Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.10.2009, Qupperneq 16
16 30. október 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Skipulögð rjúpnaveiði í afmörkuðum reitum fær- ist í aukana og bændur og jarðeigendur fá nú auknar tekjur af leigu. Í Reykjahlíð í Mývatnssveit, einni af stærstu jörðum landsins, er nú hægt að leigja sér svæði til veiða og fá leiðsögumann með ef svo ber undir. Rjúpnaveiðin hefst í dag og þús- undir veiðimanna munu streyma til fjalla á veiðar. Svo margir að ljóst er að á vinsælum rjúpna- svæðum mun verða örtröð og veiðimenn munu þramma hver í annars slóð. Í góðærinu tóku efnameiri veiðimenn sér oftar en ekki heilu jarðirnar til að veiða í friði, en óvíst er hver eft- irspurn verður í slíkri leigu nú. Það hefur hins vegar færst í auk- ana að bjóða upp á dagsleyfi á jörðum, ýmist fyrir einstaklinga eða hópa. Jörðin Reykjahlíð í Mývatns- sveit er ein stærsta jörð lands- ins, þrátt fyrir að nýfallinn þjóð- lendudómur hafi klipið af henni. Nú hafa þeir Jóhannes Pétur Héð- insson og Daði Lange Friðriksson tekið jörðina á leigu og bjóða upp á ýmsa þjónustu tengda rjúpna- veiði. „Við reituðum jörðina niður og menn geta leigt sér afmörk- uð svæði og stundað veiðina í friði. Menn eru í raun að kaupa sér svæði til að vera út af fyrir sig, ýmist einstaklingar eða hópar, allt upp í tíu manns,“ segir Jóhannes. Hann segir eftirspurnina mikla og ljóst sé að margir kjósi að veiða í friði. Þjónustan sem boðið er upp á er fjölbreytt. Sumir komi einir og vilji bara einn dag, en stundum séu hópar á ferð sem taki svæðin yfir lengri tíma. Þá er boðið upp á leiðsögn fyrir þá sem vilja og gengur þá vanur maður með til rjúpna. Jóhannes segir þá félaga vera í samstarfi við ýmsa þjón- ustuaðila í sveitinni og næga gist- ingu sé þar að finna, allt frá smá- hýsum upp í hótel með fullu fæði. Stakur dagur á byssu kostar um 6.000 krónur, en gistingin allt frá 3.500 upp í 10.000 krónur. Þá mælir Jóhannes með því að menn fari í jarðböðin að veiðidegi lokn- um og láti þreytuna líða úr sér. Rjúpnaveiðitímabilið stend- ur til 6. desember, en veiðidagar eru aðeins 18, þar sem aðeins má veiða frá föstudegi til sunnudags. Jóhannes segir þetta ágætt fyrir- komulag, það henti bæði hófsöm- um veiðimönnum og þeim sem vilja reka ferðaþjónustu í kring- um veiðina. kolbeinn@frettabladid.is „Ég var að hlaupa tíu kílómetra – ég var bara að koma inn,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki. Stefán var fastagestur í fjölmiðlum í fyrrasumar þegar hann þurfti í tvígang að glíma við hvítabirni sem gengu á land í umdæmi hans. „Þetta var orðið gott. Ég held ég sé búinn að fylla skammtinn næstu tíu ár eða svo,“ segir hann. Stefán er enn á Króknum. „En maður veit svo sem ekkert hvað verður,“ bætir hann við. Hann er nú í töluverðri óvissu um starf sitt vegna hugmynda um sameiningu lögreglu- embætta á landinu. Stefán var áður lög- reglumaður í höfuðborginni og var settur tímabundið í embætti á Sauðárkróki til 1. desember næstkomandi. „Ég veit ekkert hvað verður um mig þá,“ segir hann. „Ég gerði bara ráð fyrir að ég yrði hér, en maður verður bara að sjá til og taka því sem að höndum ber.“ „Annars er allt gott að frétta héðan, mannlífið gott og allt gengur vel,“ segir Stefán. „Þetta hefur gengið afspyrnu vel frá ísbjarnarkomunum. Við erum mjög ánægðir með lífið og tilveruna, lög- reglumenn hér í Skagafirði.“ Stefán lék knattspyrnu með meistaraflokki Tindastóls í sumar og féll með liðinu niður í þriðju deild. „Það gekk ekki alveg eins og það átti að ganga. Við fórum í öfuga átt,“ segir Stefán, sem hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram æfingum með liðinu í vetur. „Ég ætla að sjá til. Maður er nú ekkert unglamb leng- ur. Þetta verður ekkert auðveldara.