Fréttablaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 2
2 5. október 2009 MÁNUDAGUR
ERLENT Mahmoud Ahmadinejad,
forseti Írans, er úr gyðingafjöl-
skyldu sem snerist til íslam þegar
hann var fjögurra ára gamall.
Þetta var fullyrt
í breska blaðinu
The Daily Telegr-
aph í gær.
Blaðamenn
byggja fullyrð-
ingu sína meðal
annars á athug-
un sem þeir gerðu
á ljósmynd sem
tekin var í for-
setakosningun-
um þar í landi í
fyrra. Á myndinni heldur forset-
inn vegabréfi sínu galopnu og sé
í það rýnt má sjá að ættarnafn
hans var eitt sinn Sabourjian, en
það er gyðinganafn og þýðir vef-
ari. Forsetinn hefur margsinnis
lýst yfir andúð sinni á gyðingum,
meðal annars sagt að Ísrael ætti
að afmá af landakorti auk þess
sem hann hefur dregið í efa að
helförin hafi átt sér stað. - kdk
Auður Capital veitir fjárfestingaþjónustu
með áherslu á gagnsæi og áhættumeðvitund.
Við getum séð um
séreignarsparnaðinn þinn
Velkomin á opna kynningu til okkar
mánudaginn 5. okt. kl. 17:15,
Borgartúni 29, 3. hæð.
Auður fyrir þig
Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður
audur.is - 585 6500
VIRKJANIR Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra hefur ritað
meðmælabréf fyrir HS Orku
og Orkuveitu Reykjavíkur til
erlendra fjárfesta. Bréf af þessu
tagi eru gjarnan nefnd ástarbréf
og er ætlað að liðka til fyrir fjár-
festingum hérlendis. Steingrímur
staðfestir þetta en vill að öðru leyti
lítið tjá sig um efni bréfanna.
Ráðherra segir eðlilegt að
aðstoða við fjármögnun við þær
aðstæður sem nú eru uppi. Fjár-
málamarkaður sé í frosti og því sé
eðlilegt að liðka fyrir. „Það stend-
ur allt sem við höfum sagt að við
styðjum og greiðum götu þeirra
framkvæmda sem ákveðnar höfðu
verið áður en við komum í ríkis-
stjórn. Þá erum við áhugasöm um
að skoða ný verkefni,“ segir Stein-
grímur.
Sú ákvörðun Svandísar Svav-
arsdóttur að fella úr gildi úrskurð
Skipulagsstofnunar um að fram-
kvæmdir tengdar álverinu í Helgu-
vík þurfi ekki að fara í sameigin-
legt umhverfismat hefur verið
nokkuð gagnrýnd, ekki síst af full-
trúum atvinnulífsins. Hafa þeir
sakað ráðherra um að bregða fæti
fyrir verkefnið og það stangist á
við stöðugleikasáttmálann.
Steingrímur segir að menn ættu
frekar að huga að fjármögnuninni.
„Vandamálið hefur fyrst og fremst
verið að fjármögnun er í frosti.
Tafir á verkefninu er ekki neinu
öðru um að kenna.“
Hann segir umhverfisráðherra
einfaldlega hafa heimilað frekari
skoðun málsins og óskað eftir frek-
ari gögnum. Engin efnisleg afstaða
sé tekin til málsins og ekki ætti
að taka langan
tíma til að skoða
málið, kannski
mánuð. Aðrar
ástæður valdi
töfum; það vanti
upp á fjármögn-
un bæði virkjun-
ar og álvers.
Samkvæmt
stöðugleika-
sáttmálanum á
ýmsum áföngum að hafa verið náð
1. nóvember, stýrivextir komnir í
eins stafs tölu, losað hafi verið um
gjaldeyrishömlur og hindrunum
í vegi álvers í Helguvík hrint úr
vegi, svo eitthvað sé nefnt.
