Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 18
MOILANDINN TEXTI: GRETAR ODDSSOIM UPP írá Kópavoginum gengur daiverpi milli lágra hálsa og er kallað Fifuhvammur. Ótrúlegt er samt að það nafn eigi við dalinn allan, heldur innsta hluta hans og það eru hreint ekki mörg ár síðan frítt var þangað að líta frá Hafnarfjarðarveginum. Heldur þótti manni þó undarlegt að sjá fífubreiðurnar með- fram veginum í Fossvogi, en sjaldan eða aldrei hvítan koll við veginn í Fífuhvammi. Nú eru „hættulegar bakteríur í læknum" eins og Alþýðublaðið komst svo sniildarlega að orði og satt er það reyndar að Kópavogslækurinn rennur til sjáv- ar sem eitt allsherjar frárennsli frá byggðinni sunnan • í Digraneshálsinum. Þó er mér tjáð að einn af fyrr- verandi bæjarstjórum í Kópavogi hafi ekki skort vilja til að bæta hér úr. Á yndisfögru sumarkvöldi dvaldi hann við lækinn og andaði að sér ferskum ilminum af þegnum sínum. Síðan gekk hann í stemmn- ingu niður eftir læknum og í einni sjónhendingu datt lausnin ofan í hann. Að setja lækinn í stokk. En þegar hann kom niður undir ósinn rofnaði stemmn- ingin, því honum varð allt í einu ljóst að það myndi verða bæjarfélaginu ofviða að setja sjálfan Kópa- voginn í stokk: Gott ef ekki verkfræðilegur ómögu- leiki. Síðan hefur lækurinn runnið opinn til sjávar eins og við upphaf íslandsbyggðar og íbúunum fjölg- ar jafnt og þétt í slakkanum sunnan í hálsinum. Sögulegar minningar, sem tengdar eru við ósa Kópavogslækjar eru álíka ófélegar og fjaran fram undan brúnni. Fólki, sem komst upp á kant við Stóra- dóm, var drekkt þar eins og kettlingum í poka. Þó stendur ekki líkt því eins mikill dýrðarljómi af lón- inu innan við brúna og hinum drekkingarhylnum við brúna yfir Öxará á Þingvöllum. Þarna voru menn líka afhöfðaðir og hengdir, rétt eins og á Þingvöll- um við Öxará og þarna ku vera dysjar út um allt. Annars væri gaman fyrir grúskara að athuga hvort 15., 16, og 17. öldin hafi ekki dysjað fuilt eins marga einstaklinga utangarðs í sekt, eins og hina sem fengu kristilegan legstað í kirkjugarði. i8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.