Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 42
SNYRTIVÖRUR HF. LAUGAVEGI 2G SÍMAR: n02D - 11021 - 35033 STÓ RKOSTLEG LÆKKUN Á ÞESSU VINSÆLA HÁRLAKKI SAMA STÆRÐ, SEM ÁÐUR KOSTAÐI lOB.- KOSTAR NU AÐEINS KR. BB.OO lr'gt okkur í tíma en hendurn- ar mætast yfir árabilið og við erum eitt. Ódauðleiki manns- ins býr í börnum hans. Ég vona að eignast mörg, og ef til vill mun María fæða mér þau. Hún segist sjálf óska þess. Undirliðþjálfinn hefur tjáð mér, að þér ætlið að vera svo vinsamlegur að liðsinna bil- stjóranum, sem var tekinn fastur. María biður yður að gefa honum ritvél sína og annað, sem hún skildi eftir í Florina, svo hann geti selt það og átt peningana. Hann heitir Douchko. Hún sendir yður einnig þakkir og biður yður afsökunar. Svo er ekki annað eftir en að þakka yður enn einu sinni og óska yður ails góðs í framtíðinni. Ég vona að við eigum eftir að hittast aftur. Yðar einlægur, Franz Schirmer." Hann hafði sjálfur skrifað undir. George stakk bréfinu i vasann, sótti skjalatöskuna upp í her- bergi sitt og lagði af stað upp milli furutrjánna. Morgunninn var svalur og hressandi og ilmur- inn unaðslegur. Hann fór að bræða það með sér, hvað hann ætti að segja við Chrysantos of- ursta. Ofurstinn yrði sjálfsagt lítið hrifinn. Það yrði herra Sistrom sömuleiðis. Ástandið var í rauninni allt annað en gott. George braut heilann um það, hvers vegna hann héldi samt áfram að hlæja innra með sér, þar sem hann þrammaði áleiðis til landamæranna. ENDIR. • Brennimerkt Framh. af bls. 24. ljós langvinna berklaveiki eða hreint og beint krabbamein. Hár hans var farið að grána við gagnaugun, en lifandi og fjör- legt augnaráðið vóg upp á móti þessu aldursmerki. Stenfeldt fannst allt í einu að hann kann- aðist við hann. Var hann lærð- ur læknir, sem hafði dregið sig í hlé og lifði nú kyrrlátu ein- setumannslífi uppi í fjöllunum? Hafði hann einhvern tíma geng- ið um deild Stenfeldts sem þátt- takandi í erlendri iæknaheim- sókn? Nei, eftir því sem Sten- feldt mundi bezt, hafði hann al- drei verið leiðsögumaður erlends læknahóps. Og samt sem áður — það var eitthvað við andlit mannsins, sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. — Fyrir tæpri viku fenguð þér heimsókn af ungri konu, sem hét Grete Rosenberg — hún var Svíi eins og ég. Stendur það heima? — Já, það stendur heima. Róieg en árvökur augu Meyers viku ekki frá andliti gestsins. Málrómur hans var vingjarnleg- ur og umburðarlyndur, en í hon- um var einhver undirtónn gætni og baráttuvilja. — Rannsökuðuð þér hana? Reynduð þér að gefa henni ein- hverja úrlausn? Andlit Meyers var sviplaust. — Ég ráðlagði henni að leita til doktor Weisenfeld í Chur. Hún er sérfræðingur í kvensjúkdóm- um. Þekkið þér ungfrú Rosen- berg eða eruð þér að leika leyni- lögreglumann? Fjandsamleg spenna var að myndast á milli þeirra, og Sten- feldt dró við sig svarið. Augna- ráð hans hvarflaði aftur um her- bergið. Þetta var móttökuher- bergi skottulæknis. Bækurnar á hillunum voru úrvalslæknabók- menntir á ensku, þýzku, frönsku og ítölsku. Sum verkin voru svo ný af nálinni, að Stenfeldt sjálf- ur hafði ekki haft tima til að lesa þau. Á hillu lá hlaði af tima- ritum sem enginn gat haft neina ánægju af nema vísindamaður, og á annarri hillu stóðu nokkrir