Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 20

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 20
20 DEATJPNrR. málalokin. „Elín skal taka Ara, hvað sem pað kostar“. Hún gekk þá inn til þeirra heldur gustmikil og sagði: „Hvar er nú komið mál- inu börnin mín?“ og hún leit til þeirra á vixl, en hvorugt gat svarað spurningunni, því mál- inu hafði ekki vitundarögn þokað áfram bæði voru þau hjartanlega óánægð. Hann sá of- metnað hennar og hún metnaðarleysi hans og þau hötuðu vöntunina jafnmikið hvort á sína hlið. „Þóra sá’hvað að fór, laut niður að dóttur sinni og hvíslaði þessum orðum að henni: „Festarmálin kváðu eiga að fara fram með sérstakri risnu á Skinnastöðum11. „Þá verður gaman að taka þátt í þeim“, svaraði Elín svo hátt að tók undir í skáfánum; sneri sér þá að Ara og sagði: „Takist þessi ráða- hagur okkar, viltu þá gera það að vilja mínum að slá kaupöli okkar saman við prestsins á Skinna- stöðum ?“ Hann hugsaði með sér. „Já, þessa metnaðar- fýsn þína skaltu í síðasta skiftið fáuppfyllta“. „Já!“ var allt, sem hann svaraði og það jáyrði hélt hann trúlega. „Þóra brók sagði við sjálfa sig himin- glöð: „Örin hitti! Veizlan verður raunar með þeim fátæklegustu, sem hér Iiafa verið. Hin helga mær María sameini hjörtu ykkar og hendur“. Að svo húnu gekk hún burtu.

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.