Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 4
IV
hafa verið í letur. Það hlutverk söguritarans að
fylla upp í þær eyður, er mjög vandasamt. En þar
sem ég hef þrisvar áður fengist við þesskonar starf
þá eykst mér hugur til að reyna það í fjórða
skiftið, en samt er viðbúið að ræzt geti á mér forni
málshátturinn „þá fer hverjuin aftur þegar honum
er fullfarið fram“. Og fer það sem auðið er.
Eg kem því hérmeð með hinn fyrsta litla vís-
ir til sögu Jóns biskups Arasonar og verð þvi
eðlilega að skapa atvik og viðburði eftir þeim
líkum að dæma, sem felast í undanfarandi og eft-
irkomandi sögulegum heimildum, og mun ég flétta
öllum þeim sögum og æfintýrum, sem til eru af
honum inn í söguþráðinn, ineðfram til þess að
innilykja það allt i einni heild þar, sem það er nú
á víð og dreif, og meðfram til fróðleiks, því það
er alltrúlegt að einhver sannleiki só fólgin i þeim
sögura, sem gengið hafa mann frá manni i margar
aldir. Ef mér endist lif til að leysa þetta verk af
hendi þá læt eg sögulegu heimildirnar, sem ég
styðst við fylgja eftirmálanum, en set hér aðeins
stuttann kafla úr Noregskirkjusögu, til að skýra
hinn sögulega sjóndeildarhriug svo hægra sé fyrir
lesarann að átta sig á teiknum þeirra tíma.
Nokkru seinna enn að saga þessi hefst eða
árið 1483, var Hans konungur til fullnustu kjörinn
konungur yfir Danmörku og Noregi, og þá skuld-
hatt hann sig, samkvæmt skilyrði beggja ríkjanna
að halda eftirfylgjandi laga setningar og voru þ801'
upp á ritaðar bæði af konuuginum sjálfum og ráð-
gjöfum beggja rikjanna.