Draupnir - 01.05.1902, Síða 22
Samsærið.
Á öðru ári hins Olympiska tímabils (415 f. Ivr.).
UlPYLLOS hafði ekkert talað um hvert
hann ætlaði. Myrmax, sem fylgdi honum með
tendraðan furutrés kyndil var ekki að brjóta
heila sinn yfir því, en lötraði hugsunarlaust
með sínum unga eiganda. Það einasta, sem
angraði hann var, að hann var farin að þreyt-
ast, þeir höfðu líka ferðast um meiri hluta A-
þenuborgar og á þeim tíma, nefnilega þeim
sem Chabrias var borgarstjóri, var Aþenuborg
stór. Frá húsi Hipyllosar, sem var fyrir inn-
an Acharniska hliðið var löng leið, sem þeir
höfðu gengið eftir sólsetrið gegnum súlnagöng-
in nyrðsta hluta staðarins, svo fram hjá Akro-
polis hæðinni með sínum klettum og syllum,
sem sjást ]>ann dag í dag. Svo frá góðgjörð-
astofnuninni (Prytaneion) og gegnum þrífætlings-
götuna og fram hjá háa eyrþrífætlingnum og
gengu svo frá Odeion niður í gegnum Díonys-
osleikhúsið og tóku af sér krók, eins og marg-
ir gerðu, með því að ganga gegnum hljóðfæra-
húsið, þar eð þessi stóra bygging var auð og
tóm, nema á fáeinum hátíðisdögum allt
árið um kring. Þar næst gengu þeir helgi-
dómsgötuna fram með suðurhlið borgarinnai'