Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 17

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 17
DKAUPNIR. 17 og fór að athuga ástand sitt. Hún var, eins og móðir hénnar hafði sagt 43ja ára gömul, og hafði vanizt góðu þótt, foreldrar hennar væru snauð að fé, þau vóru nú bæði komin á fall- anda fót og eftir hverju var að bíða? Það voru engar líkur til að hamingjustjarna hennar mundi fremur nú en endranær beina henni braut til auðs og upphefðar — þessara kostagripa, sem hana, eins og svo marga aðra bæði fyr og síð- ar munaði í, en nú var útséð um jiað. Síð- asta vonin slokknaði með prestinum á Skinna- stöðurn, hann hafði látið stjórnast af eigingjörn- um hvötum og ekkert hirt um heunar tilfinn- ingar, sem hann j)ó vel gat gelið sér til um af því liðna, hví ætti hún ]>á að láta svo lítið að hvarfla saknaðarhuga til hans? Þetta hefði allt saman orðið gagnslaus röksemdafærsla fyrir ungt elskandi hjarta, því þar verður allt þess konar einungis að nýju eldsneyti til að tendra bálið, en með Elínu var allt öðru máli að gegna, því hún var ríkilát í fátæktinni og það ætlaði hún sér að verða til síðustu stundar, hún fann því fullnægju í því, um stundarsakir í það minnsta, að sýna þessum manni, sem hún var búin að smækka í huga sínum, að hún sæi ekki eftir honum með því að ganga að eiga Ara Sigurðsson, sem var af góðu fólki og eins vel menntur og þá tíðkaðist meðal hinna betri almúga manna — já, hún kaus holzt, ef kost-

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.