Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 16
LÍF OG HEILSA Hvað er hægt að gera tíl hess að öll börn hafi sumarvinnu? Eftir ófeig J. ófeigsson lœkni AUK þeirrar suniarvinnu, sem börn eru almennt látin vinna væri ekkert eðli- lesra en að þau ynnu að því að jfræða upp lanrtið. Næstu 1—200 árin a. m. k. ætti að vera nóp verkefni fyrir elðri börn og ungiinga við ræktun meia og sanda, gTÓðursetn- ingu trjáa og blóma, hirðingu skóga o. s. frv. Ekkert er eins þýðingarmikið fyrir Ianrtið og það að jarðvegur þess sé bundinn en fjúki ekki út í veður og viml. „Það opin- bera“, sem allt er heimtað af Á og VERÐUR að greiða þennan kostnað. Börnin gætu t. d. unnið við ræktun þeirra skjólbelta, seni alþingi liefur samþykkt að kostuð verði af almanna fé. Ekki get ég hugs- að mér öruggari fjárfestingu en að láta æskuna græða upp og fegra lanilið. Börnin þurfa að fá sanngjarnt kaup eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Það er allt of algeng skoðun margra fullorðinna, að börn- um beri ekki sú greiðsla, sem þau eiga skilið miðað við afköst þeirra og oft kemur það fyrir að börn eru blátt áfram svikin að noí'kru eða öllu leyti um þá þóknun, sem þeim hefur verið lofuð í upp- hafi. Þetta er alvarlegt brot á velsæmi og mjög óheppi- leg uppelilisaðferð. Börn ættu ekki að fá nema hluta af kaupi sínu sein eyðslueyri (vasapeninga) heldur þarf að finna einhverja örugga leið til þess að fjármunir þeirra komi að sem mestu gagni. Mjög heppilegt væri, að svéitabörn, sem venjulega Kvekarar eru heimsins hjartabeztu menn, eins og allir vita. svo bar við að kvekari vaknaði um miðja nótt, og varð þess var að innbrotsþjófur var kominn í húsið. Hann fór á stjá, tók byssuna sína og fór inn í stofuna, þar sem þjófurinn var að tína saman silfur- borðbúnaðinn. hafa meir en nóg að gera á eigin heimilum fengju samt að vinna tíma úr hverju sumri með börnum frá sjávarsíð- unni. Þetta gæti m. a. þrosk- að sameiginlega þjóðernis- kennd æskunnar. í siðustu grein minni stakk ég upp á að dvöl barna og unglinga í skólum yrði lengd verulega dag hvern og hvern- ig hægt væri að verja þeim tima til gagns fyrir þau. Þar minntist ég ekki á verklega kennslu við ræktun jarðar, sem væri liægt að kenna að verulegu leyti í skólunum. í stað blautrar moldar og gróð- urs væri hægt að nota hrein- leg gerviefni t. d. smá plast- tré með rót, stofni og grein- um, sag í stað nioldar og svo framvegis. Þarna væri hægt að velja bestu nemend- urna sem flokksforingja og kenna þeim stjórn smáhópa. Að kunna til verka gerir af- köstin meiri og betri. Að glæða vinnugleði barns verð- ur því ómetanlegt veganesti. Þessar tillögur mínar munu mörgum virðast loftkastala- kenndur. Þær eru þó þær stað- rayndir, sem við verðum að horfast í augu við og þau vandamál, sem ef til vill eru þýðingarmestar fyrir þjóðina. „Að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei dag- laun að kvöldum, þvi svo lengist mannsævin mest“, sagði Stephan G. Stephanson. (Eftirprentun bönnuð) SÍÐASTA GREIN. — Kæri vinur, sagði kvek- arinn, — ekki langra mig að meiða þig eða nokkurn annan mann í heiminum, en þú stendur einmitt á þeim stað, sem ég ætlaði mér að skjóta á. Þjófurinn var fljótur að hverfa — með allt borðsilfr- ið. AGA KHAINI Framhald sem þér fáizt við samtímis þar sem þér eruð trúar- leiðtogi, stjórnmálaleiðtogi, ræktið veðreiðahesta og eruð að breyta Sardiníu í túrista- stað. Hvernig komizt þér yfir allt sem þér þurfið að gera? Veðreiðahestarnir og Sar- diníuævintýrið eru nú auð- vitað aukaatriði. Staða mín sem trúarleiðtogi er aðalatr- iðið, og allt annað verður að víkja fyrir kröfum hennar. En ég hef tíma til að sinna fleiru. Ég fer á fætur klukk- an sex á hverjum morgni, og mér verður mikið úr deg- inum. Verðið þér aldrei ringla'ð- ur í höfðinu þegar þér þurf- ið að tala á víxl við knapa og austræna kennimenn, ítalska kaupsýslumenn og stjórnmálamenn úr ýmsum áttum? Jú, það kemur fyrir. En um hádegið fer ég oftast í tveggja tíma útreiðartúr eða á ströndina til að synda í sjónum. Eftir það byrja ég aftur að vinna og held áfram til níu á kvöldin. Hálftíu borða ég kvöldmat. Farið þér ekkert út eftir það? Nei, þá er ég of þreyttur. Karim Aga Khan á veðreið- um í Englandi. Hann er eig- andi rúmlega 200 veðreiða- hesta sem hann fékk í arf eftir föður sinn, AIi Khan. Síðastliðið ár fór ég einu sinni í bíó og aldrei í leik- hús, ég hafði aldrei tíma til þess. Iðkið þér mikið íþróttir? Nei, ekki annað en sund og útreiðar. Einstöku sinn- um get ég skroppið á skíði. Um helgar fer ég í göngu; ferðir hvenær sem ég get, Maður verður að fá hreyf- ingu. Ég lærði að vinna þegar ég var í Harvard. Þegar afi minn dó varð ég Imam, og þá átti ég eftir átján mán: uði til að ljúka námi. Ég varð að fleygja öllu frá mér til að fara og hitta Ismailíta víða um heiminn. Smám saman fór mig að langa meira og meira til að ljúka prófi frá Harvard — ég vissi, að það var annað hvort að gera það strax eða aldrei. Ég hugsaði með mér, að ég skyldi bara hætta á það; ef ég félli yrði ég að taka því skynsamlega. Ég varð að ljúka átján mánaða námi á níu mánuðum. Og að sjálf- sögðu varð ég jafnframt að rækja skyldur mínar sem Aga Khan. Ég verð að viður- kenna, að lokaárið mitt í Harvard var afskaplega erfitt. Ég náði prófinu, en 16 FALKINN —v—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.