Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 39
Tjöld með stálsiílum föstum botni 2ja manna.................................. Kr. 1.780.00 3ja manna................................... — 1.990.00 3ja manna dönsk Cosy-tjöld.................. — 2.500.00 4ra manna.................................. — 2.290.00 5 manna .................................... — 2.790.00 5 manna dönsk Cosy-tjöld.................... — 3.800.00 5 manna með himni .......................... — 3.690.00 6 manna .................................... — 3.990.00 Sænsk tjöld, stærð 2x2.50 m................. — 3.150.00 Sóltjöld ................................... — 3.300.00 Indíánatjöld — Leiktjöld ................... — 350.00 Sænsk tjaldborð með 4 stólum................ — 998.00 Mæniásar fyrir 2—5 manna tjöld.............. — 120.1)0 Sænskar veiðistengur........................ — 198.00 Veiðistangahjól ............................ — 165.00 Frönsk gassuðutæki ......................... — 297.00 Franskar gasluktir ......................... — 395.00 Vindsængur — sólstólar...................... — 690.00 Vindsængurpumpur............................ — 78.00 Bakpokar, margar gerðir, verð frá........... — 715.00 Pottasett með stálpönnu .................... — 530.00 Veiðiúlpur.................................. — 325.00 Þið gerið beztu kaupin þar sem úrvalið er mest. FERÐAVÖRUDEILDIN er á II. hæð. UVERPOOL wmBm læknastettarinnar, dómara og lögfræðinga ekki tekizt að fá kjarklitla stjórnmálamenn til að hrófla við þeim. Þar til löggjafarvaldið ákveð- ur að breyta þessum lögum eða afnema þau, virðist því eina lausnin sú, að læknar hætti að hika og hliðra sér hjá að nota þann rétt, sem þeir þégar hafa til að úrskurða samkvæmt eigin dómgreind, að lífi og heilsu barnshafandi konu sé hætta búin, nema fóstur- eyðing komi til. Líkur benda hvarvetna til þess að frjáls- legri fóstureyðingarlöggjöf yrði fagnað meðal alls þorra manna og andstaða vegna trúmála eða misskilinnar siðferðiskenndar myndi reynast mun minni en hingað til hefur verið gert ráð fyrir. Þjóðfélagið getur ef til vill þvingað móður til að ala barn sitt lögum samkvæmt. En það getur ekki komið í veg fyrir að hún fyllist beiskju né held- ur því að beiskja hennar bitni beinlínis eða óbeinlínis á barn- inu. Ekkert er jafnsorglegt og örlagaríkt fyrir barnið og skiiningur þess á því, að það er ekki velkomið. Þessi börn, sem fæðast í ónáð og gegn viija foreldra sinna, ríkra jafnt sem fátækra leggja drjúgan skerf til íbúatölu hvers konar geð- lækninga og uppeldisstofnana. Munaðarleysingjahæli, upp- eldisskólar og aðrar opinberar stofnanir verða oftast að taka að sér það vandasama hlut- verk að tjasla saman sálarbrot- Um óvelkominna yfirgefinna barna. Skynsamlegra væ'ri, að grípa fyrir rætur meinsins og kappkosta að ekkert barn fædd- ist í þennan heim, sem ekki Væri ástríkum foreldrum sín- Um velkomin sending. Takmörkun barneigna, og þá fyrst og fremst getnaðarvarnir, með fóstureyðingar sem neyð- arúrræði, myndi geta aukið stórlega á hjónabandshamingju margra kvenna. Ekkert er lík- legra en að kona, sem fer fram á fóstureyðingu í dag óski sér af alhug að eignast barn að fimm árum liðnum. Fóstrið, sem hún lætur eyða, myndi ahtaf verða óvelkomið barn. Ef þörf hennar fyrir fóstur- eyðingu er ekki fullnægt, get- Ur hæglega svo farið, að hún kynnist aldrei hamingjunni við að eignast hið þráða barn. Þjóðfélagið mun því aðeins Vakna til ábyrgðar, að almenn viðurkenning fáist fyrir tak- mörkun fjölskyldustærðar, sem jákvæðrar, skapandi stefnu. (Þýtt og endursagt.). • 1000 ára Framh. af bls. 31. Það eru nú tvö ár síðan vís- indamenn héldu ráðstefnu í Washington til þess að semja áætlun um rannsóknir á fram- lengingu mannslífa. Kostnaður við hrað- og djúpfrystingu lík- ama og geymslu um ótakmark- aðan tíma var áætlaður um £3000. Þau forréttindi, að fá að dreifa ævi sinni yfir margra alda tímabil, yrðu því ærið kostnaðarsamt fyrirtæki, en ræðumenn bentu á að þennan kostnað mætti greiða í smá- afborgunum líkt og þegar menn kaupa sér vátryggingu. Yfirleitt bendir sú staðreynd að ráðstefnan var haldin í Washington til þess, að áhuga- samir menn þar séu ekki mikið að velta vöngum yfir 3000 sterlingspunda reikningi fyrir mannlega frystikistu. Framlenging mannslífa gæti leyst það vandamál við geim- ferðalög, sem í augnablikinu er með öllu óviðráðanlegt, en það er að kanna hnetti ann- arra sólkerfa. Mesti hraði, sem hægt yrði að ná úti í himin- geimnum, er fjörutíu þúsund mílur á klukkustund, en á þeim hraða yrðum við 60.000 ár að komast til nálægustu stjörnu næsta sólkerfis, sem er Proxima Centauri. Sú ferð yrði því ekki farin á venjulegrí mannsævi. En ef geimfarar yrðu frystir lifandi í upphafi ferðar myndu engri vandkvæði verða á að lífga þá aftur við á leiðarenda. Þeir myndu þá aðeins verða fáeinum mínútum eldri, en þegar þeir stigu inn í frystikistu geimskipsins á Kennedy-höfða. Þessi möguleiki er einn af mörgum sem verið er að rann- saka hjá American Institute of Aeronautics and Astronautics. Og það er vitað, að lengst inni í Sovét-Asíu vinna rússneskir vísindamenn af miklu kappi að lausn þessa sama vandamáls. Og það er ekki þægilegt fyrir Ameríkumenn til þess að vita að Rússar hafa löngum verið FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.