Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 31
VILTU VERÐA 1000 ÁRA? GÆTIR þú hugsað þér að falla í dá á broti úr sekúndu — vakna aftur árið 2000 og byrja lífið á ný, jafngamall og þú ert í dag? Eða, ef árið 2000 er ekki nógu fjarlægt, gætum við ef til vill beðið 500 ár til viðbótar áður en þú tækir aftur upp lífsþráðinn. Þessi ótrúlega hugmynd, sem virðist tekin beint úr vísinda- legu skáldriti, er síður en sVo neinn óráðsdraumur. Hún á eftir að rætast í náinni framtíð. Raunar eru sumir vísindamenn svo sannfærðir um að hún sé framkvæmanleg, að þeir eru þegar farnir að veita viðtöku umsóknum. Og ekki nóg með það heldur hefur stofnun ein lýst sig reiðubúna að veita þessa þjónustu ókeypis þeim sem vildu gerast tilraunadýr og taka áhættuna, en eru ekki nógu fjáðir til að kaupa sér dáið. Samkvæmt skýrslum í amerískum læknatímaritum, hafa 60 manns þegar gengið í Líflengingarhreyfinguna og undir- skrifað skjalfesta beiðni um að líf þeirra verði framlengt með dáfrystingaraðferðinni þegar dauðinn nálgast. Sérhver húsmóðir er kunnug sumum möguleikum þessarar aðferðar. Þegar hún kaupir djúpfryst matvæli, kynnist hún > í raun og veru anga af þeirri aðferð, sem nú er ráðgert að nota við varðveizlu á lífi manna og dýra. Eins og getið er á umbúðum matvælanna, eru þau djúp- fryst glæný á augabragði, svo engin rotnun af neinu tagi nær að myndast. Ávextir og grænmeti eru síðan látin þiðna aftur við eðlilegan hita og eru þá í nákvæmlega sama ásig- komulagi og þegar þau voru fryst. Flest þessara matvæla eru aðeins fárra mánaða gömul. En ekkert er því til fyrirstöðu að þau séu geymd í ár eða jafn- vel aldaraðir. Þetta er það sem vísindamenn hafa í hyggju að gera við lifandi dýr. Efnið sem þeir nota er fljótandi nitrogen, vökvi, sem þolir svo ótrúlegan kulda, að hann frýs við -f- 194° C. Hvergi á jörðinni kemst kuldinn í hálfkvisti við þetta, en þetta kuldastig er að finna úti í himingeimnum. Ekkert líf getur þolað þennan kulda svo mikið sem brot úr sekúndu. Þess vegna getur engin rotnun eða breyting átt sér stað í efni sem er hrað- og djúpfryst. Á þessari staðreynd byggja vísindamenn þá skoðun að hægt verði að framlengja mannslíf. Gagnrýnendur, sem halda bví fram að þetta sé siðferðilega rangt, fá það svar að Hippocrates- areiðurinn skuldbindi lækna til að nota allar tiltækar vísinda- legar aðferðir í baráttu sinni við dauðann. Gríski læknirinn Hippocrates var uppi fyrir 2300 árum. Hann hefði ómögulega getað séð fyrir slíka túlkun á reglum þeim, sem hann setti læknum, en í sumum tilfellum hefði hann vafalaust samþykkt djúpfrystingu á sjúklingi. Forsvarsmenn Líflengingar halda fram þeirri skoðun, að þegar sjúklingur þjáist af sjúkdómi eða hafi hlotið meiðsli sem engin kunn lækningaraðferð geti læknað hann af, ætti að djúpfrysta hann þar til sú lækningaraðferð er fundin. Þá verði hann vakinn aftur til lífsins og læknaður. Undirbúningstilraunir fyrir þessa fjarstæðukenndu sjúk- dómsmeðferð hafa þegar verið gerðar. Gullhamstrar og rott- ur hafa verið hraðfryst og vakin til lífsins. f tilraunastofu einni í London var gullhamstur hraðfrystur við mínus 5° C. Það er ekki mikill kuldi og hefði, eftir fyrirliggjandi niður- stöðum, átt að valda skemmdum í vefjum og heila. En hamst- urinn var lífgaður við og lifði sitt æviskeið á eðlilegan hátt. Tilraunin með kattarheilann nálgast meira hina raunveru- legu djúpfrystingaraðferð. Hann var frystur niður í -f- 200 stig og haldið í þessum ægikulda í sex mánuði. Þegar hann var hitaður upp aftur í hæfiiegt hitastig, sást enginn vottur um skemmdir og hefði hann verið í lifandi dýri, myndi hann hafa starfað á eðlilegan hátt Framh. á bls. 39. Stúlka fer í ískassa til að dveljast þar 18 mínútur. Hjúkrunarkona er hjá til þess að sjá um að ekkert fari aflaga. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.