Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 34
inn hafði fundið lista yfir alla leynilega flokksbræðut og stuðn ingsmenn i Saloniki umdæmínu og við tíndum þá út úr, sem unnu i bönkum og skrifstofum fyrirtækja, sem höfðu háar launagreiðsiur. Síðan leituðum við þá uppi og gáfum þeim liís síns gullna tækifæri tii þess að leggja flokknum lið á neyðar- stund, eins og stendur í bókinni að bolsjévíkarnir hafi gert. Við gátum alltaf sagt að við mynd- um ljóstra upp um þá, ef þeir yrðu tortryggnir, en við mætt- um engri mótspyrnu. 1 hverju einasta ráni, sem við höfum framið, höfum við haft einhvern á staðnum til þess að hjálpa okk- ur að viðhalda heiðri flokksins." Hann hló fyrirlitningarhlátri. „Ormar í ruslatunnunum sam- einist! Þeir gátu varla beðið þess að fá að svíkja það fólk, sem þeir unnu fyrir. Sumir þeirra hefðu látið pynda móður sína, ef fiokkurinn hefði krafizt þess, og það með glöðu geði! — Já, félagi. Sjálfsagt, félagi. Segðu bara til, félagi. — Ég hef oft verið að því kominn að kasta upp yfir því,“ bætti hann við með vandlætingu. „En það gaf sem sagt töluvert í aðra hönd?" „Að vísu, en ég get samt sem áður ekki þolað fólk, sem bítur höndina sem bitann gefur.“ „Er liðþjálfinn sama sinnis?“ „Hann?" sagði hinn hlæjandi. „Honum er sko sama, Veiztu það, ég held að til sé alls konar íólk. Það gerir hann ekki, hann þekkir aðeins tvær gerðir — þá sem maður vill hafa hjá sér þegar móti blæs og hina, sem maður vildi ekki hafa hjá sér hvað sem í boði væri.“ Hann brosti kankvíslega. „Og hann er mjög fljótur að taka ákvarð- anir.“ George kveikti sér í síðustu sígarettunni sinni og horfði hugsandi á hann um stund. Grun- urinn varð allt í einu að vissu. Hann kreisti tóman pakkann saman og fleyjði honum á borð- ið. „Hvar eru þau, Arthur?" „Hvar eru hver?“ Andlit Art- hurs varð að einu stóru, sakleys- islegu spurningarmerki. „Hættu nú, Arthur! Þau voru hér í gærkvöldi, það veit ég, því ég heyrði liðþjálfann koma inn um miðnætti og tala við þig. En í morgun var hvorki hann hérna né ungfrú Kolin. Að minnsta kosti sá ég hann ekki og henni hefur ekki verið færð ur matur. Jæja, hvar eru þau?“ „Ég veit það ekki.“ „Hugsaðu þig aftur um.“ „Ég veit það ekki, Carey, og það er staðreynd.“ „Er hann farinn fyrir fullt og aiit?“ Arthur hikaði og yppti öxlum. „Já, hann er það.“ George kinkaði kolli. Hann hafði haft hugboð um þetta, en nú þegar hann hafði fengið vissu, kom fréttin eins og reið- arslag." „Hvers vegna er mér haldið hér?“ „Hann verður að hafa ráðrúm tii að komast burt.“ „Burt frá mér?“ „Nei, burt úr þessu landi.“ Arthur hallaði sér að honum. „Sjáðu til, ef nú Chrysantos tæki þig til meðferðar og þú kjaftaðir frá öllu saman, að hann væri á leið úr landinu? Ég er ekki að segja að þú ætlir þér að gera það, en hann er slóttugri en refur, sá náungi. Þú hlýtur þó að sjá, að það kynni að eyðileggja eitt og annað, er það ekki?" „Jú. Hann hafði þá þegar ákveðið hvað hann ætlaði að gera. Mér finnst nú, að hann hefði getað sagt mér það.“ „Hann bað mig um það, herra Carey. Ég átti að bíða þar til eftir kvöldmat, aðeins til að vera viss, en þú getur allt eins vel fengið að vita það núna. Hann hafði ekki ýkja mikinn tíma, skilurðu. Við höfum verið reiðu búnir að halda af stað dögum saman. Hann lauk við undir búninginn í gær og kom aðeins til að vita, hvort hún vildi koma með.“ „Og hún vildi það?“ „Já, hvort hún vildi. Hún má ekki af honum sjá! Það er sko ekkert um að villast!" „Er hann ekki hræddur um, að hún framselji hann aftur?“ Arthur hló. „Vertu nú ekki svona heimskur, kunningi. Hún hefur beðið allt sitt líf eftir manni eins og honum." „Ég skil það samt ekki.. „Það er eflaust með þig eins og mig,“ sagði Arthur hug- hreystandi. „Ég vil heldur hafa þær svolítið stilltari. En hvað peningunum viðvíkur ...“ „Já, peningarnir." „Við ræddum dálítið um það, hann og ég, herra Carey, og við komumst að niðurstöðu. Hann hefði aldrei getað gert kröfu til þessara peninga. Það sérðu sjálf- ur, er það ekki? Þú varst að tala um samþykktir varðandi framsal á afbrotamönnum og hvaðeina, en það er alls ekki aðalatriðið. Þetta hefði allt kom- Framh. á bls. 41. LEIKIÐ FJÓR- HENT Æsispennandi framhaldssaga eftir Hildu Lawrence HRðLLVEKJA OG ÁSTARSAGA HEFS í NÆSTA BLAÐI 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.