Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 20.06.1966, Blaðsíða 20
nBORGINNI Denver í Coloradofylki, brauzt glæpamaður inn til 27 ára gamallar húsmóður, keflaði hana, nauðgaði henni og flýði síðan. Maðurinn, sem var vörður úr nálægri flug- herstöð, náðist, játaði á sig tvær aðrar nauðg- anir og var dæmdur í 40 til 80 ára þrælkunar- vinnu. Síðar leiddu læknarannsóknir í ljós, að konan var barnshafandi. Fórnarlambinu og eiginmanni hennar var það Ijóst, að jafnvel þótt þau afréðu að halda barninu, myndu þau aldrei geta veitt því sömu ást og umhyggju og tveggja ára gamalli einkadóttur sinni. Eina lausnin virtist fóstureyðing. En enda þótt lög Coloradofylkis leyfi fóstureyðingu ,-,til þess að koma í veg fyrir alvarleg og varanleg líkamleg örkuml,“ þá veita þau engar slíkar ívilnanir fórnarlömbum nauðgara. Þegar konan sneri sér til saksóknarans, var henni sagt að „hún gæti ekki bætt fyrir einn glæp með því að fremja annan.“ Vinir hennar hvöttu hana til að leita uppi lækni sem framkvæmdi ólöglegar fóstureyðingar. Hún og maður hennar voru löghlýðin og strangtrúuð og neituðu að taka þann kost. Þau ákváðu að láta barnið fæðast eðlilega og gefa það síðan til ættleiðingar. „En,“ sagði húsmóðirin „það er ómögulegt að krefjast slíkrar þjáningar af nokkurri manneskju.“ Þeir sem lásu blöð að staðaldri fyrir nokkrum árum muna eftir frú Sherri Finkbine frá Phoenix, Arizona, sjónvarps- stjörnu og fjögurra barna móður, sem tekið hafði inn nýtt lyf, thalidomide. Árið 1962, þegar komið hafði í ljós að thalidomide var orsök vanskapnaðar á þúsundum ungbarna um alla Evrópu, varð hún að horfast í augu við þá staðreynd að 50 prósent líkur væru fyrir því að barnið sem hún gekk með yrði vanskapað. Sjúkrahús á staðnum svaraði játandi umsókn hennar um fóstureyðingu. í þessu fylki, sem víðast- hvar annars staðar er fóstureyðing því aðeins leyfð, að líf móðurinnar sé í hættu — en það sálræna áfall, sem móðir slíks vanskapnaðar verður fyrir, er álitið geta verið hættulegt lífi hennar. En sjúkrahúsið stóðst ekki andúðaröldu þá, sem skall á þvi frá almenningi og tók aftur ákvörðun sína. Frú Finkbine flaug til Svíþjóðar, þar sem lögleg fóstureyðing staðfesti að barn hennar myndi hafa fæðzt vanskapað. Margar raddir eru uppi um það víðs vegar, aðallega meðal frjálslyndra menntamanna, að löggjöfum og kirkjuvaldi þjóð- apna beri að endurskoða afstöðu sína til fóstureyðinga. Því 20 FÁLKINN FÚSTUR- EYDINGAR I HREIN- SKILNI fóstureyðingar eru langt frá því að vera sjaldgæf fyrirbrigði. Þær eru framkvæmdar hundrað þúsundum saman en aðeins lítil hundraðstala þeirra af lærðum læknum á sjúkrahúsum. í öllum hinum tilfellunum leita konur til skottulækna, sem margir hverjir eru hreinustu slátrarar. Eða þá að örvílnaðar konur reyna sjálfar að framkalla fósturlát með hvers konar frumstæðum áhöldum eða lífshættulegum upplausnum. Afleið- ingar þessara limlestingaraðgerða berast síðan unnvörpum til slysadeilda sjúkrahúsanna, og láta þar ófáar lífið af þessum völdum. .Með fóstureyðingu er átt við stöðvun þungunar áður en fóstrið hefur öðlazt lífsmöguleika utan legsins. Venjulegasta aðferðin við löglega fóstureyðingu sem nærri alltaf er notuð fyrstu þrjá mánuði meðgöngutímans, nefnist útvíkkun og sköfun. Skurðlæknirinn notar þá örsmátt hrífulaga áhald til þess að skafa veggi legsins. Aðgerðin er sársaukalaus, enda framkvæmd við svæfingu og sjúklingnum er sjaldan haldið lengur í sjúkrahúsinu en einn sólarhring. Ef framkvæma þarf fóstureyðingu eftir að þrír mánuðir eru liðnir af meðgöngu- tímanum, er venjulegasta aðferðin hysterotomy, eða minni háttar keisaraskurður. Örkuml og dauði af völdum skottulækna hafa breitt yfir þá staðreynd, að fóstureyðing framkvæmd á sjúkrahúsi við löglegar aðstæður hefur á síðustu áratugum orðið ein sú ein- faldasta og hættuminnsta af öllum skurðaðgerðum og dauðs- föll svo að segja óþekkt í því sambandi. í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu t. d., þar sem löglegar fóstur- eyðingar eru öllum frjálsar, er dauði af völdum hálskirtla; töku þrisvar til fjórum sinnum algengari og reynslan sýnir að fóstureyðing hefur mjög sjaldan nein áhrif á frjósemi móðurinnar og heilsufar almennt. Enda þótt læknisfræðin hafi löngum varað við sálrænum truflunum og þunglyndij sem fóstureyðing hefði í för með sér þá stafa þes^i vánd- kvæði miklu oftar af sektartilfinningunni sem þjóðfélagið vekur hjá konunni. Þar sem fóstureyðingar eru frjálsar og lögmætar hafa sálræn vandamál ekki gert vart við sig á læknaskýrslum. í flestum löndum er fóstureyðing aðeins leyfð ef hún getur talizt nauðsynleg til að bjarga lífi og heilsu móðurinnar. Þar sem „líf“ og „heilsa“ eru mjög teygjanleg hugtök, hlýtur hin alvarlega og erfiða ákvörðun að koma í hlut læknisins hverju sinni. Til þess að fórðast lögsókn grípur hann.oft til þess að láta fleiri lækna staðfesta úrskurð sinn og sums staðar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.