Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 9
GRATT GAMAN Guitary Aimeé var fátæk saumakona og hafði einu sinni þjónað við hirð Egyptalandsdrottningar. Fyrir skömmu fékk hún upphringingu frá lögfræðiskrifstofu, þar sem henni var sagt, að drottningin, sem þá var nýlátin, hefði arfleitt hana að 180 milljónum ísl. króna. Nú tóku við miklir hamingjudagar og nábúarnir héldu henni veglega veizlu, auðvitað í von um að einhverjir molar hrytu af borðum saumakonunnar. Svo fékk hún aftur upphringingu frá skrif- stofunni, þar sem hún var beðin að mæta á ákveðnum tíma. Saumakonan gekk léttum skrcfum inn í skrifstofuna til að taka við arfinum, en varð heldur betur fyrir vonbrigð- um. Hún átti alls engan arf í vændum, heldur var lög- fræðingurinn að rukka hana um andvirði einhverra bóka fyrir hönd dánarbús drottningar. Fyrri upphringingin hafði verið heldur grátt gaman hjá einum skrifstofuþjóninum, sem var rekinn á stundinni. Saumakonan fékk alvarlegt taugaáfall og nágrannarnir sáu fram á að þeir hefðu lagt í mikinn kostnað, án þess að verða neinnar náðar aðnjót- andi. Er liún ólétt? Belgar velta því nú mjög fyrir sér hvort Fabiola drottning þeirra sé í raun- inni þunguð. Eða svo mað- ur komist diplómatískt að orði: Hvort þeir eigi í vændum að eignast ríkis- arfa innan skamms? Orð- rómurinn um þetta ku vera svo sterkur, að trú- lega hafa þjóðarbrotin tvö, Vallónar og frönsku- mælandi Belgar, gleymt málametingi sínum og tala saman um málið á belgísku! Málið komst á flugstig, þegar fréttist að páfi hafi veitt drottningu áheyrn, en það er ná- kyæmlega það sama og gerðist, síðast er hún vænti sín. &unoA/HC/ 'hioufíiQ REYNIÐ ÞESSAR HEIMSFRÆBU GÆÐAVÖRUR OG SANN- FÆRIZT UM ÁHRIFAMÁTT ÞEÍIRRA FÁST i FLESTUM LEIÐANDI SNYRTIVÖRUVERZLUNUM SIMVRTIVÖRUR Hf. HEaoveRuuN sími; 11020 11021 ( C\*naa/hC/ NÚ ER VANDALÍTIO AD VIÐHALDA UNGU ÚTLITI OG AUKA Á FEGURÐ SÍNA EINFALDLEGA MEÐ RVÍ AÐ NDTA SNYRTIVÖRURNAR f RÁ FALKIIMN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.