“ En Stefán heldur sér þó í formi með því að hlaupa tíu kílómetrana að meðaltali fimm sinnum í viku. TUNGUTAK Steggir og bleyður ■ Karlkyns kettir eru kallaðir fress (í hvorugkyni) eða högn- ar, jafnvel steggir ef marka má Íslenska orðabók. Sú bók segir okkur einnig að fress sé „ófríður kvenmaður“. Nafnið Högni er nokkuð algengt en enginn Íslendingur heitir hins vegar Steggur, hvað þá Fress. Kvenkyns kettir kallast yfir- leitt læður, en læða getur einn- ig merkt „seinvirk óframfærin manneskja“ samkvæmt fyrr- nefndri orðabók. Annað orð en sjaldgæfara yfir kisu er bleyða, en það orð merkir líka raggeit eða hugleysingi. Kattatengd samheiti málsins virðast þannig oft býsna andsnúin kvenkyninu. - mt HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEFÁN VAGN STEFÁNSSON, LÖGREGLUÞJÓNN Á SAUÐÁRKRÓKI Yfirlögregluþjónninn í óvissu ÞEIR SPARA MEST SEM SKRÁ SIG STRAX -15% Dekkja-, smur- og viðgerðaþjónusta Reiknaðu hvað þú sparar og skráðu þig á N1.is. Skráðu þig í Sparitilboð N1 og lækkaðu rekstrarkostnað bílsins um tugi þúsunda króna á næstu 12 mánuðum. Vantar ekki alltaf vanan þingmann? „Þetta eru nú ekkert voða- lega skemmtilegir tímar til að leita sér að góðri vinnu.“ DAGNÝ JÓNSDÓTTIR, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR, ER Í ATVINNULEIT. Fréttablaðið, 29. október. Bara búið „Ég er á leiðinni í gjaldþrot.“ BJÖRN LEIFSSON, EIGANDI WORLD CLASS, UM ERFIÐA FJÁRHAGS- STÖÐU. Viðskiptablaðið, 29. október. Rjúpnaveiði er að verða að ferðamannaiðnaði TILBÚINN TIL VEIÐA Jóhannes með Reykjahlíðarfjall í baksýn. Hann segir gangnamenn hafa orðið vara við töluvert af fugli og býst við góðri veiði í ár. ■ Fylgist með færð og veðurspá. ■ Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum. ■ Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um. ■ Hafið með góðan hlífðarfatnað. ■ Takið með sjúkragögn og neyðarfæði. ■ Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps-tæki, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau. ■ Athugið að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað. ■ Ferðist ekki einbíla. ■ Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið, skóflu, kaðal og festið allan farangur. ■ Munið að akstur og áfengi fer ekki saman. ■ Ef ferðast er í bíl spennið beltin og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða. ■ Látið vita reglulega af ykkur og skráið nafn og hvert ferðinni er heitið í bækur í fjallaskálum. ■ Ef ekki er hægt að komast lengra á bílnum bíðið í honum þar til hjálp berst, það er mun auðveldara að finna bíl heldur en fólk á göngu og bíllinn veitir skjól. ■ Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur. FERÐAREGLUR RJÚPNASKYTTUNNAR „Múrhúðin er bara svona fersk. Þegar hún skolast þá hverfur þetta og dofnar,“ segir Indriði Níelsson, verkfræðingur hjá Verkís, um mismunandi liti á nýrri múrhúð Hallgrímskirkjuturns. Séra Birgir Ásgeirsson og Hörður Áskelsson organisti segja marga hafa komið að máli við þá vegna litamunarins á kirkjuturn- inum. Fólk vilji fá skýringar og fá því svarað hvort áferð- in á kirkjunni verði ekki öll eins að lokum. Indriði segir erfitt að segja til um hvenær litamun- urinn verður horfinn. Það sé einfaldlega spurning um það hvernig íslenska slagviðrið standi sig í að skola múrhúðina. „Ef þetta verður svona enn þá þegar komið er fram á næsta sumar þá höfum við alltaf þann mögulega að háþrýstiþvo múr- húðina. Þetta er ekki meira mál en það,“ segir hann. Vinnupallarnir við Hallgrímskirkju munu hverfa á næstu vikum. Áætlað er að öllum frágangi utandyra verði lokið í tæka tíð fyrir jól. Í janúar og fram í febrúar verður kirkjan lokuð þar sem skipta á um útidyrahurð. Eins á að þrífa kirkjuskipið að innan. - gar Mislitun á kirkju- turni hverfur HALLGRÍMSKIRKJUTURN Efsti hluti turns Hallgrímskirju er nú dekkri en neðri hlutinn. Munurinn mun hverfa með veðrun og öll kirkjan á að verða samlit, bæði turninn, sem hefur verið endurnýjaður, og kirkjuskipið sjálft. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.