Fréttablaðið - 05.10.2009, Side 16

Fréttablaðið - 05.10.2009, Side 16
16 5. október 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1143 Konungsríkið León viður- kennir sjálfstæði Portú- gals. 1568 Vilhjálmur þögli ræðst inn í suðausturhluta Hol- lands. 1615 Spánverjavígin. Hópur baskneskra hvalveiði- manna er drepinn við Skaganaust yst á Dýrafirði. 1897 Barnablaðið Æskan hefur göngu sína. 1910 Fyrsta lýðveldið stofnað í Portúgal. Emmanúel 2. konungur landsins flýr til Englands. 1946 Alþingi samþykkir að veita Bandaríkjunum afnot af landi á Miðnesheiði. Samningurinn veldur miklum deilum. 1946 Melaskóli hefur starfsemi. Þennan dag fyrir 20 árum hlaut Dalai Lama friðarverðlaun Nóbels. Dalai Lama voru valdamestu stjórn- málaleiðtogar Tíbet frá því á sautjándu öld fram til ársins 1951 er Kínverjar hertóku Tíbet. Dalai Lama er heitið sem einn að- alleiðtogi lamasiðar, helstu gerðar búdd- isma í Tíbet, ber. Nú- verandi Dalai Lama heitir í raun Tenzin Gy- atso. Hann fæddist 6. júlí 1935 og er sagður fjórtánda endurholdgun Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta. Hann hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu frá árinu 1959 og hefur verið búsettur á Ind- landi síðan hann flúði þangað sama ár. Friðar- verðlaun Nóbels hlaut hann fyrir að stuðla að friðsamlegri baráttu Tí- beta gegn hernámi Kína á landi þeirra, en Dalai Lama hefur ávallt neitað að beita ofbeldi í baráttunni fyrir bætt- um hag landa sinna og frelsun Tíbet. ÞETTA GERÐIST: 5. OKTÓBER 1989 Dalai Lama hlýtur Nóbelsverðlaun DANIEL BALDWIN FÆDDIST ÞENNAN DAG 1960. „Þegar fólk biður mig um að líta vel út fyrir sig í mynd spyr ég hvers vegna það sé ekki tilbúið að borga tveimur milljónum dollara meira í laun og ráða frek- ar Alec eða Billy. Ef það vill mig í hlutverkið þá fær það bara mig eins og ég er.“ Daniel Baldwin er næstelstur Baldwin-bræðranna en þeir hafa allir lagt leiklistina fyrir sig. Hann hefur leikið í fjölda mynda og leikstýrt nokkrum. Förum aðeins aftur í tímann í huganum. Kannski um svona tíu ár. Það er sumar, raki í lofti og megn landalykt, sjáum fyrir okkur illa þefjandi rútu, unglinga á þykkbotna skóm og á leið á sveitaball. Hafi ferðalagið í huganum tekist vel til líður ábyggilega ekki á löngu þar til þú færð lag með sunnlensku sveitaballa- hljómsveitinni Skítamórall á heilann. Hljómsveitin Skítamórall var vafa- laust allra mest spilaða hljómsveit á seinni hluta tíunda áratugarins en hún ætlar að fagna tuttugu ára starfsaf- mæli sínu á skemmtistaðnum Rúbín í Öskjuhlíð á fimmtudaginn næstkom- andi klukkan átta. Reyndar er þegar orðið uppselt á þá tónleika svo ákveð- ið hefur verið að halda aðra seinna um kvöldið og mun meðal annars sjálfur Helgi Björnsson troða upp með Skímó, auk blásarasveitar Samma í Jagúar. Enn meira er í vændum enda virðist fólk sjaldnast fá nóg þegar Skítamórall er annars vegar. Saga Skítamórals hófst árið 1989 hjá þrettán ára drengjum á Suðurlandi sem langaði að geta pikkað upp lög eftir Led Zeppelin, Uriah Heep og Deep Purple sem þeir höfðu heyrt í á vínylplötum feðra sinna. Þeir mættu síðar í Mús- íktilraunir þegar stelpnabandið Kol- rassa krókríðandi vann; „Og fyrir utan stelpurnar í Kolrössu vorum við ábyggi- lega eina bandið sem ekki spilaði dauð- arokk þetta kvöld,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, eða Addi Fannar í Skímó eins og hann er oft kallaður, en mikil dauðarokksbylgja gekk yfir land- ið þegar strákarnir frá Selfossi voru að pikka sín fyrstu lög á gítarana. Árið 1995 tóku þeir sig svo saman og spiluðu á jólaballi í gagnfræðiskóla á Selfossi og þrettándadansleik. Þetta átti svo eftir að vinda upp á sig. Árið 1996 kom fyrsti geisladiskur sveitarinnar út og ljóst var að Skítamórall myndi slá í gegn. Piltarnir seldu bílfarma af geisla- diskum og fylltu hvert félagsheimilið á fætur öðru með rútuförmum af ungling- um. Selfoss var mekka tónlistarlífs á Ís- landi í hugum unglinga og það