Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 27

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 27
a ÐUR IAS OG JARÐAR :hafi komið kenning, studd nokkrum líkum, að tunglið væri „fætt af jörðu“ er hún var í hálfstorknu ástandi, hafa engar sönnur verið færðar á það. Á þessum ógnar langa tíma hafa margir tröllþungir loft- klettar fallið bæði á tungl og jörð, en öll ummerki hafa sætt ólíku hlutskipti. Á tungli hafa þau varðveitzt lítt breytt af því að þar er hvorki loft né vatn, m. ö. o. engin veðrun, en frá elztu tímum hefur jörðin verið þakin hafi og lofthjúp. Þurrlendinu hefur síðar skotið upp, aftur hulizt hafi og nýtt þurrlendi risið. Æ ofan í æ hafa myndazt heilir fjallgarðar, sem síðan hafa veðrazt og sorfizt niður í rót fyrir áhrif frosta, vatns og veðra, og síðan aðrir risið á öðrum stöðum. Þannig hefur gjörvallt yfirborð jarðar bylzt og brotizt í tímanna rás. Á tunglinu hefur þessu verið öfugt farið, samkvæmt því sem áður var sagt. Þá er og vel hugsanlegt, að loftsteinaföll hafi verið tíðari á fyrri jarðöldum. Smástirni, stór og lítil, ásamt öðrum víga- hnöttum. heyra sólkerfinu til, og erfitt er að hugsa sér að þau endurnýist, svo að vel er hugsanlegt að tíðleiki loft- steinafalla hafi rénað að mun. Við þurfum ekki að snúa mjög mörg hundruð milljónir ára aftur í tímann, til að komast að raun um, að þá var yfirborð jarðar mjög frábrugðið því sem nú er. Gífurlegir vígahnettir hafa getað myndað feikna mikla gíga, sem nú eru afmáðir með öllu — annað hvort komnir undir yfirborð hafsins eða þaktir síðari hafa setlögum, sem aftur eru komin upp úr sjó. Þeir felast því djúpt undir yfirborði jarðar. Vart hefur orðið slíkra fornjarðfræðilegra gíga, sem þá sýna, að tröll- auknir loftsteinar hafa og fallið á okkar jörð. í samanburði við hina meiri háttar tunglgíga er Arizona-gígurinn hreinn dvergur. Einn mesti gígur tungls, sá sem kenndur er við Kópernikus, er um 75 km í þvermál. Áætlað hefur verið, að um 100 þúsund mikil loftsteinaföll hafi orðið á tunglinu siðustu 3000 milljónir ára, og svarar það til þess að meiri háttar loftsteinsfjall hafi hitt tunglið 30 þúsundasta hvert ár. Til samanburðar má geta þess, að skráð- ar heimildir mannkynssögunnar ná í mesta lagi 5—6 þúsund ár aftur í tímann. Jörðin mun hafa orðið fyrir svipuðum ágangi aðvífandi geimkletta, en allar aðstæður vóru slíkar, að öll ummerki voru nokkuð fljótlega — fljótlega í jarðfræðilegum skilningi — útmáð. ísaldarjöklar hefluðu niður víðáttumikil svæði og fluttu efnið til annarra staða. Þá urðu regn og vindar, flóð og straumvötn til að skola öllum lauslegum yfirborðsefnum til sjávar, en að vísu áttu þau oft fyrir sér að lyftast upp í dagsins ljós löngu siðar. Þetta voru atverkanir náttúru, sem á þennan hátt endurnýjar sjálfa sig á tímabilum, sem eru stjarn- fræðilega mjög stutt, en líffræðilega nógu löng til að skapa og ala nýjar líftegundir hvað eftir annað. — og sjá þeim á bak. i Bezta myndavélin fyrir litmyndir kemur frá CUDO GLER FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.