Steingrímur segir ýmislegt hafa
gengið eftir sem samið var um í
sáttmálanum. Ákveðnir hlutir hafi
tafist, svo sem vaxtalækkun, vegna
Icesave. „Ég held að það væri
mikið glapræði að gefa sér fyrir-
fram að menn væru betur settir
með því að segja upp kjarasamn-
ingum eða auka á óstöðugleikann
með því að stefna því mikilvæga
samstarfi sem náðist á milli ríkis,
sveitarfélaga og aðila vinnumark-
aðar í hættu.“
kolbeinn@frettabladid.is
Skrifar ástarbréf
fyrir orkufyrirtækin
Steingrímur J. Sigfússon hefur skrifað meðmælabréf fyrir orkufyrirtæki til
erlendra fjárfesta vegna stóriðju á suðvesturhorni. Fjármálaráðherra segir fjár-
mögnun standa í vegi framkvæmda en ekki ákvörðun umhverfisráðherra.
FRAMKVÆMDIR VIÐ HELGUVÍK Fjármálaráðherra hefur liðkað fyrir fjármögnun
álvers við Helguvík og virkjana því tengdu. Hann segir þó nokkuð skorta upp á að
fjármögnun sé lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
MENNTAMÁL Bæði Ólafur Stefánsson handknatt-
leiksmaður og Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfund-
ur og myndlistarmaður, hafa ákveðið að vera ekki
í hópi eigenda nýs grunnskóla sem á að vera í hús-
næði gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar við Baróns-
stíg. „Þetta var enginn hvellur,“ segir Þorvaldur og
útskýrir að vera Ólafs í Þýskalandi, þar sem hann
leikur handbolta, hafi ráðið því að aðkoma hans yrði
fremur lítil. Þorvaldur sjálfur segist svo vilja halda
sig við ritstörf, það sé hans heimavöllur, en hann sé
þess fullviss að þær Jenný Guðrún Jónsdóttir kenn-
ari og Edda Huld Sigurðardóttir, fyrrverandi skóla-
stjóri Ísaksskóla, muni sjá til þess að skólinn verði
til fyrirmyndar en þau fjögur hafa staðið að undir-
búningi skólans sem fengið hefur nafnið Mennta-
skólinn.
Þorvaldur útbjó námskrá fyrir skólann og segist
hann vilja fá að fylgjast með því starfi sem þar fer
fram og veita liðsinni þótt hann komi ekki að honum
sem eigandi eins og fyrst stóð til. Skólinn átti einnig
upphaflega að taka til starfa í haust en enn er ekki
búið að afgreiða umsókn hans úr menntamálaráðu-
neytinu. „Hvort sem skólinn tekur til starfa um ára-
mót eða næsta haust þá verður þar gott starf,“ segir
Þorvaldur. Ekki náðist í Ólaf, Eddu eða Jennýju við
vinnslu fréttarinnar. - kdk
Nýi skólinn í gömlu Heilsuverndarstöðinni enn í bið:
Ólafur og Þorvaldur úr skólastarfi
AÐSTANDENDUR SKÓLANS Edda Huld, Þorvaldur og Jenný
Guðrún. Á myndina vantar Ólaf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Er enginn á vakt til að fanga
skúrkana?
„Við erum allavega alltaf á vaktinni.“
Snæbjörn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri SMÁÍS, óttast að ef
ekkert verði að gert haldi netþrjótar
áfram að stela Fangavaktinni.
MAHMOUD
AHMADINEJAD
Telegraph rýnir í vegabréf:
Forseti Írans af
gyðingaættum
SIGURVEGARI George Papandreou
verður þriðji ættliðurinn í forsetastóli í
Grikklandi. Faðir hans, Andreas, og afi
og alnafni voru báðir forsætisráðherrar.
NORDICPHOTOS/AFP
GRIKKLAND Pasok, flokkur sósí-
alista í Grikklandi, vann sigur í
kosningum í landinu í gær. Costas
Karamanlis forsætisráðherra
viðurkenndi ósigur sinn og óskaði
George Papandreou til hamingju
með sigurinn.
