Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 15
AGA KHAN BERI LJÓSSINS þýðir ljós. Noor hefur borizt mann fram af manni frá spámanninum sjálfum til mín. Og næsti Aga Khan mun taka við því af mér. Yður hefur stundum ver- ið líkt við páfann. Eruð þér talinn óskeikull eins og hann? Orð Imamsins (trúarleið- togans) eru álitin óskeikult lögmál þegar um trúarleg efni er að ræða. Og það er til þess ætlazt, að allir Ismailítar fari eftir þeim. Flokkurinn beygir sig alger- lega fyrir valdi Imamsins og persónulegum skoðunum hans á trúarlegum efnum. Ismailíti sem ekki hlýðir boðum mínum — trúarlega séð — er samt ekki talinn trúvillingur. En hann til- heyrir ekki lengur Jamath, þ. e. flokki Ismailíta. Hann er Múhameðstrúarmaður eft- ir sem áður, en ekki Ismai- líti. Það er gerður alger greinarmunur á trúarlegum og veraldlegum málum hvað þessu viðvíkur. Ismailíti get- ur spurt mig ráða varðandi önnur mál en trúarleg og látið vera að fylgja þeim. En ef hann virðir að vettugi ákvarðanir Imamsins í trúar- legum efnum vekur hann andúð og óánægju annarra Ismailíta. Hafið þér nokkurn tíma neytt valds yðar til að gera róttækar breytingar á trú Ismailíta? Það er ekki hægt að breyta trúarbrögðum. Það er aðeins hægt að breyta vissum siðvenjum. Afi minn nam til dæmis úr gildi það lögboð, að konur Ismailíta- flokksins skyldu ganga með blæju fyrir andlitinu. Ég hef ekki tekið neinar slíkar ákvarðanir. En ég held, að mér sé óhætt að segja, að skoðanir mínar samræmist kröfum nútímans. Að ýmsu leyti er ég ólíkur afa mín- um, og það hlýtur að hafa sín áhrif á trúarbrögð okk- ar, þótt ekki beri mikið á því. Hafið þér gert nokkrar skyssur? Vissulega. Ég er mennsk- ur maður, en ekki guð. Iðrizt þér þeirra? Maður hlýtur alltaf að iðrast þegar manni verður á að gera skyssu sem hefur skaðlegar afleiðingar. Þá reynir maður venjulega að bæta fyrir brot sitt með ein- hverjum hætti. Það er líka hægt að gera skyssur án þess að vita af því eða af því að maður hefur fengið slæmar ráðleggingar eða af dómgreindarskorti. Ástæð- urnar geta verið margar. Finnst yður oft, að þér séuð misskilinn? Stundum. Ég held, að vest- rænar þjóðir geri sér litla grein fyrir stöðu minni, hvað ég geri og til hvers. Að sumu leyti stafar það af alls konar vitleysu sem um mig hefur verið skrifuð í blöðin, að öðru leyti á það sér sögulegar og trúarlegar orsakir. Þið Vesturlandabú- ar eruð svo vanir því að líta á trúarleiðtoga sem ólíka öðrum mönnum, ekki sem þátttakendur í venjulegu lífi. Við lítum allt öðruvísi á það. Trúarleiðtogi hjá okk- ur getur lifað eins og hver annar maður. Spámaðurinn Múhameð var bæði herfor- ingi og kaupsýslumaður þegar allt kom til alls. Hjá ykkur er trúarlegt og ver- aldlegt sitt hvað, en hjá okk- ur blandast það í eina heild. Ef til vill eru það auð- æfi yðar sem valda þessum misskilningi. Kristindómur- inn prédikar fátækt, og nú- tímapólitík jafnrétti, svo að fólk hefur tilhneigingu til að álíta aúðmenn vera annað hvort léttúðuga eða sið- spillta eða hvort tveggja í senn. Múhameðstrúarmenn eru ekki eins heillaðir af auð- æfum og þið á Vesturlönd- um. Og trú okkar heimtar ekki, að við lifum eins og betlarar eða látumst vera fátækir. Ekki gerir vestrænn kapí- talismi það heldur. Nei, en kristindómurinn upphefur fátæktina. Enginn Múhameðstrúarmaður sér neitt athugavert við ríkan mann ef hann lætur gott af sér leiða. Hann má gjarnan njóta auðæfa sinna og láta mikið á þeim bera ef hann kærir sig um, og engum dettur í hug að áfellast hann fyrir það. Annað mál sem við lítum öðruvísi á en þið er hjóna- bandið. Gifting er ekki trú- arleg athöfn hjá okkur. Hún er samningur milli manns og konu sem biðja að vísu um blessun guðs þegar þau gifta sig, en eru ekki rekin úr söfnuðinum, þótt þau skilji að skiptum. Mér virð- ist það skapa mikil vandræði hjá vestrænum þjóðum, að það er litið á hjónaskilnað sem synd gegn guði. Við höfum aðra skoðun á því máli, og hjá okkur er hjóna- skilnaður samt ekki nærri eins algengur og hjá ykkur á Vesturlöndum. Kannski af því að þið ger- ið ykkur ekki eins miklar óhyggjur af þessu öllu? Ja, kannski lítum við öðrum augum á samband mannsins við guð. Við hugs- um ekki eingöngu um að snúa okkur til hans í sorg- um og erfiðleikum. Nei, þér megið ekki misskilja mig. Þó að við álítum trú og gleði geta farið vel saman þýðir það ekki, að við höfum enga stjórn á okkur, drekkum eða neytum eiturlyfja. Og ef þið gerið það? Það er stranglega bannað. Sá sem það gerir hefnist fyr- ir það. Við höfum okkar reglur — lífsreglur sem ekki borgar sig fyrir neinn að brjóta. Áfengisneyzla er bönnuð hjá ykkur? Við segjum, að það sem aðskilji manninn frá dýrun- um sé hæfileiki hans til að hugsa. Allt sem skerðir þann hæfileika mannsins er nei- kvætt. Þess vegna er áfengis- neyzla bönnuð. Ég hef aldrei á ævi minni bragðað dropa af áfengi. Það er ekki fyrst og fremst af trúarástæðum, heldur af því að mig hefur aldrei langað til þess. Það getur líka valdið mis- skilningi gagnvart yður, að við hér á Vesturlöndum er- um vön því, að valdamiklir menn hagi sér afar virðu- lega á almannafæri og Iáti sér nægja að skemmta sér í sínu einkalífi. Aftur á móti virðizt þér léttlyndur á al- mannafæri en alvarlegur í einkalífi yðar. Þótt ég fari á veðreiðar stundum er ekki þar með sagt, að ég geri ekkert annað á milli. Og hvers vegna ætti ég að bæla niður alla gleði þegar ég er á annað borð að skemmta mér? Mér finnst tilhugsunin fáránleg. Það er ekki neitt smáræði FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.