Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 2
2 30. október 2009 FÖSTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Gjörgæsludeild-
ir Landspítala í Fossvogi og á
Hringbraut fylltust aðfaranótt
fimmtudags, þegar þar lágu níu
sjúkl ingar með
svína flensu, auk
hinna sem þar
voru af öðrum
orsökum.
„Sjúklingar
sem hefðu þurft
að fara á gjör-
gæslu hefðu
ekki komist
inn,“ segir Már
Kristjánsson,
yfirmaður smitsjúkdómadeildar
spítalans. Spurður um viðbrögð
ef fleiri hefðu þurft að leggjast
inn á gjörgæslu segir Már að í
þeirri stöðu hefði þurft að kalla
til starfsfólk af öðrum deildum
spítalans eða starfsfólk sem var
heima í hvíld.
„Við höfum þurft að bæta við
töluverðum tækjabúnaði vegna
flensunnar,“ segir Björn Zoëga,
forstjóri spítalans. „Um er að ræða
tvö gervilungu, svo og sprautudæl-
ur sem dæla lyfjum í gjörgæslu-
sjúklinga. Einnig höfum við skoð-
að skilvindu fyrir fólk sem lendir
í nýrnabilun sem fylgir oft svona
sjúkdómum.“
Á Landspítala lágu 35 um hádegi
í gær, þar af átta á gjörgæslu. Það
var heldur færra en á miðvikudag,
því þá voru 39 inflúensusjúkling-
ar inniliggjandi, þar af níu á gjör-
gæsludeild. Tólf voru lagðir inn
á einum sólarhring en tveir voru
útskrifaðir á sama tíma. Meira
reyndi á miðvikudag á starfsemi
Landspítala vegna inflúensunnar
en nokkru sinni frá því faraldur-
inn hófst.
Vegna þessarar stöðu var við-
búnaður á Landspítala í gær færð-
ur á svokallað virkjunarstig, sam-
kvæmt viðbragðsáætlun spítalans.
Þetta er næstefsta stig af fjórum
sem skilgreind eru í áætluninni.
Efst er neyðarstig. Á virkjunar-
stigi viðbúnaðar gæti þurft að
draga úr innlögnum sjúklinga og
fresta þeim aðgerðum sem unnt er
að fresta á Landspítalanum.
Alls hafa 6.609 manns greinst
með inflúensueinkenni hérlend-
is. Frá 23. september hafa yfir
hundrað manns verið lagðir inn
á sjúkrahús hér vegna inflúensu,
þar af tæplega níutíu manns á
Landspítala. Af þeim eru þrír af
hverjum fjórum með undirliggj-
andi sjúkdóma.
Frá októberbyrjun hafa fjórtán
sjúklingar verið lagðir inn á gjör-
gæsludeildir með staðfesta inflú-
ensu eða grun um hana. Síðdegis
í gær voru alls níu á gjörgæslu-
deildum, þar af einn á Akureyri
og átta á Landspítala, eins og áður
sagði. jss@frettabladid.is
Tækjum var fjölgað
á yfirfullri gjörgæslu
Bætt hefur verið við tækjabúnað á Landspítalanum vegna svínaflensunnar.
Gjörgæsludeildir hans fylltust aðfaranótt fimmtudags og staðan var lítið skárri
í gær. Í haust hafa yfir hundrað manns verið lagðir inn vegna flensunnar.
LANDSPÍTALINN Auk svínaflensunnar hefur verið mikið um önnur alvarleg veikindi
og slys sem hafa krafist innlagnar á gjörgæsludeild síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MÁR
KRISTJÁNNSON
Farsóttarnefnd Landspítala ítrekar
tilmæli sín til almennings um
að takmarka heimsóknir sínar til
sjúklinga á sjúkrahúsinu á meðan
á inflúensufaraldrinum stendur.
Einungis þeir sem eiga brýnt erindi
mega koma inn á spítalann; aðrir
eru hvattir til að nota símann og
tala við sjúklingana sjálfa eða
starfsfólk viðkomandi deildar.
HEIMSÓKNIR
TAKMARKAÐAR
Jens, ætlið þið ekki að smyrja
á verðið?
