Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 21
verða heilar nefndir að fjalla um málið áður en komizt er að niðurstöðu, og er þar hver höndin uppi á móti annarri oft og tíðum. Margir líta á það sem meðmæli með sjúkrahúsinu að sem fæstar fóstureyðingar séu framkvæmdar þar, en þegar farið er að fjalla um lækningar á hagfræðilegum grundvelli, er sjúklingurinn ekki lengur mannleg vera heldur tala, sem taka megi ákvarðanir um án tillits til brýnnar þarfar hennar fyrir læknisaðgerð. Þetta fyrirkomulag leiðir af sér opinbera andúð mikils hluta mannfélagsins á lögunum, þar á meðal yfirvalda og lögreglu, sem sums staðar halda verndarhendi yfir þeim sem fást við fóstureyðingar. Við þetta bætist að læknavisindunum hefur fleygt svo fram á undanförnum árum, að þeim sjúkdómum og kringumstæð- um sem áður þóttu réttlæta fóstureyðingu, fer nú ört fækk- andi, svo jafnvel þeim konum, sem þjást af illkynjuðum æxl- um, berklaveiki eða eru rúmliggjandi vegna lömunar er neit- að um löglega fóstureyðingu á sjúkrahúsi. Enn erfiðari verð- ur úrskurðurinn þegar málið berst út fyrir strangan læknis- fræðilegan ramma og verður þjóðfélagslegs eða efnahagslegs eðlis. Má þar oft til sanns vegar færa að lífi móðurinnar sé ekki bráð hætt'a búin við' áð ála bárnið en hins Végar verði álagið af einu barni til viðbótar í barnmargri og fátækri fjölskyldu, henni sú byrði, sem hún getur ekki risið undir til lengdar án þess að bíða tjón á andlegri og líkamlegri heilsu sinni. í slíkum tilfellum er læknirinn oftlega sannfærður um nauðsyn fóstui'- éyðingar fyrir heilsu móðurinnar og velferð fjölskyldu henn- ar yfirleitt, en strangar og óþjálar lagasetningar binda hend- ur hans. Eins er afstaðan gagnvart þeim konum, sem veikjast af rauðum hundum fyrstu þrjá mánuði meðgöngutímans. Þær verða að eiga það undir duttlungum sjúkrahússtjórnar og heil- brigðisnefnda hvort þær fæða þessi börn, sem nærri undan- tekningarlaust fæðast blind, heyrnarlaus, hjartabiluð eða and- lega vangefin. Margir þeir sem eru andvígir frjálsum fóstureyðingum bera því við, að þær myndu auka á siðferðilegan glundroða og laus- læti, sérstaklega á meðal ógiftra stúlkna. Þessi rökfærsla á sér enga stoð í veruleikanum. Sjúkrahúslega og skurðaðgerð er ávallt kostnaðarsöm, ógeðfelld og fráhrindandi — auk þess eiga allir frjálsa völ á hvers konar getnaðarvörnum. Sömu- leiðis er það staðreynd að raunverulegt siðgæði verður aldrei byggt á ótta. Sannleikurinn er sá, að á meðal þeirra kvenna, sem leita sér löglegra eða ólöglegra fóstureyðinga, eru ógiftar stúlkur í hverfandi minni hluta og virðist þetta miklu fremur vera vandamál giftra kvenna, sem eiga mörg börn. Þeir sem einblína á siðferðilegt gildi þess að börn fæðist í lausaleik fremur en fóstureyðing sé leyfð, láta sér sjást yfir hina mannlegu hlið málsins. Barn. sem fæðist óskilgetið í óþökk allra, hlýtur í vöggugjöf sálarangist, sem það verður að bera alla ævi. Jafnvel þau sem eignast góð fósturheimili, geta sjaldnast losnað alveg við þær andlegar menjar sem þau hljóta í bernsku. Þau sem ekki komast í fóstur, visna upp í uppeldisstofnunum vegna skorts á persónulegu ástríki og hin, sem alast upp hjá ömmu eða frænku meðan móðirin vinnur úti verða reköld á götum ömurlegra hverfa og oft verða þau, er frá líður, uppistaðan í hópum vandræðaunglinga. ÓSTUREYÐINGAR eru eitt mikilvægasta — og umdeildasta — heimspekilegt, trúarlegt og læknis- og lögfræðilegt vandamál samtíðarinn- ar, vegna þess að það snýst um sjálfa helgi mannlífsins. Flest samfélög fyrri alda og sum nútímasamfélög gera hvorki að banna fóstur- eyðingar né marka þeim neinn sérstakan sið- ferðilegan bás. Það kom þó snemma fram í kristinni