Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 9

Draupnir - 01.05.1902, Blaðsíða 9
DEAUPNIE. 9 niður, og kalla menn fast sofið að vakna ekki við annað eins. „Þetta mun vera Elín Bláhosa, bóndadótt- irin frá Asiu, hugsaði hann. „Hér gefst mér kostulegt tækifæri til að virða hana fyrir mér ])ví mér hefir margt verið af henni sagt, það hlýtur að vera hún, því í kveld, er ég kom þar, svaraði Þóra Brók móðir hennar einhverj- um, sem spurði um Elínu því, að hún hefði rekið kvíærnar á nútthaga inn í byrgið og væri ekki komin aftur. Eg er hér í kinda og konu- leit því mig vantar hvorttveggja, rollurnar hafa strokið í átthaga sína ég keypti þær í Byrgis- bænum og þær get ég rekið heim sem mína eign, því þær eru saman við ærnar frá Ási hérna í Byrginu, en um konuna er öðru máli að gegna, hana get ég ekki rekið heim“. Að þess- ari hugsun sinni brosti Ari Sigurðsson, því svo hét maðurinn. „En hennar þarfnast ég öllu fremur þar sem ég hef tekið lil ábúðar hálfan Garð og bjargræðistíminn er í hönd, þó þessi —, hann rendi hálfkýmnislegum augum til Elínar — verði mér ef til vill þung 1 skauti því hún er sögð mjög metnaðarsólgin og svarri í geði, en að öðru leyti ýmsum kostum búin. I þessari svijian hyllti Elín sér, svo að hún lá upp í loft, hann átti því hægt með að virða andlits skapnað hennar fyrir sér, því áður hafði hann að eins séð hana nokkrum sinnum svip-

x

Draupnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Draupnir
https://timarit.is/publication/357

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.