„Nei, við notum lítið smjör.“
Jens Einarsson er einn af eigendum
Kvikkfix, nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir
bíla, þar sem hægt er að fara með bílinn
í smurningu. Hann lofar lægra verði en
þekkist á Íslandi.
SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra segir að
íslensk stjórnvöld séu knúin til að
taka einhliða ákvörðun um makríl-
veiðar fyrir næsta ár. Ástæðan sé sú
að aðrir sem veiða úr makrílstofn-
inum, sem eru Evrópusambandið,
Noregur og Færeyjar, neita að við-
urkenna rétt Íslands til að taka þátt
í að ákveða leyfilegan heildarafla og
skiptingu hans.
Í fréttatilkynningu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu segir að í ljósi þess
að löndin þverskallist við að viður-
kenna rétt Íslands sé ekki önnur fær
leið en að taka einhliða ákvörðun um
kvóta. Ákvörðunin verði tekin með
tilliti til makrílveiða íslenska flotans
síðustu ár, og jafnframt vaxandi
útbreiðslu makríls innan íslensku
efnahagslögsögunnar.
Íslensk stjórnvöld hafa árum
saman, en án árangurs, leitað eftir
því að taka þátt í heildarstjórnun
makrílveiða. Því hefur verið hafn-
að með þeim rökum að lítinn sem
engan makríl sé að finna í íslenskri
lögsögu. Íslensk skip veiddu 112 þús-
und tonn af makríl í íslenskri lög-
sögu í fyrra og svipað magn í ár.
Ráðherra skipaði vinnuhóp í ágúst
sem er ætlað að fara yfir makrílveið-
ar íslenskra skipa og vinna tillögur
um hvernig veiðum og vinnslu verð-
ur best háttað. Veiðar og vinnsla
undanfarinna ára hafa aðeins skil-
að broti af þeim verðmætum sem
unnt er að fá úr þeim afla sem
veiddur hefur verið. - shá
Sjávarútvegsráðherra afdráttarlaus varðandi afstöðu strandríkja í makríldeilu:
Veiðum á okkar forsendum
SIGHVATUR BJARNASON VE Íslenski
flotinn veiddi 116 þúsund tonn af makríl
í íslenskri lögsögu í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
VIÐSKIPTI Glitnir lánaði tíu börnum milljónir króna
til stofnfjárkaupa í Byr árið 2007. Lánin voru
ólögleg og hafa skuldir barnanna því verið felldar
niður.
Stofnfé í Byr var aukið um þrjátíu milljarða
haustið 2007. Stofnfjáreigendur fengu allir boð
um að kaupa meira og var þeim bent á fjármögn-
unarsamning við Glitni. Börnin voru meðal stofn-
fjáreigenda og foreldrar þeirra óskuðu eftir
lánum fyrir börn sín. Sýslumaðurinn í Hafnar-
firði samþykkti í nokkur skipti að stofnfjárbréf
væru skráð á börn, en heimilaði ekki lántökur á
þeirra nöfnum.
Málin hafa verið í skoðun hjá Íslandsbanka frá
stofnun nýja bankans. Sú athugun leiddi í ljós
að þrátt fyrir að forráðamenn barnanna hafi átt
frumkvæði að lántökunum lá ekki fyrir samþykki
sýslumanns, sem er yfirlögráðandi, fyrir þeim.
Lánssamningarnir teljast því ógildir og verða
skuldirnar ekki innheimtar, samkvæmt tilkynn-
ingu frá Íslandsbanka. Í tilkynningunni kemur
jafnframt fram að bankinn harmi málið í alla
staði. - þeb
Glitnir lánaði tíu börnum fyrir stofnfjárkaupum í Byr árið 2007:
Barnalán verða ekki innheimt
BYR Í HAFNARFIRÐI Glitnir fjármagnaði stofnfjáraukningu Byrs
árið 2007, sem var sú stærsta á Íslandi. Tíu börn voru á meðal
lánþeganna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍRAK, AP Tugir hermanna og lög-
reglumanna hafa verið hand-
teknir í tengslum við sprengju-
árásir í Bagdad, höfuðborg Íraks,
um síðustu helgi. Árásirnar voru
þær mannskæðustu í landinu í
rúm tvö ár og urðu 155 manns að
bana.
