Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 16
16
DRAUPNIR.
•er boðið í brúðkaupsveizlu næstkomandi laugar-
dag“. Þóra sagði þetta með auðsjáanlegri mein-
fýsni.
„I hvaða brúðkaupsveizlu?“ spurði Elín og
sperrti upp augun. Hún var gleðigjörn og tók
þátt í allri þeirri skemmtun og mannfögnuði, sem
staða bennar í mannfélaginu heimilaði henni.
„Prestsins á Skinnastöðum“, svaraði Þóra.
„Prestsins á Skinnastöðum!“ endurtók Elín
■stakk })á höfðinu undir ábreiðuna og þagði
.stundarkorn, kallaði þá undan feldinum: „Hver
er þá kvennsniftin?“ „Það er mér ókunnugt
um. Ilann brá sér allra snöggvast upp að
Mývatni og kom þaðan aftur með konuefnið
eða meðhjálpina eins og sumir kalla það, og
-á laugardaginn ætlar hann að halda samnings-
veizluna og hefir boðið í hana fáeinum vildar-
mönnum sínum“.
„Og við erum á meðal vildarmannanna"
sagði Elín og gremjutár glitruðu í augum hennar“.
„Ertu nú búin að afljúka erindinu?“ „Já“.
„Þau hafa stundum verið köld erindin þín
móðir mín!“ Þóra svaraði engu, en gekk út
blíðari í skapi af því hún sá, hversu Elínu brá
við fregnina. Hún var einkabarnið hennar,
sem hún unni af alhug og iðraðist eftir að hafa
sagt lienni þetta svona hranalega, en sá ekki
til neins að ræða frekar um orðinn hlut.
Elín breiddi aftur upp yfir höfuðið á sér