Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 6
Fálkinn 23. tbl. — 39. árg. — 20. júní 1966. E F N! SVARTHÖFÐI SEGIR .............................. 6—7 ALLT OG SUMT .................................. 8—9 VIÐ VERÐUM AÐ LÆRA AF REYNSLUNNI. Steinunn S. Briem ræðir við Steindór Hjörleifs- son um sjónvarpið ... ............... 10—11 ANDLIT ÁRSINS 1966 .......................... 12—13 AGA KHAN, BOÐBERI LJÓSSINS ............. 14—17 LÍF OG HEILSA, eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni 16 MINKAELDI, MALARNÁM OG MÖRLANDINN, eftir Grétar Oddsson ................ 18—19 UM FÓSTUREYÐINGAR í HREINSKILNI . . 20—21 SÁLFRÆÐI DAGLEGA LÍFSINS eftir Amalíu Lindal ....................................... 21 BRENNIMERKT, framhaldssaga eftir Erik Nor- lander .............................. 22—24 FURÐUGÁFA STÚLKUNNAR FRÁ TIFLIS ... 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR eftir Hjört Hall dórsson ............................. 26—27 HIRT UPP AF GÖTUNNI................ 28—29 OF KALT TIL AÐ DEYJA ........................ 30—31 ARFUR ÁN ERFINGJA, eftir Eric Ambler. Sögulok 32—34 STJÖRNUSPÁ ..................................... 35 í SVIÐSLJÓSINU .............................. 36—37 BARNASÍÐA ...................................... 47 FORSÍÐUMYNDIN að þessu sinni er af Maríu Guðmunds- dóttur. Snyrtifyrirtækið Orlane í París var svo vinsamlegt að lána okkur myndina. I NÆSTA BLAÐI verSum viS meðal ann- ars með grein um hinn nýja elskhuga eins og þœr vilja hafa þá i kvikmyndun- um, því að hið fríða og göfuga karlmenni er ekki lengur í tizku. Þá birtum við tvœr myndaopnur um elzta mann veraldar. Grein verður um könnun hella og aðra leyndardóma i iðrum jarðar, þvi að hellar eru miklu algengari og miklu stórkost- legri en almennt er haldið. Við heimsótt- um líka nýlega verzlunina Karnabœ, sem selur unglingafatnað og kynntum okkur hvernig bitlakynslóðin vill klœðast, en sú kynslóð heldur mikið upp á sterka liti og afbrigðilegt snið. Og ekki má gleyma Þrándheimsdraugnum, sem orðið hefur að blaðaefni suður um alla Evrópu. Við höfum grein um hann og (ja, við vitum ekki?) mynd af honum. Föstu þœttirnir eru eins og venjulega, að öðru leyti en þvi, að lœknirinn okkar hefur tekið sér fri í bili, en í staðinn er kominn þáttur um sálfrœði daglega lífsins eftir Amalíu Lindal. Pitstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). Blaöamenn: Steinunn S. Briem, Grétar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvœmdastjóri: Hrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. AÖsetur: Ritstiórn, afgreiösla og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð I lausasölu 30,00 kr. Askrift kostar 90,00 á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. Stoltlaus forusta t ÞEIM hildarleik, sem nú er háður á bak við tjöldin um allan heim, stendur ísland ákaflega höllum fæti. Svo virð- ist sem einstaka lýðræðissinni íslenzkur sé farinn að gera sér þetta ljóst, því óvæntustu menn verða til þess á síðustu dögum að lýsa því yfir að síendurteknar traustsyfirlýsingar á stefnu Bandaríkjanna yfirleitt beri fremur vott um að vél- menni tali en kjörnir forustumenn þjóðarinnar. Á bak við bggja ýmsar óhugnanlegar staðreyndir í íslenzku stjórnmála- lífi og eiga lýðræðisflokkarnir þrír þar allir jafna sögu. Utan- ríkisstefna íslands er ákaflega einföld í sniðum og krefst í raun og veru ekki sérstaks ráðherra, eins og hún hefur verið rekin síðan í stríðslok. Hinn raunverulegi utanríkis- ráðherra íslands er það sambland af alþjóðlegum stofnunum sem reknar eru að mestum hluta með bandarísku fjármagni til að viðhalda og framkvæma það sem kallað hefur verið „forustuhlutverk Bandaríkjanna". Kommúnistar hafa að sjálf- sögðu notað þetta tækifæri og gert sig öðrum fremur að tals- mönnum þjóðernisstefnu, og notað til þess bæði munn og fætur. Eðlilega hafa lýðræðissinnar ekki talið sig þurfa að taka undir við kommúnista, þar sem það eitt skorti á vellíðan þeirra, að utanríkisstefnan kom að vestan en ekki að austan. Hins vegar hefur þessi skrípaleikur kommúnista orðið til þess að lýðræðissinnar hafa þagað við öllu, mögulegu og ómögu- legu, sem Bandaríkjamenn hafa tekið sér fyrir hendur, þangað til nú, að þeim er farið að skiljast að Bandaríkjamönnum hefur tekizt andstöðulaust og í skjóli áróðurs kommúnista að seilast hér til áhrifa í ríkari mæli en svo, að afsakanlegt sé. íslenzkir stjórnmálamenn telja sig afar glögga á viðbrögð hvors annars, og að sjá við andstæðingum sínum, en utan- ríkismálin eru þeim trúarbrögð. Páfinn situr í Washington, og stoltlaus forusta lýðræðissinna hér á landi hefur valið þann kost útkjálkamannsins að hrópa halelúja hvenær sem hann fær að stíga á kirkjugólfið. Kauöska og slysni T^AÐ skal aldrei sagt fyrr en í fulla hnefana, að menn beri ekki ræktarhug til ættjarðar sinnar. Aftur á móti getur kauðska og slysni í afstöðu til erlends ríkis valdið þeim vand- ■ Að sofa hjá strák Fálki minn! Þakka þér innilega fyrir all- ar skemmtilegu greinarnar og framhaldssöguna Brennimerkt. Hún er góð, og svo þakka ég þér fyrir þáttinn „I sviðsljós- inu“. Hann er agalega skemmti- legur. Mig langar til að spyrja: Er það synd að sofa hjá strák sem maður er skotinn í? Þarf maður að gera eitthvað ljótt þó að maður sofi hjá honum. Og einhvern tíma verður mað- ur að fara að sofa hjá honum ef maður ætlar að verða kon- an hans. Hvenær er það þá mátulegt? Ég er bara alveg orðin rugluð. Fólk lætur svo illa við mig af því að ég og kærastinn minn erum búin að vera saman síðan við vorum fjórtán ára, en við höfum bara aldrei gert neitt ljótt. Mér finnst þær miklu verri þessar fullorðnu konur sem maður veit að eru ekki heilagar, en vilja passa mann eins og smá- barn. Lúllý. Svar Faröu varlega, góöa mín. Þegar piö eruö tilbúin aö stofna heimili skuluö ]>iö fara aö sofa saman, eöa aö minnsta kosti skuluö þiö gœta ykkar á aö eignast ekki barn fyrr en ]iiö eruö alveg viss um aö þiö œtl- iö aö ganga í hjónaband. Þetta er ekki fyrst óg fremst sport, FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.