Fréttablaðið - 05.10.2009, Síða 17

Fréttablaðið - 05.10.2009, Síða 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Mér þykir sérstaklega vænt um uglulampann sem mamma gaf mér í jólagjöf. Lampinn var keypt- ur í Kisunni á Laugavegi og er úr plasti, þannig að hann er sérlega hentugur til flutninga. Þegar ég hugsa út í það, þá getur meira en vel verið að þetta sé barnalampi. En það er þá bara hið besta mál,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leik- kona þegar hún er spurð um eftir- lætishlutinn á heimili sínu. Anna Svava segist sérlega ánægð með hversu mikið álag lampinn þolir, því hún hefur stað- ið í mörgum flutningum að undan- förnu. „Fyrst flutti ég í Þingholtin, þaðan til Akureyrar og svo aftur í Þingholtin og að lokum flutti ég aftur á annan stað í Þingholtunum. Uglan góða hefur fylgt mér í gegn- um alla þessa flutninga. Það fylgja mér ekki mörg húsgögn milli flutn- inga og þegar ég sting lampanum í samband finnst mér ég vera komin heim.“ Þó eru það ekki einungis þolgæð- in sem gera uglulampann að eft- irlætishlut leikkonunnar. „Lamp- inn gefur frá sér mjög hlýlega og vinalega birtu. Uglan er líka svo dramatísk og gáfuð með sín rauðu augu. Það er frábært að geta leit- að til uglunnar um svör við lífsins ráðgátum,“ segir Anna Svava og hlær. Aðspurð segir Anna Svava uglu- lampann vekja nokkra athygli gesta á heimili hennar. „Flest- ir þeirra segja einfaldlega „Hei! Flottur lampi!“ segir Anna Svava. kjartan@frettabladid.is Dramatískur barnalampi Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir heldur mikið upp á uglulampa sem mamma hennar gaf henni í jóla- gjöf. Lampann hefur hún í stofunni og leitar stundum til uglunnar um svör við lífsins ráðgátum. Uglan hefur fylgt Önnu Svövu í gegnum marga flutninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKELJAR eru til margra hluta nytsamlegar. Ein góð hugmynd er að nota þær í baðherberginu til að geyma sápustykki. Hægt er að útbúa fallega skál með því að líma litla skel undir stóra og búa þannig til fót á stóru skelina. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Speglalím Sérhannað teygjanlegt sílikon lím, með góða viðloðun við flestar gerðir af speglum. Skemmir ekki spegilhúðina. Eigum einnig til önnur lím og þéttiefni í úrvali. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.