Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 41
leg í hV’ítri skál, en sérlega girnileg i tómatrauðri. Grænt salat virðist ferskara í dökkri skál,' vegna andstæðnanna. Bleikt rækjusalatið, fer vel í grænu og smjör er gulara i blárri skál. Blóðríkt kjöt virð- ist safameira á grænleitu fati. Gult fer vel við rauðkál, og brauðið virðist nýrra á viðar- litum diski, Mtur gulrótanna verður fyllri í blárri skál. Að plasti undanskildu, er sjaldan hægt að fá matarstell í blönd- uðum litum, enda tæplega æskilegt við öll tækifæri, svo að við verðum að velja Mtina með því sem við berum á borð. Reynið að setja nokkrar smjör- kúlur á rauðkálið, skreytið rækjusalatið með grænu, setjið sundurskorna tómata kringum hrísgrjónin, eggjasneiðar á baunirnar og gulan ostbita á makkarónurnar. Maður getur látið heillast af endalausum möguleikum skrautlegra eftir- rétta, en rúmsins vegna verður að fara hægt í þær sakir. Nægi- legt er að geta þess, að jafn- vel súkkulaðibúðingur fær á sig hátíðablæ, með sprautuð- um rjóma eða sætri eggjahvítu ofan á og rifnu súkkulaði. FaHega búið borð hvetur börnin til að þvo sér um hend- urnar og að nota fallega borð- siði. Notið yður þessa hagnýtu sálfræði og sparið tíma yðar og skapsmuni. T ' • Arfur án erfingja Framh. af bls. 34. ið, fram í dagsljósið og það ggngur ekki. Hann byrjar nýtt líf undir nýju nafni. Hann á ekki hálfa milljón dollara eða néitt í þá áttina, en hann á nóg. Ef hann gerði kröfu til þessara auðæfa, þá yrði hann merktur maður. Það veizt þú eins vel og ég!“ ,,Það hefði hann vel getað sagt mér í fyrsta skipti." „Hann vildi aðeins komast yfir fjölskylduskjölin, herra Carey. Þú getur ekki láð honum það!“ „Og svo varð hann að halda mér uppi á snakki til þess að ég yrði honum ekki til trafala, jú, ég skil ósköp vel!“ George andvarpaði. „All right. Hvað á Oafnið að verða? Schneider?" „Farðu nú ekki að verða beizkur, kunningi. Hann kunni vel við þig og hann er þér mjög þakklátur." Litlu síðar leit George upp aftur. „Hvað verður nú um þig?“ „Mig? O, ég kemst af. Þetta er auðveldara fyrir mig, ég er brezkur rikisborgari. Það eru margir, sem ég get farið til. Ég JAMES BOJVD - JAMÉS BOJVÐ - JAMES BOJXIf Njósnarinn og kvennagulJið JAMES BCND 007 - 007 í nýrri sögu: I þjónustu hennar hátignar JAMES BOND sögurnar seljast nú meira um allan lieim en noklaar aðrar njósnarasögur. í þjónustu hennar hátignar er komin í bókaverzlanir um allt land. JAMES BOND - JAMES BOND - JAMES BOND gæti jafnvel tekið aftur upp sam- starf við liðþjálfann, ef mér byði svo við að horfa ...“ „Þú veizt þá hvert hann ætl- ar?“ „Já, en ég veit ekki hvernig. Hann er ef til vill á þessari stundu kominn um borð í skip í Saloniki. En það get ég ekki, sagt með vissu. Það sem ég ekki veit, getur enginn haft upp úr mér.“ „Þú ert þá hérna eingöngu til að gæta mín?