sig. Hálf sjö þýðir ekki hálfsjö. Það þýðir um hálf sjö. Það þýðir tuttugu mínútur í sjö eða jafnvel fimmtán mínútur í sjö. Tveir leigubílar komu í ljós. Hún vissi að John var í öðrum þeirra. Hún opnaði dyrnar og hljóp niður tröppurnar. Hvorugur bíllinn stoppaði. Klukkan var að verða sjö. Hún fór inn aftur, settist við símaborðið og valdi númer. Hún lét hringja lengi, en eng- inn svaraði. Það hefur eitthvað komið fyrir John. Eitthvað hefur kom- ið fyrir hann — eitthvað hefur komið fyrir. Hún hljóp út á götuna og veifaði leigubíl. Miller hlustaði þolinmóður. En hann hristi höfuðið áður en Shapiro hafði lokið máli sínu. „Það eru alveg vandræði með þig,“ sagði hann. „Þú hefur svo gott hjartalag. Þú ert góður leynilögreglumaður — en þú ert alltof brjóstgóður.“ „Bókin ...“ byrjaði Shapiro, en Miller sagði að hann hefði sagt sér allt um bókina. „Það er stúlkan, sem hefur þessi áhrif á þig, Nate,“ sagði Miller. „Að vísu er þetta Ijómandi stúlka og hún elskar hann. Þetta kemur við hjartað í þér. Þú kemur hér askvaðandi og talar um bók, sem einhver hefur stolið úr bókasafninu. Og þú veizt ekkert hvað stendur í bókinni, nema að hún er um Titus-fjölskylduna. „Það gæti gefið okkur hugmynd um hver fengi alla þessa peninga," sagði Shapiro. „Því lætur þú ekki lögfræðinginn hans sjá um þetta?“ sagði Miller. „Vaktin þín er á enda, þú mátt fara heim.“ „Það er gat á þessu einhvers staðar,“ sagði Shapiro. „Kannski er einhver að reyna að bæta þetta gat.“ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.