Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 40
 Það nýjasta á gólfin kemur frá Krommenk Linoleum, gólfflísar og vinylgólfdúkur með dfösfu korki eða fílti allt hollenzkar gœðavörur frd stœrstu framleiðendum Evrópu á þessu sviði. Fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. MÁLARINN Bankastræti 7 — sími 22866. fremstir á sviði læknavísinda. Enda þótt geimvísindamenn og læknar vinni nú að áætlun- um, sem ekki verða fram- kvæmdar enn um árabil, er sú aðferð að varðveita lifandi frumur og vefi í mjög miklum kulda, þegar notuð á sjúkra- húsum um allan heim. Hinir frægu augnbankar, þar sem augu nýlátinna manna eru geymd og hlutar þeirra síðan græddir í blint fólk, halda vöru sinni nýrri í frysti. Sams konar bankar, en minna þekktir geyma lifur, hjörtu, nýru, taugar, vöðva og bein, sem haldið er í frysti frá því að þau eru fjarlægð með skurð- aðgerð og þar til þörf er fyrir þau. Læknar eru á einu máli um það, að ígræðslur af þessu tagi séu líklegri til að gefa góðan árangur en notkun gervilíffæra. Möguleikarnir á því að fram- lengja líf heils mannslíkama á sama hátt og gert er við þessi brottnumdu líffæri, þýða þó ekki að maðurinn geti lifað að eilífu ef honum býður svo við að horfa. Hann heldur áfram að eldast á milli frystingar- tímabilanna, svo þótt maður, sem fæddur er á þessari öld geti frestað jarðarför sinni um nokkur hundruð ár, þá getur hann ekki gert sér vonir um að eiga fleiri ár í fullu fjöri en almennt gerist heldur dreifir hann þeim aðeins yfir lengra tímabil. í Þýzkalandi, þar sem hug- myndin hefur vakið almenna athygli og margar fyrirspurn- ir hafa borizt, lýsti hinn þekkti listamaður, Salvador Dali, því yfir í þýzka sjónvarpinu, að hann vildi láta frysta sig strax og endurlífgunaraðferðin hefði reynzt áreiðanleg. „Þá vildi ég láta lífga mig við með jöfnu millibili,' til þess að geta fylgzt með gangi málanna," sagði hann. En litlar líkur eru fyrir því, að Salvador Dali, sem nú •er sextíu og eins árs, fái að setjast í frystikistuna áður en líf hans fær eðlilegan endi. Þeir sem ekki eru bundnir þ'agmælskuheiti stjórnskipaðra geimrannsóknamanna viður- kenna að það sé tvennt ólíkt .að hraðfrysta smádýr eða ein- stök líffæri úr mönnum og að beita sömu aðferð við lifandi mann. Jafnvel .þótt sjúklingur væri dauðadæmdur vegna ó- læknandi sjúkdóms, myndi slíkt' ráð alménnt talið ómann- úðlegt. Hér verður farið varlega i sakirnar. Fleiri dýr verða beitt þessari auðsjáanlega sársauka- lausu aðgerð — þar til tilraun- ir heppnast á öpum. Er því marki hefur verið náð verða fyrstu tilraunirnar gerðar á mannlegum verum. Það eru engar ýkjur, að sum þeirra barna, sem fæðast á þessum áratug, eiga eftir að lifa lífi sínu í smáskömmtum næstu þúsund ár eða svo. • Furöugáfa Framh. af bls. 25. um hugarreikningi. En enginn hefur getað útskýrt hvernig far- ið er að þessu. Hin óvenjulega gáfa Leilu er því enn sem kom- ið er hulin ráðgáta. Við höfum mikinn áhuga á þessu máli, þar sem deild okkar hefur um margra ára skeið starfað að rannsóknum á því sem fram fer í undirvitund mannsins. Það er því mjög mikilvægt fyrir okkur að færa sönnur á það, hvaða afl það er, sem knýr mannsheilann þegar hann leys- ir úr einhverju vandamáli ó- meðvitað og í einu vetfangi." • Sálfræði Framh. af bls. 21. með fíngerðu grænu og hvítu mynstri og ættu að vera bundin upp, eða skreytt með dálitlu jarðarberjarauðu. Mat- borðið er í sama lit og önn~ ur borð og stólarnir eru- klæddir með jarðarberjarauðu plastefni, eða bólstraðir með mynstri svipuðu gluggatjöld- unum, en hálu til þess að það hrindi frá sér óhreinindum. Á borðunum hafið þér ef til vill brauðrist eða hrærivél í hvítu og skreyttu með stóru jarðar- beri og á veggjunum eru rauðf skeftir pottar. Að viðbættu blómi eða litskrúðugu dagatali á veggina, er tæplega rúm fyrir meiri liti. Hvítt er ekki litur, heldur litleysi og ísskápurinn og eldavélin, er við höfum ekki minnzt á ennþá gefa hreinlegt mótvægi í litasamvalið sem þér hafið valið. Viðareftirlíkingar á veggjum og skápum gefa el- húsinu fornari blæ, en ef of- gert er í þeim efnum, skapast tilhneiging til að herbergið verði dimmra en það á að vera. Ljósahlífarnar ættu að vera hvítar eða rjómalitar og ættu að lýsa vel í hvern krók ög kima. Yfir borðkróknum ætti að vera lágt ljós, sem gefur þægilega birtu við kvöldkaffið eða á rabbstund. í borðstofunni glitrar borð- búnaðurinn og kertaljósið gef- ur til kynna að borðhaldið sé viðhafnarmeira. Hér eru lág- stemmdir litir, vegna þess að áherzlan er á borðinu með skærlitum diskum og enn lit- skrúðugri mat. Þetta ætti að vera hljóðlát vistarvera í hljóð- látum litum. Hér er litauðgi ónauðsynleg. Dúkar og viður gefa nógan lit. Ávaxta- eða blómaskál í mesta lagi. Þegar þér veljið diskana, ættuð þér að hafa í huga, að skrautlegt mynstur í miðju disksins, er venjulega hulið áf matnum. Aftur á móti nýtúr mynstur á börmunum sín vel, Þér munuð fljótlega þreyt- ast á skrautlegum diskum — öruggara er að velja eitthvað léttmynstrað, eða eiga tvö stell. Alhvítt eða rjómalitað stell hefur möguleika, með tilliti til lögunar. Með hvítum diskum eykst fjölbreytnin við hvern nýjan lit á borðdúk eða munn- þurrku og með hugkvæmni í notkun blóma og kerta. Hvítt stell á ofnum diskamottum er hversdagslegt, en sama stellið á t. d. fjólulitum damaskdúk með blómaskál í miðju, fylltri grænum blöðum og bláum blómum gerir borðhaldið við- hafnarmeira. Þá er það maturinn sjálfur: Það er góð regla að láta ekki mat á diska með sama lit, þ. e. soðin hrísgrjón eru ekki lystí- 4Ö FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.