Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 15

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 15
DRAUPNIR. 15 „Elín dóttir! Manstu Iivaö]jú ert gömul?“ „Hvað kemur ])á bóndinn frá Garði aldri mínum við?“ Þóra varp mæðilega öndinni og sagði: „Hann er kominn hingað til að leita ráða- liags við þig“. „Við mig! ég er syfjuð lofaðu mér að sofa í friði“. Manstu þá ekki eftir að þú ert fjörutíu og þriggja ára gömul?“ sagði Þóra með grátstaf í hálsinum. „Og sleppir þú þess- um ráða hag þá er öllu sleppt“. „Svoframt sem jeg hef heyrt rétt frá sagt,. þá varst þú, móðir mín, fullra 46 ára gömul þegar þú eftir langan eltingaleik hremmdir hann pápa minn, mér er því alveg óhætt að híða í þrjú ár enn þá“, svaraði Elín og hló við. Við þessi orð spratt Þóra upp af kistunni gekk hratt fram að dyrunum, en sneri þá aftur því hún liafði ekki lokið erindinu. „Eg hremmdi engan, telpa mín, skal ég segja þér, því mig fengu færri en vildu, ég var engin landeyða í þá daga“. Elín geispaði teygði úr séf og lagðist aftur fyrir og sagði um leið: „Hefirðu nú lokið erindinu?“ „Rétt að segja, það eru að eins fáein orð eftir“. „Segðu mér þau þá, sem fljótast, svo ég uiegi fara að sofa“. „Það er þá það, Elín mín, að okkur hérna

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.