silfurbikarar, til skrauts eða angurværrar minningar um þá horfnu æskutíð, er Meyer hafði enn ekki verið tekinn fanga- fangabrögðum af neinum sjúk- dómi. Meyer náði í flösku og tvö glös út úr einum skápnum. — Þér hafið komið langa leið og ekki haft erindi sem erfiði, sagði hann. Mætti ég bjóða yður glas af koniaki áður en leiðir okkar skilja aftur? Stenfeldt þáði boðið. Hann hafði það afar sterkt á tilfinn- ingunni, að Meyer væri meiri læknir en hann vildi vera láta. Hann tók við glasinu og virti hinn holdskarpa mann fyrir sér. Þetta sérkennilega andlit, gáska- fullt, rólegt, árvakurt, gamalt og drengjalega fjörlegt í senn. Einhvers staðar hafði hann séð það áður. Var...? Það kom einkennilegur glampi I augu Meyers þegar hann lyfti glasi sínu. — Þér eruð svo áhyggjufullur á svipinn, doktor Stenfeldt. Ég held ekki að þér þurfið' að bera neinn kvíðboga fyrir ungfrú Rosenberg. Vand- kvæði hennar eru mestmegnis sálræn. Gefið henni ofurlitla ást og þá mun náttúran sjá um hitt. Stenfeldt leit hvasst á gest- gjafa sinn. Ráðlegging Meyers gat verið vinsamlega ætluð én. hún hljómaði eins og hroki. Að- ferð til að losna i snatri en jafn-' framt elskulega við óæskilegan gest. Þá sá hann allt í einu hver maðurinn var hinum megin við borðið. Hann lagði frá sér glas- ið án þess að bargða á koníak- inu og sagði stillilega: — Fáið þér margar heimsókn- ir á sunnudögum, herra Meyer? — Það kemur alltaf reytingur af ferðamönnum eftir hádegið og vilja láta búa um skrámur sínar. Svigbrautir eru hættuleg leikföng. — En nú er enn ekki komið hádegi. Getum við átt von á að næstu klukkustundir verið róleg- ar? Meyer lagði einnig frá sér glasið. Augnaráð hans breytt- ist og varð hart sem gler. — Vild- uð þér tala ofurlítið Ijósara? Ég er hræddur um að ég skilji ekki alveg hvað þér eruð að fara. Stenfeldt tók tilhlaup eins og fyrir lífshættulegt stökk. — Þér spurðuð áðan hvort ég þekkti ungfrú ,Rosenberg eða hvort ég væri aðeins að leika leynilög- reglumann. Ég get svarað hvoru tvcggja játandi. Ég elska hana, og þess vegna ætla ég mér ekki að yfirgefa hús yðar fyrr en ég hef fengið skýringu á nokkrum atriðum, sem skipta mig og hana miklu máli. Ég vona, að þér gefið mér þá skýringu — herra Heinrich Hoffmann! Náttúrulæknirinn og heimspek- ingurinn Meyer hélt grímunni aðdáanlega vel. Ef til vill herpt- ust vöðvarnir í skarpleitu and- liti hans örstutta stund, ef til vill hertu fingur hans tak sitt um glasið ofurlítið. En augna- ráð hans var óbreytt og rólegt. Allt að því fjarhuga, eins og hann hefði ekki tekið eftir því að sænski læknirinn kallaði hann Heinrich Hoffmann, dreypti hann á koníakinu og lyfti brún- um í þögulli viðurkenningu. Lars Stenfeldt lagði aftur aug- un og reyndi að mana fram í huga sér ljósmyndina, sem hann hafði uppgötvað í Garmisch um haustið. Aðaldrættirnir í andliti hins unga skíðamanns bentu rak- leitt á Meyer. Sérkennilega kant- að hökulagið og hol gagnaugun, sem raunar var það einkenni á myndinni, sem sízt hafði sam- ræmzt útliti Hoffmanns yfir- læknis í Stokkhólmi. — Þér eruð eitthvað að gera að gamni yðar, herra Stenfeldt. Ruglið þér mér ekki saman við einhvern annan? Stenfeldt stóð upp og gekk gegnum herbergið. Hann tók Framh. á bls. 44. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.