Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Page 7

Fálkinn - 20.06.1966, Page 7
SVART HÖFÐI SEGIR ræðum, að seint verði úr bætt. Líklega hefur sjónvarpsmálið opnað augu fleiri lýðræðissinna fyrir því hvert stefndi hér á landi, en nokkurt annað atriði í samskiptum okkar og Banda- ríkjanna síðan stríðinu lauk. Þegar þessu volduga tæki hafði verið opnuð leið til almennings, þótti henta í rökræðum að spyrja hvort dagskráin væri við hæfi barna, eða hvort menn gætu ekki skrúfað fyrir skothríð. Þótt dagskráin hefði ekkert verið nema guðsorð, væri sjónvarpsopnunin beinlínis gróft brot gegn því sjálfræði þjóðarinnar, sem m. a. er fólgið í yfirstjórn tækja til almenningsnota. Sjónvarpsmálið kallaði á grannskoðun á samskiptum okkar og Bandaríkjanna. Þannig varð það til þess að menn fóru að átta sig á því hvaða hlut- verki íslandi er ætlað að gegria í „forustuhlutverki Banda- ríkjanna" í framtíðinni. í nýútkomnu eintaki af tímariti, sem Samband ungra sjálfstæðismanna gefur út standa þessi orð: „Blaðakostur Sjálfstæðismanna og annarra afla meðal lýðræðis- sinna hefur haldið og heldur uppi skefjalausum áróðri fyrir ágæti bandarískra sjónarmiða og leggur blessun sína yfir sér- hverja þá aðgerð, sem Bandaríkjamenn grípa til.“ Þessa grein skrifar ungur maður, Ellert Schram, og nefnir hana „Viðhorf okkar til Bandaríkjanna“. Greinin er öll athyglisverð og er hún, fyrir utan desemberræðu Sigurðar Líndal, fyrsta ábend- ingin um það. að ungir lýðræðissinnar séu orðnir ósammála uppveðruðum sveitavarginum, íslenzku stjórnmálaforustunni í 20 ár, sem vill láta fólk halda að afnám einangrunar lands- ins þýði sama og fylgispekt við utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Verður snúið við? AÐ skyldi þó aldrei vera, að þessi skortur á gagnrýni á ýmsar athafnir Bandaríkjanna stafi af því, að sá af lýð- ræðisflokkunum, sem hæfi hana, hefði þar með fyrirgert rétti sínum til stjórnarsetu eða aðildar að ríkisstjórn í framtíðinni? (Framsóknarflokkurinn.) Sé svo, er þýðingarlaust að tala um stefnubreytingu í þessu efni nema flokkaskipunin breytist. Bandaríkjamenn ráða yfir töluverðu fjármagni hér á landi, sem þeir þurfa ekki að gera grein fyrir. Þeir geta því veitt því til áróðursstarfssemi innanlands. Menn geta spurt sjálfa sig til hvers þeir væru að koma sér upp slíkum sjóði, ef þeir teldu sig ekki þurfa að nota hann. Þó eru þessi fjárráð hreinir smámunir samanborið við þær fjármálaskuldbind- ingar erlendis sem við erum háðir. Sú ríkisstjórn getur ekki setið á íslandi við óbreyttar ástæður innanlands, sem nýtur ekki fjármálatrausts erlendis. Mikilsvert er að hafa slíkt traust, en það er annars konar traust en það, sem íslenzkir kjósendur votta hverju sinni með atkvæði sínu. „Forustu- hlutverk Bandaríkjanna" nær einnig til alþjóðlegra fjármála- stofnana, og þá fer að verða brýn spurning hvort ísland er þeim að skapi. Lífsþægindagræðgi. eyðsla og kröfupólitík hlýt- ur að henta þeim, sem ætlar að hafa áhrif í gegnum lánsfé, og ísland þarf mikla peninga og ríka bandamenn, eins og nú horfir. Með hægu móti verður ekki snúið við. En í svona stöðu mundi þykja klókt að þegja. Hvenær verða allir sjáandi? BANDARÍKJAMENN hafa alltaf lýst því yfir, að þeir hafi enga undirferli í huga gagnvart bandamönnum sínum. Þeir höfða í því efni til rótgróinnar frelsisástar sinnar og virðingar fyrir sjálfsákvörðunarrétti annarra þjóða. Þessi orð hljóma vel, bæði í Bandaríkjunum og meðal bandamanna þeirra. Þó eru þess nokkur dæmi, að þeir vilji túlka sjálfs- ákvörðunarréttinn svolítið öðruvisi en við eigum að venjast. Þeir afsaka þetta með því, að erfitt sé að vera í lögreglustarfi. Þetta þýðir raunar, að sjálfsákvörðunarrétturinn er skilorðs- bundinn á því heimssvæði, þar sem Bandaríkjamenn telja sig þurfa að inna löggæzlustörf af hendi. ísland hefur aldrei greitt atkvæði gegn aðgerðum Bandaríkjanna, hafi atkvæðagreiðsla farið fram. Það heitir á sjónvarpsmáli að vera vinur sheriffsins. Vegna þess hlutverks hefur kannski þótt henta að láta af- skiptalausa sextíu og átta ára gamla hagsmunastefnu Banda- ríkjanna I Kyrrahafi (Vietnam). Löggæzlustarfið hlýtur líka að ná til íslands, og þeir sem bera ábyrgðina á því, vilja eðli- lega að hinn skilorðsbundni sjálfsákvörðunarréttur fari leynt, en það er eins og augu manna séu að opnast. ]>etta er milcil ábyrgO. Eg er pér sammála aO fullorOnar konur fiurfa ekki aO vera betri, en kannski eru þœr reyndari. FarOu varlega. góOa mín. Aft eiga vin af hinu kyninu Herra ritstjóri! Mér hefur alltaf fundizt ókarlmannlegt aS skrifa bréf til vikublaða og tala um per- sónuleg mál. Það hefur mér fundizt aðeins passlegt fyrir krakka og konur, og þó geri ég það nú. Svoleiðis er að ég á góðan vin, en svo stendur á að það er kona. Ég er giftur og hún er gift og þar að aukl rúmum áratug eldri en ég. En við höf- um alltaf mikið að tala um, höfum gaman af því sama, og höfum verið góðir vinir síðan ég var lítill krakki. En nú er mér sagt að ég sé að stofna áliti þessarar konu í hættu og líka áliti mínu, af þvi að fyrir kemur að ég sit og spjalla við hana þó að maðurinn hennar sé ekki heima, en hann er lítið heima. Mér er sagt af góðum mönnum að ég eigi að hætta þessu. Þetta hljóti annað hvort að vera framhjáhald eða verða framhjáhald. Satt bezt að segja hef ég aldrei litið á málið frá þessu sjónarmiði. Konan min er ekk- ert hrædd. Má maður ekki eiga vin af hinu kyninu nema það sé talið eitthvað kynferðislegt? H. O. B Svar: Nei, þaö hefur víst löngum veriö svo aO ef karl og kona eru milciO samvistum, og þarf raunar ekki aö vera mikiO, þá kostar þaO oröróm um ástar- samband. Því miöur. Þð skyldi maöur halda aö vinátta milli karls og konu oetti aö geta ver- iö einungis vinátta milli tveggja mannvera. Þetta getur því ver- iö hœttulegt mannoröi konunn- ar, eins þótt þiö séuö alsaklaus, og líklega bara fremur þvi aö þeir sem vita á sig sök reyna oftast aö fara varlega. Fólk hugsar bara svona. Þaö er eins og fólk liugsi mest af öllu um kynferöismál, ekkert síöur sjálfir siöferðispostularnir. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.