Sprengjurnar sprungu í tveim-
ur bílum í miðborg Bagdad á
sunnudaginn. Mennirnir voru
handteknir vegna þess að þeir
báru ábyrgð á öryggisgæslu á
svæðinu þegar árásirnar urðu.
Rannsókn málsins beinist nú að
því hvort þeir gerðust sekir um
vanrækslu eða hvort þeir beinlín-
is hjálpuðu árásarmönnunum. - þeb
Handtökur í Bagdad:
Tugir í haldi
vegna árása
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
snúið við dómi héraðsdóms í máli
Vilhjálms Bjarnasonar gegn
Glitni og sýknað bankann af kröf-
um Vilhjálms.
Vilhjálmur stefndi bankan-
um vegna kaupa á hlutabréfum
Bjarna Ármannssonar, fyrrum
forstjóra Glitnis, í bankanum.
Bjarni seldi bréfin við starfslok
sín árið 2007 á talsvert hærra
gengi en markaðsvirði þeirra var.
Öðrum hluthöfum buðust ekki
sömu kjör og vegna þess höfðaði
Vilhjálmur mál. Héraðsdómur
hafði komist að þeirri niðurstöðu
í febrúar að stjórn bankans hefði
hvorki gætt hagsmuna bankans
né hluthafanna við kaupin á bréf-
um Bjarna. - þeb
Hæstiréttur um Glitni:
Mátti kaupa
bréf á yfirverði
Í RÚSTUM Meðal þeirra bygginga sem
skemmdust mikið í sprengingunum var
leikskóli í nágrenni dómsmálaráðuneyt-
isins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK Enn er óljóst hver fær
lögbundin fjárframlög til stjórn-
málasamtaka; F-listi eða Frjáls-
lyndi flokk-
urinn. Erindi
lögmanns Ólafs
F. Magnússon-
ar, borgarfull-
trúa F-lista, var
vísað til innri
endurskoðanda.
Deilur hafa
staðið um fram-
lögin, en Ólaf-
ur var kjörinn í
borgarstjórn fyrir F-lista Frjáls-
lyndra og óháðra árið 2006, en
gekk síðar úr Frjálslynda flokkn-
um. Hann telur, og styður með
lögfræðiáliti, að greiðslurnar eigi
að renna til borgarstjórnarflokk-
anna, ekki stjórnmálaflokka á
landsvísu. Frjálslyndi flokkurinn
hefur haldið öðru fram og nú hefur
nýjum gögnum verið vísað til innri
endurskoðenda borgarinnar. - kóp
Frjálslyndi flokkur og Ólafur:
Enn deilt um
fjárframlögin
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
MENNTUN Háskóli Íslands heldur
í dag Þjóðarspegilinn - rann-
sóknir í félagsvísindum í tíunda
sinn.
Á ráðstefnunni í dag verða
alls 170 erindi á 48 málstof-
um sem spanna litróf félags-
vísindanna. Deildirnar sem
taka þátt í Þjóðarspeglinum eru
félags- og mannvísindadeild,
félagsráðgjafadeild, stjórnmála-
fræðideild, hagfræðideild, við-
skiptafræðideild og lagadeild.
Málstofurnar standa yfir frá 9
til 17 í dag í Háskóla Íslands og
eru öllum opnar. Dagskrána má
finna á thjodarspegilinn.hi.is.
- þeb
Háskóli Íslands:
Þjóðarspegill í
tíunda sinn
STJÓRNMÁL Frá bankahruninu hafa
ráðherrar úthlutað rúmlega 80
milljónum króna af ráðstöfunarfé
sínu. Frá aldamótum hafa ráðherr-
ar úthlutað tæpum 800 milljónum.
Fram kom í Kastljósi í gær að
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra hefði styrkt ævisögu-
ritun Einars Benediktssonar um
300 þúsund krónur af ráðstöfunar-
fé sínu. Guðbjartur Hannesson,
formaður fjárlaganefndar, vill
minnka ráðstöfunarfé ráðherra og
setja um það skýrari reglur. - þeb
Ráðstöfunarfé ráðherra:
Hafa úthlutað
80 milljónum
SPURNING DAGSINS