Karamanlis boðaði til kosn-
inga á miðju kjörtímabili með það
fyrir augum að sækja sér nýtt
umboð til að kljást við efnahags-
málin. Það mistókst og þegar um
helmingur atkvæða hafði verið
talinn í gær hafði Pasok fengið
ríflega þau 43 prósent atkvæða
sem nauðsynleg eru til að komast
í meirihluta. Flokkurinn hefur
verið í andstöðu í fimm ár. Nýtt
lýðræði, flokkur Karamanlis,
hlaut um 35 prósent atkvæða. - kóp
Stjórnarskipti í Grikklandi:
Sósíalistar
unnu kosningar
BÖRN Greiðslur til foreldra á
Akureyri vegna þjónustu dag-
mæðra verða skertar. Skóla-
nefnd bæjarins segir að greiðsl-
ur vegna þjónustu dagforeldra
stefni í tíu milljónir fram úr
áætlun. Því miður sé ekki svig-
rúm til annars en að stytta niður-
greiddan þjónustutíma.
Eftir 15. nóvember fá foreldr-
ar því aðeins niðurgreidda að
hámarki sjö klukkutíma vistun
daglega í stað átta tíma nú. Þá
verður ekki lengur niðurgreitt
fyrir börn hjóna og sambúðar-
fólks fyrr en börnin eru orðin
eins árs í stað níu mánaða eins og
verið hefur. - gar
Skólanefnd Akureyrar:
Skerða greiðslu
fyrir dagmóður
Reyndi að stela bíl
Lögreglan í Reykjanesbæ stöðvaði
góðkunningja sinn þar sem hann
var að reyna að stela bíl aðfaranótt
sunnudags. Maðurinn var búinn að
rífa víra og fleira undan mælaborði
bílsins þegar lögreglan kom að. Mað-
urinn gisti fangageymslur og var síðan
yfirheyrður.
LÖGREGLUMÁL
FJÁRMÁL Coca Cola á Norðurlönd-
um hótaði Kaupþingi því að svipta
Vífilfelli átöppunarleyfi fengi Þor-
steinn M. Jónsson ekki að halda
fyrirtækinu áfram og gera það þar
með nær verðlaust. Þetta kom fram
í RÚV í gærkvöldi.
Í þættinum sagði einnig að
heildarskuldir félaga Þorsteins
væru um 13 milljarðar. Nýja
Kaupþing hefði þó ekki getað
gengið að Vífilfelli vegna skulda
Þorsteins.
Finnur Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Nýja Kaupþings, staðfesti
að hann hefði fundið fyrir þrýst-
ingi frá Coca Cola vegna málsins.
Málinu væri þó ekki lokið. - kdk
Mega ekki ganga að veðum:
Coca Cola þrýsti
á Kaupþing
LÖGREGLUMÁL Áverkar manns-
ins sem var stunginn og laminn á
Spítalastíg í Reykjavík aðfaranótt
sunnudags voru ekki alvarlegir.
Hann fékk að fara heim á sunnu-
dagsmorgun.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
réðust fjórir menn á manninn í íbúð
á Spítalastíg um þrjú leytið aðfara-
nótt sunnudags. Hann var bæði
stunginn og laminn. Að sögn lög-
reglu er ástæða árásarinnar óljós.
Sex manns voru í íbúðinni þegar
maðurinn var stunginn. Hinir
meintu árásarmenn voru allir fjór-
ir handteknir seinni partinn í gær.
Þrír voru saman í bíl á Höfðabakka
og sá fjórði fannst annars stað-
ar skömmu síðar. Allir mennirnir,
fórnarlambið og ofbeldismennirnir,
eru af erlendu bergi brotnir. Þeir
voru í annarlegu ástandi og voru
látnir sofa úr sér áður en hægt var
að yfirheyra þá. Þeir munu allir
hafa komið við sögu lögreglu áður.
Lögregla rannsakar málið
áfram.
Fjórir karlmenn í annarlegu ástandi taldir hafa ráðist á einn og náðust síðar:
Erlendur maður stunginn og
laminn í íbúð á Spítalastíg
ÁRÁS Á SPÍTALASTÍG Fjórir menn stungu
og lömdu mann í íbúð á Spítalastíg.
SPURNING DAGSINS