Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 12

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 12
12 DEAUPNIR. og sumir báru á sér. Á fætinum á þessu stóð á latnesku máli: „Hinn heilagi Jóhannes skír- ari“. Það var spegilfagurt og auðséð að það hafði skamma stund legið þarna, henni fannst að einhver óljós æðri hugsjón grípa sig sterku laki, svo að hún fór að spá fram í ókomna tímann, og eins og oft á sér stað þegar líkt stendur á og hér, féllu spárnar henni í vil. Presturinn á Skinnastöðum hafði ekki tekið sér ráðskonu eða konu, eftir því, sem þá tíðkaðist, ]>ví þótt þeir væru ekki vígðir saman við konu, höfðu fylgikonur þeirra flest þau réttindi sem eiginkonan bar, sáttmáli var gerður vottanleg- ur í millum þeirra og alt af þá haldin veizla stundum eingu lélegri en þegar ríkir menn héldu brúðkaup sitt, og þótti heldur upphefð en niðurlæging að ganga að slíkum kosti jafn- vel þó tiginna manna dætur ættu hlut að máli. Á þessum tímum máttu prestar ekki kvongast öðruvísi. Elín var ánægð með slíkan ráða- hag og hugur hennar stóð til prestsins á Skinna- stöðum, hann var eins og hún nokkuð roskinn og hafði stundum gert sér, að henni fannst, óþarf- legar ferðir að Ási að eins til að tala við hana því þótt hún væri komin á fimmta tuginn voru ekki æskuvonirnar til fullnustu útkulnaðar lijá henni, nei langt frá, þær skinu nú sem skær- ast, svo hvorki lífsreynzlan né lífs skoðanir, sem stjórna eiga hyggilegum áformum komust að.

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.