Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 11
ætti að lagast með tímanum. Við höfum svo takmörkuð fjár- ráð, að við verðum alltaf að reyna að fá myndir á lágu verði, og það þýðir tíu bréf í staðinn fyrir eitt meðan maður er að semja um viðskiptin. Þeir eru harðir þessir karlar úti, láta ekki snúa á sig, enda eru þeir vanir því, að ekki sé spurt um kostnaðarhliðina, heldur aðeins bezta efnið og beztu kraftana.“ HANN eyðir miklum tíma í að skoða sjónvarpskvikmyndir og velja úr það sem honum lízt vel á. „Það er efni úr öllum áttum, jafnvel frá Kína. Áðan var ég að skoða prógramm frá Peking óperunni, reglulega skemmtilegt. fannst mér. En það er erfitt að velja; það er ekki víst, að öðrum þyki gaman að efni sem ég hef ánægju af — og öfugt — og svo er smekk- ur manna náttúrlega mjög mismunandi. Við verðum að þreifa okkur áfram, bæði í gerð dagskrár og öðru, reyna að hafa eitthvað fyrir alla eftir því sem mögulegt er.“ „Hvað ætli dagskráin verði löng?“ „Það getum við víst ekkert sagt um enn. Með þetta starfslið •— við höfum heimild til að ráða þrjátíu menn alls — myndi ég halda, að tveir til tveir og hálfur tími væri hámark. En það er að því leyti vandasamara að setja saman stutta dag- skrá en langa, að þá er ekki hægt að fullnægja kröfum eins margra um efnisval.“ UM væntanlegt sjónvarpsefni er hann þögull sem gröfin. Það má ekki eyðileggja spenninginn með því að tala of mikið fyrirfram. „Við reynum auðvitað að hafa það eins fjöl- breytt og skemmtilegt og kostur verður á. Qg ég býst fast- lega við. að fólk hafi ekki síður gaman af mistökum okkar og klaufaskap en því sem vel gengur. En maður má ekki vera of hræddur við að gera sig hlægilegan við og við — mér finnst skipta meira máli að forðast of mikinn hátíðleik, enda verkar kannski ekkert eins hlægilega og einmitt hann. Okkur dettur ekki í hug að reikna með því, að allt gangi eins og í sögu, og að við getum keppt við reynda og þjálfaða sjón- varpsmenn í öðrum löndum þar sem notuð eru fullkomnustu tæki, hvergi neitt til sparað, hvorki tími né peningar, og hægt að velja úr heimsins beztu skemmtikröftum. Nei, nei. En ég er viss um, að við mætum umburðarlyndi hjá almenningi meðan við erum að fikra okkur áfram og læra af reynslunni.“ „Hvað reiknið þið með mörgum áhorfendum?“ „Ja, einhvern tíma nýlega var sagt, að rúm tíu þúsund sjónvarpstæki væru komin í notkun hér á landi nú þegar, og þeim á sjálfsagt eftir að fjölga. Það eru eilífar getgátur á lofti um áhorfendafjöldann, og þeir bjartsýnustu segja, að hann geti orðið á annað hundrað þúsund. Ef útsendingin verð- ur góð eigum við að ná öllu Suðurlandsundirlendinu og Vest- mannaeyjum, skilst mér.“ „Getið þið sjónvarpað t. d. leiksýningum, konsertum og myndlistarsýningum beint eða verður allt að fara fram í upp- tökusalnum hér?“ „Þangað til við fáum meira af tækjum verðum við að binda útsendingarnar við stöðina hér en með fleiri upptökuvögnum væri auðvitað hægt að sækja efnið víðar og sjónvarpa beint frá stöðunum. Það er verst, að öll þau tæki sem notuð eru við sjónvarp eru svo dýr, að við höfum ekki fjármagn til að afla okkur eins margra og æskilegt væri. Til að byrja með verðum við að láta okkur nægja að senda út héðan úr upptökusaln- um og taka annað efni á filmur.“ TLIÐ þið að setja íslenzkan texta á erlendar kvikmynd- ir eða hafa íslenzkt tal með þeim?“ „Ja, það fer líka mest eftir því hvað við fáum af tækjum og þá ekki síður afkastagetu starfsliðsins. Það kostar nefnilega gífurlega vinnu að setja texta á mynd eða tal með henni. Það er sök sér fyrir kvikmyndahúsin sem geta búizt við, að myndin gangi vikum saman, en hjá okkur er liún sýnd eitt einasta skipti og búið. Við eigum von á textavél frá Noregi, og tón og tal innsetning (,,dubbing“) verður líka möguleg, þó varla strax í byrjun nema að takmöx-kuðu leyti. Mörgum leiðist að sjá texta á kvikmyndum ef þeir skilja málið sem leikið er á, og í sjónvarpi tekur textinn enn stærri hluta af skerminum. Ef til vill verður gripið til þess ráðs að kynna efnið á undan þegar því verður ekki komið við að setja texta á mynd eða tal með henni. Við verðum að prófa okkur áfram með þetta eins og allt annað og sjá hvað reynist bezta lausnin.“ „Hvernig er með förðun í sjónvarpi — verða nú t. d. stjórnmálamennirnir okkar að fara að púðra sig og mála til að taka sig nógu vel út á skerminum?" „Það er ekki þörf á mikilli förðun. Karlmenn þurfa senni- lega lítið sem ekkert, og konur geta málað sig eins og venju- lega þegar þær punta sig Það er mjög misjafnt hvernig and- lit koma út í sjónvarpi, en þegar með þarf er hægt að bjarga ýmsu með smábrögðum, aðallega í sambandi við ljósaáhrifin. Um að gera að láta allt sýnast sem eðlilegast.“ T?N leiklistin — er sjónvarpsleikur ekki töluvert frábrugð- inn sviðsleik og erfitt fyrir vana sviðsleikara að yfir- leika ekki þegar hvert smáatriði sést svona greinilega?“ „Jú, það er sjálfsagt vandi fyrir sviðsleikara, en okkar fólki tókst nú vel í 79 af stöðinni — Balling sagði, að þau hefðu hoppað inn í þetta eins og þau væru þaulvön kvik- myndaleik. Sjónvarpsleikur er þó líkari leikhúsuppsetningu en bíómynd, nema hvað alltaf má vara sig á, að hver smá- kækur sést og myndavélin ýkir öll blæbrigði.“ „Heldurðu, að þið gerið mikið að því að sjónvarpa leikrit- um?“ „Ætli það verði ekki stuttir leikþættir í flestum skemmti- prógrömmum... þ. e. a. s. ef við getum fengið menn til að skrifa þá fyrir okkur. Þegar fram í sækir ætti sjónvarpið að geta orðið til mikillar vakningar á sviði revíunnar — bæði þurfum við sjálfir að fá mikið af góðu skemmtiefni, og svo get ég ekki ímyndað mér annað en að það verði af- skaplega örvandi fyrir upprennandi revíuhöfunda að gera grín að öllum okkar axarsköftum í framtíðinni!" ★ ★ Ðonni gefur vinsaelustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einijvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem liann vclur sér eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum laúsnum. Vinsælar plötur í dag: 1. Kristina frán Vilhelmina — Sven Ingvars 2. Where Am I Going? — Petulla Clark 3. 19th Nervous Brakedown — Rolling Stones 4. I Don’t Wanna Say Good Night — Gary Lewis 5. Nessuno mi puó giudicare — Gene Pitney Platan er á blaðsíðu Nafn: .................................. Heimili: ............................... Ég vel mér nr............ Til vara nr. Garðar Lárusson, Safamýri 25, Reykjavík. VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.