Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 14

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 14
u DBATJPNIE. óttan skjáglugga, sem var á stofuherbergi ])ví, par sem rekkja Elínar stóð öðru rnegin veggjar, hinu megin andspænis henni var löng kista og á henni sat malandi köttur, annað var ekki kvikt í herberginu. Hurðinni fyrir jiessu afþilj- aða herbergi var lokið upp í hálfa gátt ofur hægt, og eins og af ósýnilegri hendi og eins- hóglátlega smáfæddist andlit inn af gættinni og brúnmeinguð kýnmisleg augu lituðust um í her- berginu og námu loks staðar við rekkju Elínar. „Hún dormar þá enn þá heimasætan!“ sagði kona sú, sem stóð í gættinni og mjakaði sér inn greip köttinn varpaði honum í rúmið og settist á kistuna. Elín vaknaði við illan draum, settist upp og hrópaði í bræði: „Hvað gengur á?“ „Ekkert merkilegra en vant er því hér er höfuðlítill her. Faðir þinn er að heiman, heima- sætan hvílir í bólinu sínu, sólin er komin í há- degisstað og allt ógert, sem gera þarf“ svaraði Þóra brók móðir hennar meira glettin en reið, þó hún létist vera það. „Og ekkert annað?“ sagði Elín ofur róleg. „Jú dálítið annað“. „Hvað er það þá?“ „Hingað er komin Ari Sigurðsson frá Garði.“ „Kallar þú það tíðindum sæta þótt annart eins mann beri að garði voruin?“ Þóra þríhristi höfuðið og sagði:

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.