kenningu að á fóstureyðingu bæri að líta sem morð, enda þótt illa hafi gengið að koma sér saman um, hvenær á meðgöngutímanum fóstrið öðl- ist sitt sjálfstæða líf og sál og geti þarmeð kallast maður. í fyrstu var þetta talið gerast ýmist á fertugasta eða áttugasta meðgöngudegi, en árið 1869 boðaði Píus páfi IX þá reglu, að allar fóstureyðingar, hvenær sem þær væru gerðar, væru morð, og bæri að refsa með bannfæringu. Kaþólska kirkjan lítur svo á, að eðlilegur dauði móður og barns sé siðferðilega réttlátari en eyðing fóstursins á hvaða Framh. á bls. 38. SÁLFRÆÐI DA6LEGA LÍFSIWS AÐ AUKA IMATAR- LYSTIIMA MIKILVÆGI borðstofa nennir að þvo fállegu hvítu fór að minnká fyrir um gluggatjöldin aðra hverja tuttugu árum, þegar fólk fór viku. Loftið ætti að vera að hafa minni tíma til að hvítt, til að endurvarpa allri njóta máltíðanna. Sjónvarp- birtu og gólfið í millilit, svo ið flýtti fyrir þessari þróun e^ki þurfi að þvo daglega. og útrýmdi jafnvel borð- Það reyríir mest á eldhúsið króknum. En borðstofur eiga af öllum vistarverum, þann- vaxandi vinsældum að ig að efnið í gólfinu ætti að fagna svo að ef þér hafið vera úr hinu bezta, sem þér nægu rými á að skipa og sjá- hafið ráð á og jafnframt ið um stóra fjölskyldu get- þægilegt fyrir húsmóðurina ur borðstofan orðið vett- til að standa á. Eins og í vangur, þar sem öll fjöl- öðrum herbergjum, ræður skyldan getur átt áameigin- stærðin fjölda litanna og lega ánægjUstUnd yfir mat skrautmunanna, en þar sem borðinu einu sinni á dag. ætlunin er að yfirhlaða það Engin húsmóðir, sem hefur ekki, ber að hafa í huga að gaman af að búa til góðan hverjum mun eða færanlegu mat, getur verið stolt af sjón- eldhústæki virðist ofaukið varpsmáltið, sem engin veit- þegar við er bætt stafla af ir athygli. Maturinn er óhreinum diskum,- - - mikilvægur þáttur í lífi okk- Pönnur með koparbotni ar og þess vegna ætti að eru fallegar til skrauts, en sýna honum tilhlýðilega þáer verður að fægja eftlr virðingu. hverja notkun, til þess atð Maturinn er soðinn i eld- þær haldi fegurð sinni. húsinu og þar eru einnig Hillupappír í eldhússkápa máltíðir étnar hvundags. er aðeins tíma og fjársóún Eldhúsið ætti að vera bjart- vegna þess að hann safnar ur og skemmtilegur staður, í sig sagga, gufu og fitu. sem auðvelt er að halda Heppilegra er að nota sjálf- hreinum, en það flýtir fyr- límandi plastdúk, þar sem ir matartilbúningnum. Eld- hann er endingarbetri og húsið á ekki að verka sér- fallegri. staklega róandi og þess Nægilega stór ruslafata vegna eiga mildir litir ekk- undir það sem til fellur dag- ert erindi þar, enginn hefur lega, er litauðgandi nauð- tíma til að njóta þeirra. Bezt synjaáhald. Minnstu hennar, er að hafa ekki meira en þegar þú samvelur litina. tvo liti, vegna eldhústækja, Til viðbótar má minnast hnífahengis og matreiðslu- þess, að hengiplöntur á bóka, sem leggja til litauðg- veggi, eða í gluggakistu ina. Aftur á móti þarf að þrífast í gufumettuðu and- vera næg birta svo að grunn- rúmslofti eldhússins. Við liturinn verði mildur, en skulum mála með mjög ljós- skýr en ekki heitur (bökun- um blágrænum lit (auðvitað arofninn sér um þá hlið þvottaekta), á veggina og í málsins) og sterkir litir, sem skápana. Borðplöturnar eru skera í augun. Rautt er góð- með dekkri blæ í sama lit ur litur til áherzlu og mun og gólfið gæti verið í milli- auka þér vinnugleði, ef hann gráu með lítilsháttar sæ- er ekki yfirdrifinn. Þar sem grænum yrjum. Ruslafatan eldhús eru sérstaklega skít- er grá til að falla við l sæl, eru mynstruð glugga- gólfið. Gluggatjöldin eru vtjöld heppilegri, nema þú Framh. á bls. 40- FÁLKINN 21 Amalía Líndal

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.