Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 28
Hvernig bregzt fólk við, þegar ráðizt er að því úti á götu með einhverja fáránlega spumingu um efni, sem engin leið er að vita fyrirfram hvort það hefur nokkurn minnsta áhuga á? Reynsla okkar á Fálkanum er sú, að fólk er yfirleitt vinsam- legt og reynir eftir beztu getu að liðsinna okkur. Við brugð- um okkur út eina dagstund og hittum fólk á förnum vegi og við störf sín og lögðum sína spurn- inguna fyrir hverja manneskju. Yfirleitt var hér um ungt fólk að rœða, eða á aldrinum 13 til 30 ára og nú skulum við gefa því orðið: 28 FÁLKINN ÁRNI BERGMANN blaðamaður við Þjóðviljann svarar spurningunni: „Á að leggja niður Þjóð- kirkjuna?“: — Alls ekki. Mér finnst sjálfsagt að hafa þjóðkirkju, sem tryggir manni ei- líft líf fyrir tiltölulega hóflegt árgjald miðað við dýrtíðina. Svo er ég ein- dregið fylgjandi þeirri kröfu Sverris Kristjánssonar sagnfræðings að biskup- ar verði 39 á íslandi. ÁRNI EINARSSON verzlunarstjóri i unglingafataverzlun- inni Karnahæ svarar spurningunni: „Er viðeigandi að reisa sláturhús í Skál- hoIti?“: — Ég sé ekkert athugavert við það, ef það er huggulegt slátúrhús og ekki auðkennt með SS merkinu. Það þætti mér dálítið óviðeigandi á þcim stað. EINAR SVERRISSON sagnfræðistúdent svarar spurningunni: „Hvernig geðjast þér að Þjóðverjum?“: r — Þjóðverjar eru heldur strembnir í umgengni og formfastir, en að öðru Ieyti ágætis fólk. Mér finnast þeir reynd- ar skárri austan megin en vestan. Það get ég líka sagt þeim til hróss, að ég hef aldrei heyrt þá jóðla, eins og Sviss- arar eru útsettir með. VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR svarar eftirfarandi spurningu: „Finnst þér Esjan falleg í raun og veru?“: — Já, mér finnst Esjan falleg. Ég ætla samt ekki að fara út í fjallgreinar- álit og bera hana saman við önnur f jöll, en hún skiptir skemmtilega litum og er aldrei eins þegar maður horfir á hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.