“ „O, ég á nú lika að borga strákunum og hreinsa til og svoleiðis. Ég er eins konar full- trúi mannsins, ef svo mætti segja." Þeir sátu svolitla stund. Art- hur litaðist um í stofunni. Hann horfðist í augu við George. I þetta skipti tókst honum ekki alls kostar að hlæja. „Nú skal ég segja þér nokkuð, kunningi. Þar sem liðþjálfinn er farinn og allt það, þá erum við báðir hálfgert á útleið. Við eig- um slatta af þýzku víni til notk- unar við hátiðleg tækifæri. Eig- um við ekki að skipta með okk- ur flösku?" Sólin var komin hátt á loft þegar George vaknaði morgun- inn eftir. Hann leit á úrið — klukkan var átta. Morgnana tvo á undan hafði Arthur vakið hann á ósvikna hermannavísu klukkan sjö. Hann hlustaði. Það var algjör kyrrð í húsinu og engispretturn- ar fyrir utan virtust mjög hávær- ar. Hann fór og opnaði dyrnar. Vörðurinn var hvergi sjáan- legur. „Strákarnir" höíðu auð- sjáanlega fengið greidd sín laun og verið sagt upp. Hann fór niður. 1 borðstofunni hafði Arthur skilið eftir boð ásamt bréfi til hans. George las fyrst skilaboðin. „Jæja, kunningi — ég, vona að þú sért ekki of timbraður! Hér er bréf, .sem. Schirmer lið- þjálfi bað rpig fyrir til þín. Mér þykir leift, að ég skúli ekki geta lánað þér rakvélina mína í dag, en ég á aðeins þessa einu. Þegar þú nú snýrð aftur til okkar dá samlegu siðmenningar, skaltu bara ganga upp milli trjánna, fram hjá staðnum þar sem við lögðum bilnum og halda síðan til hægri. Þú getur ekki viílzt. Þetta eru aðeins' fáeinir kíló- metrar. Enginn hérna megin mun gera þér neitt. Þú hittir bráðlega lögregluflokk hinum megin við landamærin. Gleymdu ekki að gera það sem þú getur fyrir gamla bílstjórann. Það var gaman að kynnast þér. Beztu kveðjur. Arthur. Bréfið frá liðþjálfanum var skrifað með reglulegri rithönd ungfrú Kolin. „Kæri herra Carey! Ég hef beðið Maríu að skrifa þetta fyrir mig, til þess að hugsanir mínar og tilfinn- ingar verði bornar greinilega fram á yðar máli. Fyrst vildi ég gjarnan leyfa mér að biðja yður afsökunar á því hve fyrirvaralaust og fruntalega ég yfirgaf yður og fátt varð um kveðjur. Undir- •liðþjálfinn hefur án efa skýrt fyrir yður málavöxtu og ástæður mínar til að vilja ekki fara með yður til Ame- ríku. Ég treysti því að þér munið skilja mig. Mér urðu það auðvitað vonbrigði þar sem ég ávallt óskaði þess að sjá land yðar. Ef til vill verð- ur mér það mögulegt ein- hvern góðan veðurdag. Og nú vildi ég láta í ljósi þakklæti mitt við yður og þá aðila, sem sendu yður hingað. María hefur sagt mér af' bjargföstum ásetningi yðar að finna mann, sem þér höfð- uð allar ástæður til að ætla að væri dauður. Það er mikill kostur að geta haldið áfram ofurlítið lengur, þegar aðrir kjarkminni eru reiðubúnir að gefast upp. Mér þykir leitt að þér skuluð ekki hljóta aðra umbun fyrir erfiði yðar en þakklæti mitt, en það er ein- lægt, vinur minn. Ég hefði gjarnan tekið við þessum miklu peningum ef það hefði verið mér mögulegt, en skjöl- in sem þér færðuð mér veita mér langtum meiri ánægju. Peningarnir finnst mér ekki að komi mér neitt við. Þeirra er aflað í Ameríku af Ame- rikurr.mni. Mér myndi tinn- ast það réttlátt, svo framar- lega sem ég er eini erfing- inn, að þeir rynnu til hins opinbera í Pennsylvania. Minn i’éttmæti arfur er sú vitn- eskja, sem þér hafið látið mér í té um uppruna minn og sjáifan mig. Það hefur gerzt svo margt og Eylau er fjar- 41 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.