þótti töff að reykspóla á gulum sportbílum. Ástæður vinsældanna telur Arn- grímur helst vera spilagleði sveitar- innar og að meðlimir hennar tóku sig mátulega alvarlega. „Við vorum ekk- ert að reyna að slá í gegn í útlöndum eins og svo margar aðrar hljómsveitir á þessum tíma,“ segir hann. Aðalatriðið fyrir þeim hafi verið að skemmta sér og öðrum og það hafi þeir gert nær linnu- laust allar helgar á sveitaböllum um langt skeið. „Ég hefði ekki fyrir nokk- urn mun vilja missa af þessum tíma. Sveitaballamenningin held ég samt að sé dauð, við rétt náðum í skottið á henni,“ segir hann og útskýrir að mikl- ar breytingar hafi orðið með hækkun sjálfræðisaldursins. „Á þessum tíma þótti eðlilegt að fylla helling af rútum af sextán ára unglingum og bruna svo með allt liðið meira og minna fullt með landa í flösku í félagsheimili úti á landi þar sem það skemmti sér svo eftirlitslaust og fór svo með rútunni aftur heim. Þetta yrði ekkert liðið í dag.“ Hann gefur lítið fyrir það þegar fólk auglýsir sveitaböll í dag, það sé allt annað að spila inni á skemmtistað heldur en í félagsheimili út í sveit og skipti þá engu hvort skemmti- staðurinn sé á Akranesi, í Neskaupstað eða annars staðar. „Reyndar finnst mér Nasa alveg eins og Miðgarður í Skaga- firði þannig að það kemst næst sveita- ballastemningunni,“ segir Addi Fannar að lokum. karen@frettabladid.is HLJÓMSVEITIN SKÍTAMÓRALL: 20 ÁRA Upprisa og dauði sveitaballa Elskuleg frænka okkar og mágkona, Guðný Kristinsdóttir Sléttuvegi 23, Reykjavík, varð bráðkvödd mánudaginn 28. september. Jarðsett verður frá Neskirkju þriðjudaginn 6. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Rakel Viggósdóttir Kristín Viggósdóttir Ágústa Þórey Haraldsdóttir Áslaug Jensdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Páll G. Pálsson Arnarhrauni 5, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 6. október kl. 15.00. Vilhelmína S. Jónsdóttir Anna Pálsdóttir Ólafur Ingi Tómasson Jónína Steiney Steingrímsdóttir Helgi Ívarsson Þórarinn Smári Steingrímsson Elínbjörg Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Magnúsar Þórarins Sigurjónssonar Lindargötu 61, Reykjavík. Ólafur Magnússon Jóna Guðjónsdóttir Jónína Magnúsdóttir Gylfi Þór Magnússon Anna Sigurlaug Magnúsdóttir Frímann Ingi Helgason Sigurjón Magnússon Helga Tryggvadóttir og afabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýju við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Leifs Eiríkssonar kennara frá Raufarhöfn, til heimilis að dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Eysteinn Völundur Leifsson Ína Sigurlaug Guðmundsdóttir Rannveig Lovísa Leifsdóttir Ingibjörg Fríður Leifsdóttir Jón Guðmundur Sveinsson Erlingur Viðar Leifsson Arndís Jóna Gunnarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuð eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Herdís Hergeirsdóttir Móaflöt 49, Garðabæ, lést laugardaginn 26. september á Landspítalanum í Fossvogi. Útför Herdísar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 7. október kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Einar H. Ágústsson Davíð Einarsson Ragnhildur Óskarsdóttir Hergeir Einarsson Pálína G. Hallgrímsdóttir Hafsteinn Már Einarsson Kristín Jóna Kristjánsdóttir Einar Örn Einarsson María Erla Marelsdóttir Valur Freyr Einarsson Ilmur María Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir mín, tengdamamma, amma og langamma, Kristín Arnórsdóttir saumakona, frá Tindum í Reykhólasveit, andaðist á elliheimilinu Grund 21. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Arnór Einarsson Brynja Guðmundsdóttir Einar Þór Arnórsson Kristín Arnórsdóttir Steinunn Hauksdóttir Jón Björn Skúlason Birgir Hauksson Guðrún Elín Guðmundsdóttir og langömmubörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. STRÁKARNIR Í SKÍTAMÓRAL Þeir hófu tónlistarferil sinn fyrir 20 árum þá 13 ára gamlir og eru enn að. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.