Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 28
 30. október 2009 FÖSTUDAGUR2 „Það má segja að þetta sé lítil og falleg saga um gildi þess að vera sáttur við sjálfan sig, að það sé allt í lagi að vera öðruvísi,“ segir Þór- hallur Sigurðsson, leikstjóri nýju barnasýningarinnar um Sindra silfurfisk sem frumsýnd verður í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleik- hússins, á morgun klukkan 13.30. Áslaug Jónsdóttir er höfundur verksins. Elva Ósk Ólafsdóttir er leikari sýningarinnar. Þrír brúðu- stjórnendur stjórna sjávardýrun- um og tólf leikarar ljá þeim radd- ir sínar. Leikritið fjallar um silfurfisk- inn Sindra, sem talið er trú um að hann verði að vera gullfiskur. Á leið sinni um hafdjúpin mætir Sindri ótal skrýtnum og skrautleg- um sjávardýrum, sem sum hver eru mjög hættuleg.. Sjávardýrin í sýningunni eru að uppistöðu brúður úr sýningu Þjóð- leikhússins Krukkuborg eftir Odd Björnsson, sem Þórhallur leik- stýrði á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins árið 1979. Una Collins, bún- inga- og leikmyndahönnuður, teiknaði sjávardýrin og skapaði þau ásamt formlistamönnum leik- hússins, þeim Bjarna Stefánssyni og Jóni Benediktssyni. Erna Guð- marsdóttir í Leikbrúðulandi kom einnig að brúðugerðinni. „Það er ekki oft sem maður getur notað hluti úr gömlum sýningum,“ segir Þórhallur, „og hvað þá að heilu brúðurnar finn- ist svona stráheilar og fínar eftir allan þennan tíma. Í þessa sýn- ingu notum við sömu tæknina og við gerðum fyrir þrjátíu árum og fiskarnir eru eins skínandi fal- legir og þá, sannkölluð listaverk, segir Þórhallur. Brúðugerðarmeistarinn Stef- án Jörgen Ágústsson hefur gert nokkrar nýjar brúður fyrir þessa sýningu, þar á meðal aðalsöguhetj- una Sindra sjálfan. Höfundurinn Áslaug hefur áður samið leikritið Gott kvöld sem sýnt var í Kúlunni, en sú sýning hlaut Grímuverðlaun- in sem besta barnasýningin vorið 2008. Þórhallur segir starfsemi Kúlunnar hafa vakið mikla athygli og settar hafa verið á svið marg- ar vinsælar sýningar undanfarin ár. „Við höfum boðið upp á leik- hús fyrir börn allt niður í eins til tveggja ára aldur, og foreldrarnir skemmta sér oft alveg jafn vel og börnin. Umhverfið hér í Kúlunni hentar barnasýningum sérstak- lega vel og það er sérlega gaman að vinna að svona sýningum fyrir börnin,“ segir Þórhallur. kjartan@frettabladid.is Allt í lagi að vera öðruvísi Nýtt barnaleikrit, Sindri silfurfiskur eftir Áslaugu Jónsdóttur, verður frumsýnt í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins, á morgun. Margar þrjátíu ára gamlar brúður eru notaðar í sýningunni. Áslaug Jónsdóttir, höfundur Sindra silfurfisks, og Þórhallur Sigurðsson leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elva Ósk Ólafsdóttir er eini leikari sýn- ingarinnar um Sindra silfurfisk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON og félagar munu flytja öll helstu lög hljómsveitarinnar Eagles á tónleikum í Háskólabíói á laugardaginn. Með Eyfa verða meðal annars Björgvin Halldórs- son, Stefán Hilmarsson, Edgar Smári og Sigurjón Brink. Félagið Heilaheill stendur fyrir árlegum Slagdegi víðsvegar um landið á morgun. Slagdagur félagsins Heilaheilla verður haldinn í Kringlunni, Smáralindinni í Reykjavík og Gler- ártorgi á Akureyri á morgun frá klukkan 13 til 16. Af því tilefni gefst viðskiptavin- um verslunarmiðstöðvanna að und- irgangast ókeypis læknisfræðilega athugun í umsjá fagfólks, þar sem blóðþrýstingur er meðal annars mældur, áhætta á heilaslagi metin og boðið upp á almenna fræðslu um slag og hvernig draga megi ur líkum á því. Um það bil 700 manns fá heila- blóðfall á hverju ári, eða um tveir á dag. Slagdagur Heilaheilla er haldinn árlega í þeim tilgangi að vekja athygli almennings og fræða hann um sjúkdóminn. Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins Heilaheill og fræðsluhlutverk þess er að finna á heimasíðu þessu, www.heilaheill. is. - rve Áfall ekki endirinn Viðskiptavinum Kringlunnar, Smáralindar og Glerártorgs gefst kostur að fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu á Slagdegi Heilaheilla. NORDICPHOTOS/GETTY Menningardagar standa yfir í Árbæj- arhverfi fram á sunnudag. Markmið þeirra er að stuðla að aukinni sam- heldni, samvinnu, samveru og hverf- isvitund íbúa þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á ýmsum stöðum til að auðga andann og skemmta sér á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Meðal dagskrárliða má nefna potta- kaffi í Árbæjarlaug á laugardagsmorg- un, söguferð um Elliðaárdalinn og skemmtidagskrá í Fylkishöllinni milli 14 og 15.30 á laugardag. Þar verða til að mynda atriði frá æskulýðsstarfi Árbæjarkirkju, fimleikaatriði, slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins sýnir tæki liðsins og skátafélagið Árbúar verð- ur með skátaleiktæki. Menningardög- unum lýkur með flugeldasýningu við Árbæjarkirkju klukkan 21 á sunnudag og kaffihlaðborði að sýningu lokinni. Menningardagar í Árbænum POTTAKAFFI Í LAUGINNI OG FLUGELDA- SÝNING Í ÁRBÆJARHVERFI. Margt verður um að vera í Árbænum. Málþing um fornleifarannsóknir verður haldið í Þjóðarbókhlöð- unni á morgun klukkan 13. Félag um átjándu aldar fræði held- ur málþing undir yfirskriftinni Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands í fyrirlestrasal Þjóð- arbókhlöðu, á 2. hæð, laugardag- inn 31. október 2009. Rætt verður að hvaða leyti hinar umfangsmiklu fornleifarannsókn- ir sem unnar hafa verið hérlendis á síðustu árum varpa nýju ljósi á sögu landsins. Flutt verða fimm erindi. Gunn- ar Karlsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, ræðir um framlag nýrra fornleifarannsókna til íslenskrar miðaldasögu. „Svo á jörðu sem á himni – grafir í Skriðuklausturskirkjugarði sem nýjar heimildir um sögu Íslands“ er fyrirlestur Steinunnar Kristj- ánsdóttur, lektors í fornleifafræði við HÍ og Þjóðminjasafn Íslands. Halldór Bjarnason, aðjúnkt í sagnfræði við HÍ, fjallar um nýja vitneskju um daglegt líf og neyslu- hætti á 16. til 18. öld. „Fallnir veggir og fáeinar línur á blaði. Samtenging rústa og ritaðra heimilda frá 17. og 18. öld“ er fyr- irlestur Mjallar Snæsdóttur, forn- leifafræðings við Fornleifastofnun Íslands, og lokaerindi flytur Guð- rún Ása Grímsdóttir, rannsóknar- prófessor við stofnun Árna Magn- ússonar. Það ber yfirheitið „Leifar af leiðum“. Málþingið hefst klukkan 13 og því lýkur um klukkan 16.30. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Málþing um forn- leifarannsóknir Fornleifauppgröftur á Alþingisreit. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.